A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Umhverfis- og skipulagsnefnd - 29. nóvember 2017

Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar  miðvikudaginn 29. nóvember  2017,  kl. 17:00 á skrifstofu sveitarfélagsins.
Fundinn sátu:  Jón Gísli Jónsson formaður,  Valgeir Örn Kristjánsson, Ingimundur jóhannsson, Már Ólafsson, Jóhann Björn Arngrímsson, Júlíana Sverrisdóttir, Einar Indriðason slökkviliðsstjóri og Gísli Gunnlaugsson byggingarfulltrúi sem ritaði fundargerð.

 

Á dagskrá fundarins var eftirfarandi: 

 

  1. Borgabraut 37
    Erindi frá Þorkeli Jóhannssyni þar sem hann sækir um lóð við Borgabraut 37 undir heilsárshús.

    Ingimundur Jóhannsson víkur af fundi við afgreiðslu erindisins.
    Lóðin er ekki inni á gildandi deiliskipulagi.  Þar sem staðsetning hennar er í samræmi við gildandi aðalskipulag samþykkir umhverfis- og skipulagsnefnd að senda stofnun lóðarinnar í grenndarkynningu til eigenda húsa við Borgabraut   21 til 35. 
     
  2. Ljúfustaðir
    Erindi frá Þorbirni Val Þórðarsyni þar sem hann óskar eftir stöðuleyfi fyrir 40 fm. stöðuhýsi á jörð sinni Ljúfustöðum.

    Samþykkt að veita stöðuleyfi til eins árs.
     
  3. Hafnarbraut 17
    Beiðni frá Sýslumanninum á Vestfjörðum um umsögn um umsókn Rafnar Friðriksdóttur, kt. 021265-4389, um leyfi til að reka gististað í flokki III
    (gististaður með veitingum  en þó ekki áfengisveitingum) að Hafnarbraut 17, Hólmavik.

    Umhverfis- og skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins og felur byggingar-fulltrúa að afla frekari upplýsinga. 
     
  4. Broddanes 3
    Fyrir hönd Guðbjörns Jónssonar sækir Harpa Harðardóttir um stofnun nýrrar lóðar úr jörðinni Broddanes 3.  Nýja lóðin fær heitið Broddanes Fjós og á verða skráðir matshlutar nr. 7, fjós byggt 1960, og matshluti nr. 12, geymsla byggð 1965.  Stærð nýju lóðarinnar er 109.6 fermetrar.

    Erindið samþykkt.
     
  5. Borgabraut
    Byggingarfulltrúi leggur fram upplýsingar um stærðir lóða við Borgabraut.  Annars vegar stærðir samkvæmt lóðarsamningi og hins vegar mældar stærðir þeirra.

    Uppdráttur með lóðarstærðum kynntur.
     
  6. Stóra Fjarðarhorn, viðbygging
    Erindi, undirritað af Samúel O. Stefánssyni, þar sem hann, fyrir hönd Guðfinnu Láru Hávarðardóttur, óskar eftir byggingarleyfi fyrir 345 fermetra steinsteyptu gripahúsi við Stóra Fjarðarhorn í Kollafirði.  Um er að ræða lengingu á núverandi fjárhúsi um  15 metra.  Meðfylgjandi eru teikningar af viðbyggingunni.

    Erindið samþykkt.
     
  7. Önnur mál
    a)      Lóð fyrir Flugstöðina.
    Byggingarfulltrúi kynnti tillögu að lóð undir Flugstöðina, lóðin er innan flugvallarsvæðisins.

    Umhverfis- og skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa að ljúka við lóðarblað fyrir Flugstöðina í samráði við lóðarhafann, Isavia.

    b)     Melgraseyri
    Lögð fram endurbætt tillaga að útliti glugga í íbúðarhúsinu á Melgraseyri.

    Tillaga að útliti glugga samþykkt.

 

 

 

 

Jón Gísli Jónsson

Valgeir Örn Kristjánsson

Ingimundur Jóhannsson

Már Ólafsson

Jóhann Björn Arngrímsson

Júlíana Sverrisdóttir

Einar Indriðason

Gísli Gunnlaugsson

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón