A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Umhverfis- og skipulagsnefnd - 15. júní 2015

Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar  mánudaginn

15. júní  2015,  kl. 17:00 á skrifstofu sveitarfélagsins.

Fundinn sátu:  Jón Gísli Jónsson formaður,  Hafdís Sturlaugsdóttir, Már Ólafsson, Jóhann Björn Arngrímsson, Valgeir Örn Kristjánsson og Gísli Gunnlaugsson byggingarfulltrúi sem ritaði fundargerð. 

 

Á dagskrá fundarins var eftirfarandi: 

  1. Umsókn      um framkvæmdaleyfi

Umsókn um framkvæmdaleyfi frá Mílu ehf. og Orkubúi Vestfjarða um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara og háspennustrengja  í Strandabyggð.

 

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt fyrir lagningu ljósleiðara og háspennustrengja innan marka Strandabyggðar enda liggi leyfi landeigenda fyrir ásamt umsögn minjavarðar.  

 

  1. Umsókn      um slóðagerð

Umsókn um lagningu vegslóða frá Austurgilsvirkjun ehf.

 

Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að framkvæmdin hafi ekki umtalsverð áhrif á umhverfið og sé því ekki framkvæmdaleyfisskyld.  Nefndin beinir því til framkvæmdaaðila að svarðlagi verði haldið til haga og notað við uppgræðslu að verki loknu, sjá rit Umhverfisstofnunar um námur-efnistökur og frágang, þess verði gætt að ekki myndist vatnsrásir í vegslóðunum og að verkið verði unnið í samráði við fulltrúa sem sveitarfélagið tilnefnir.

  

  1. Beiðni      um umsögn

Beiðni um umsögn vegna umsóknar Strandagaldurs um rekstrarleyfi

 

Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfisins.       

 

  1. Brattagata 4

Umsókn um stækkun lóðar og bílskúrs,  grenndarkynning

 

Engar athugasemdir bárust í grenndarkynningunni.                

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir byggingarleyfi fyrir stækkun á bílgeymslu og stækkun lóðar þannig að hún nái 1 metra norð-vestur fyrir stækkaða bílgeymslu.  Nefndin bendir á að æskilegt væri að bæta útlit götuhliðar bílgeymslunnar t.d. með gönguhurð.  

 

  1. Hafnarbraut 6

Lögð framteikning af lóð að Hafnarbraut 6

 

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir framlagt lóðarblað fyrir 1362 fermetra lóð. 

 

  1. Önnur mál

a)      Hafnarbraut 2.

Kynnt misræmi sem komið hefur í ljós á lóðarstærð Hafnarbrautar 2.

 

b)     Tjaldsvæði.

Umhverfis– og skipulagsnefnd hvetur lögregluna til að fylgja eftir ákvæðum 3. mgr. 10. greinar  reglugerðar um lögreglusamþykktir  nr. 1127/2007 varðandi gistingu á almannafæri.

           

 

 

Jón Gísli Jónsson

Hafdís Sturlaugsdóttir

Már Ólafsson

Jóhann Björn Arngrímsson

Valgeir Örn Kristjánsson

Gísli Gunnlaugsson

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón