A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Byggingar-, umferđar- og skipulagsnefnd 26. september 2011

Fundur haldinn í byggingar-umferðar- og skipulagsnefnd Strandabyggðar mánudaginn 26. september 2011 kl. 18.00 á skrifstofu sveitarfélagsins. Mættir voru Valgeir Örn Kristjánsson, Þorsteinn Newton, Sigurður Marinó Þorvaldsson, Ingibjörg Emilsdóttir, Hafdís Sturlaugsdóttir, Einar Indriðason slökkviliðsstjóri og Gísli Gunnlaugsson byggingarfulltrúi var í símanum.

  

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

 

1.      Frystigámur.

Erindi frá Agötu ehf.  þar sem óskað er eftir aðstöðu til að hafa frystigám á gámasvæði við höfnina. 

 

 

2.      Kópnesbraut 4a.

Lagðar fram teikningar fá Jóni Róbert Karlssyni arkitekt, fyrir hönd eigenda að Kópnesbraut 4a.  Á teikningunum kemur fram tillaga að breytingum á girðingu við húsið í stað þeirrar girðingar sem ekki fékk samþykki á fundi nefndarinnar 29. ágúst s.l.

 

 

3.      Lóðir við Bræðraborg og Snæfell.

Tekin fyrir tillaga byggingarfulltrúa að lóðablöðum fyrir húsin Bræðraborg og Snæfell við Kópnesbraut.

 

 

4.      Önnur mál

 

Og þá var gengið til dagskrár.

 

 

1.      Frystigámur.

Erindi frá Agötu ehf.  þar sem óskað er eftir aðstöðu til að hafa frystigám á gámasvæði við höfnina.

Erindi samþykkt með fyrirvara um að það sé pláss fyrir hann. 

 

 

2.      Kópnesbraut 3a.

Lagðar fram teikningar fá Jóni Róbert Karlssyni arkitekt, fyrir hönd eigenda að Kópnesbraut 3a.  Á teikningunum kemur fram tillaga að breytingum á girðingu við húsið í stað þeirrar girðingar sem ekki fékk samþykki á fundi nefndarinnar 29. ágúst s.l.

 
Erindi samþykkt með þremur atkvæðum. Tveir voru á móti.

 

Hafdís Sturlaugsdóttir vék af fundi

3.      Lóðir við Bræðraborg og Snæfell.

Tekin fyrir tillaga byggingarfulltrúa að lóðablöðum fyrir húsin Bræðraborg og Snæfell við Kópnesbraut.

Byggingarfulltrúa falið að vinna áfram að málinu í samráði við lóðarhafa.

 

Hafdís Sturlaugsdóttir kom aftur á fundinn.

 

4.      Önnur mál

Engin önnur mál. Fundi slitið kl. 18:50 

 

Valgeir Örn Kristjánsson,

Þorsteinn Newton,

Sigurður Marinó Þorvaldsson,

 Ingibjörg Emilsdóttir,

Hafdís Sturlaugsdóttir,

Einar Indriðason,

Gísli Gunnlaugsson.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón