A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefnd - 4. mars 2009

Miðvikudaginn 4. mars 2009 var haldinn fundur í Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefnd Strandabyggðar. Fundurinn var haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins og hófst hann kl.17:00. Mætt voru Jóhann L. Jónsson, Ingibjörg Emilsdóttir, Snorri Jónsson, Hannes Leifsson og Þórólfur Guðjónsson. Einnig sátu fundinn Einar Indriðason slökkviliðsstjóri og Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri. 

Fyrir fundinum lá eftirfarandi dagskrá.


1. Erindi frá Degi Jónssyni vegna breytingar á farvegi Hafnardalsár.
2. Umsókn frá Ingimundi Guðmundssyni um lóð nr. 23 við Borgabraut undir sumarhús. 
3. Erindi frá Þorgeiri Pálssyni vegna lóðar nr. 23 við Borgabraut.
4. Beiðni frá Daníel G. Ingimundarsyni um tímabundið leyfi fyrir gám við Hafnarbraut 22 vegna framkvæmda.
5. Umsókn frá Helga Ingimundarsyni um lóð undir gám á gámasvæði í landi Víðidalsár.
6. Önnur mál.


Þá var gengið til dagskrár.


1. Erindi frá Degi Jónssyni vegna breytingar á farvegi Hafnardalsár. 
Nefndin samþykkir erindi Dags um að breyta farveginum gegn því að hann sjái um og kosti framkvæmdirnar og að leigutakar að Nauteyri hafi ekkert við framkvæmdina að athuga.


2. Umsókn frá Ingimundi Guðmundssyni um lóð nr. 23 við Borgabraut undir sumarhús. 
Samþykkt var að fresta erindinu þar til búið er að skipuleggja hverfið endanlega og er stefnt að því að það verði gert strax.


3. Erindi frá Þorgeiri Pálssyni vegna lóðar nr. 23 við Borgabraut. 
Samþykkt var að fresta erindinu þar til búið er að skipuleggja hverfið endanlega og er stefnt að því að það verði gert strax.


4. Beiðni frá Daníel G. Ingimundarsyni um tímabundið leyfi fyrir gám við Hafnarbraut 22 vegna framkvæmda.
Samþykkt er að veita Daníel stöðuleyfi fyrir gáminn til 15. maí 2009.


5. Umsókn frá Helga Ingimundarsyni um lóð undir gám á gámasvæði í landi Víðidalsár. 
Samþykkt var að veita lóð á gámasvæðinu þegar búið verður að ganga frá svæðinu.


6. Önnur mál. 
Borist hefur erindi frá Karli Víði Jónssyni þar sem sótt er um stöðuleyfi undir 15 feta gám á meðan framkvæmdar eru breytingar á honum. Samþykkt var að veita stöðuleyfi til 15. maí 2009. 

Þá sækir Karl einnig um leyfi til að byggja 15 fm. garðskála við Austurtún 1. Nefndin samþykkir erindið gegn því að skilað verði inn fullnægjandi teikningum og afstöðumynd áður en framkvæmdir hefjast. Þá vill nefndin ítreka að Karl klæði húsið með sama efni og bílskúr sbr. samþykkt er hann sótti um leyfi til að byggja bílskúrinn. 

Þá hefur borist umsókn frá Birni H. Pálssyni um leyfi fyrir gönguhurð 80x200 cm á vélageymslu. Samþykkt var samhljóða að verða við erindinu.


Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og hún samþykkt og fundi slitið kl.18:05.

Ingibjörg Emilsdóttir           
Hannes Leifsson       
Jóhann L. Jónsson  
Ásdís Leifsdóttir
Snorri Jónsson                               
Þórólfur Guðjónsson             
Einar Indriðason

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón