A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Byggingar,- umferđar- og skipulagsnefnd - 27. maí 2010

Fimmtudaginn 27. maí 2010 var haldinn fundur í Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefnd Strandabyggðar. Fundurinn var haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins og hófst hann kl. 17:00. Mættir voru Ingibjörg Emilsdóttir, Snorri Jónsson, Hannes Leifsson og Þórólfur Guðjónsson. Einnig sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. Jóhann L. Jónsson kom á fundinn kl. 18:20.

 

Fyrir fundinum lá eftirfarandi dagskrá.

  • 1. Umsókn um byggingu sólskála við Borgabraut 9.
  • 2. Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám.
  • 3. Beiðni um leiðréttingu á lóðasamningi.
  • 4. Umsókn um breytingu á bílskúr að Vitabraut 6.
  • 5. Umsókn um lóð.
  • 6. Önnur mál.

 

Þá var gengið til dagskrár.

 

1. Umsókn um byggingu sólskála við Borgabraut 9. Borist hefur umsókn frá Önnu Guðlaugsdóttur og Hannesi Leifssyni um leyfi til að byggja sólskála við húseignina að Borgabraut 9 ásamt teikningum. Hannes Leifsson vék af fundi. Samþykkt er samhljóða að verða við erindinu. Hannes Leifsson kom aftur inn á fund.
 

2. Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám. Borist hefur umsókn frá Sævari Benediktssyni þar sem sækir um stöðuleyfi fyrir gám á svæði þar sem aðgangur er að rafmagni, vatni og frárennsli. Samþykkt er samhljóða að úthluta honum lóð á gámasvæði í Skothúsvík þar sem um geymslugám er að ræða.
 

3. Beiðni um leiðréttingu á lóðasamningi. Borist hefur erindi frá Þorsteini Sigfússyni þar sem hann fer þess á leit að veitt stöðuleyfi undir gám í landi Nauteyrar, þar sem byggja á varanlega spennustöð. Samþykkt var samhljóða að við gerð leigusamnings við Háafell verði tryggt landsvæði undir spennistöð fyrir Orkubú Vestfjarða.
 

4. Umsókn um breytingu á bílskúr að Vitabraut 6. Borist hefur umsókn frá Sigurrósu G. Þórðardóttur og Sigurði M. Þorvaldssyni um leyfi til að setja hurð á bílskúr að Vitabraut 6. Samþykkt er samhljóða að verða við erindinu.
 

5. Umsókn um lóð. Borist hefur umsókn frá Heiðu Jónsdóttur um að fá leigða lóð í landi Stóru-Grundar þar sem fjárhús í eigu Gunnars Númason stendur. Er ætlunin að vera með frístundarbúskap og er markmiðið að lagfæra húsin. Samþykkt er, eftir miklar umræður, að vísa málinu til næstu sveitarstjórnar þar sem nefndin telur það eðlilegt að umrætt landsvæði verði skipulagt með það í huga að leyfa fleirum að vera með frístundabúskap, kjósi þeir svo.
   

6. Önnur mál.
a) Aðalskipulag Strandabyggðar 2010-2022. Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 14. maí s.l. Þar er veitt heimild til að auglýsa aðalskipulagið þegar tekið hefur verið tillit til athugasemda stofnunarinnar. Á fundinum lá fyrir endurskoðuð greinargerð, umhverfisskýrsla og skipulagsuppdrættir frá Landmótun dags. 18. maí 2010 og umsagnir frá Siglingastofnun, Fornleifavernd ríkisins, Flugstoðum, Ísafjarðarbæ, Skógrækt ríkisins og Orkustofnun. Að loknum umræðum um athugasemdirnar og endurskoða tillögu samþykkti nefndin að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa tillögu að aðalskipulagi sveitarfélagsins fyrir 2010-2022, sbr. 18. gr. skipulagslaga nr. 73/1997.
 
b) Snorri Jónsson greindi frá því að breyta þarf skipulögðu svæði undir gáma í Skothúsvíkinni þar sem stækka þarf svæðið svo hægt verði að athafna sig og auka bilið á milli gáma. Nefndin samþykkir að farið verði í umræddar breytingar en telur óráðlegt að auka bil milli gáma. Snorri Jónsson vill láta bóka að hann telji nauðsynlegt að bilið milli gáma verði aukið. Þá er samþykkt að nýta haugaefni til breytinganna en setja ofan á það möl úr Skothúsvíkinni.
 
c) Borist hefur umsókn frá Sigurði M. Þorvaldssyni þar sem hann sækir um lóð í Skothúsvík undir skúr. Nefndin hafnar erindinu en beinir því til sveitarstjórnar að skipulagt verði svæði strax undir slík geymsluhús sem og önnur verðmæti og hafi þegar verið bent á kjörið svæði í Skothúsvík.
 
d) Borist hefur umsókn um stöðuleyfi fyrir 2 gáma í Skothúsvík fyrir Hlökk ehf. Nefndin samþykkir beiðnina samhljóða.
 
e) Borist hefur erindi frá Ingimundi Guðmundssyni þar sem hann sækir um að fá að setja niður lítið sumarhús á lóðinni að Borgabraut 23. Nefndin samþykkir erindið með fjórum greiddum atkvæðum en Ingibjörg Emilsdóttir greiðir atkvæði á móti.
 
f) Borist hefur erindi frá Hannesi Leifssyni þar sem hann fer fram á að sveitarfélagið útvegi jarðvegsplanka til að hefta jarðvegsskrið frá blómabeði að götu. Ljóst megi vera að þegar farið verði í framkvæmdir vð götu verði jarðrask og því óviðunandi að húseigandi leggi út í mikinn kostnað við framkvæmdina sem tapast þegar gatan verður löguð. Hannes Leifsson vék af fundi við afgreiðslu málsins. Nefndin samþykkir samhljóða erindið með þeim skilyrðum að þegar farið verði í framkvæmdir við götuna beri húseiganda að ganga frá jarðraski við lóð sveitarfélaginu að kostnaðarlausu og gerður samningur þess efnis.
 
g) Erindi frá Jóni T. Guðlaugssyni um heimild til að breyta bílskúrshurð að Miðtúni 7. Nefndin samþykkir erindið samhljóða en Jóhann L. Jónsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
 
h) Borist hefur umsókn frá Snorra Jónssyni þar sem hann sækir um svæði í Skothúsvík til að geyma ýmis konar dót. Nefndin vísar til c liðar við afgreiðslu málsins.

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og hún samþykkt. Fundi slitið kl. 19:40.

  

Ingibjörg Emilsdóttir   (sign)             Snorri Jónsson  (sign)               Hannes Leifsson   (sign) 

Þórólfur Guðjónsson  (sign)               Jóhann L. Jónsson (sign)          Ásdís Leifsdóttir  (sign)
 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón