A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefnd - 5. október 2009

 

Mánudaginn 5. október 2009 var haldinn fundur í byggingar-, umferðar- og skipulagsnefnd Strandabyggðar.  Fundurinn var haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins og hófst hann kl.17:00.  Mættir voru, Jóhann L. Jónsson, Snorri Jónsson og Már Ólafsson.  Einnig sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. 

 

Fyrir fundinum lá eftirfarandi dagskrá.

 

  • 1. Umsókn um starfsleyfi frá Karli V. Jónssyni vegna reksturs hjólbarðaverkstæðis að Austurtúni 1.
  • 2. Önnur mál.

 

 

Þá var gengið til dagskrár.

 

  • 1. Umsókn um starfsleyfi frá Karli V. Jónssyni vegna reksturs hjólbarðaverkstæðis að Austurtúni 1. Borist hefur umsókn um starfsleyfi frá Karli V. Jónssyni þar sem hann fer þess á leit að fá að nýta bílskúr við Austurtún 1 undir minni háttar viðgerðir á dekkjum. Nefndin samþykkti að hafna erindinu með tveimur greiddum atkvæðum en einn sat hjá, þar sem rekstur dekkjaverkstæðis innan íbúðarsvæðis samrýmist ekki skv. mgr. 4.21 skipulagsreglugerðar nr. 400/1998.
  • 2. Önnur mál. Borist hefur umsókn um leyfi frá Kristmundi Árnasyni til að klæða húseignina að Hafnarbraut 23, Hólmavík. Samþykkt var samhljóða að verða við erindinu. Þá hefur borist erindi frá Trésmiðjunni Höfða þar sem óskað er eftir að fá lóð að stærð 1.585 fm. undir starfsemi trésmiðjunnar. Samþykkt var samhljóða að verða við erindinu. Þá voru lagðar fram teikningar af húsi Fiskmarkaðarins á Hólmavík ásamt skráningartöflu og afstöðumynd. Teikningarnar voru samþykktar samhljóða. Þá lagði formaður fram beiðni um að bréf yrði sent Sigmari B. Haukssyni og hann krafinn um teikningar af viðbyggingu við sumarhúsið að Víðivöllum.

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og hún samþykkt.  Fundi slitið kl.17:50.

 

 

Jóhann L. Jónsson   (sign)         Snorri Jónsson   (sign)      Már Ólafsson   (sign)

 

Ásdís Leifsdóttir   (sign) 

 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón