A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefnd - 25. júní 2009

 

Fimmtudaginn 25. júní 2009 var haldinn fundur í byggingar-, umferðar- og skipulagsnefnd Strandabyggðar.  Fundurinn var haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins og hófst hann kl.17:00.  Mætt voru Jóhann L. Jónsson, Snorri Jónsson, Már Ólafsson varamaður og Þórólfur Guðjónsson.  Einnig sat fundinn Einar Indriðason slökkviliðsstjóri og Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri.  Fyrir fundinum lá eftirfarandi dagskrá.

 

            Fundarefni:

 

  • 1. Beiðni um lóðaleigusamning á Nauteyri 2.
  • 2. Beiðni um lóð fyrir Fiskmarkaðinn á Hólmavík.
  • 3. Teikningar af bústað við Borgabraut 31 ásamt afstöðumynd.
  • 4. Teikningar af bústað og staðfesting úthlutunar við Borgabraut 35 ásamt afstöðumynd.
  • 5. Önnur mál.

 

 

Þá var gengið til dagskrár.

 

  • 1. Beiðni um lóðaleigusamning á Nauteyri 2. Borist hefur erindi frá Reyni S. Stefánssyni og Ólöfu B. Jónsdóttur þar sem óskað er eftir lóðaleigusamningi undir hús þeirra á Nauteyri 2 en samkvæmt teikningum er um 5.600 m2 lóð að ræða. Nefndin samþykkir að gerður sé lóðaleigusamningur en að lóðarstærð verði ekki stærri en 2.500 m2.
  • 2. Beiðni um lóð fyrir Fiskmarkaðinn á Hólmavík. Borist hefur erindi frá Fiskmarkaðnum á Hólmavík dags. 23. júní 2009 þar sem falast er eftir lóð undir nýtt 280 m2 hús bak við Vélsmiðjuna Vík. Nefndin samþykkir lóðaúthlutunina en eftir er að gera uppfyllingu til að hægt verði að afhenda lóðina. Már Ólafsson vék af fundi meðan á afgreiðslu málsins stóð.
  • 3. Teikningar af bústað við Borgabraut 31 ásamt afstöðumynd. Borist hafa teikningar af bústað sem reisa á við Borgabraut 31. Nefndin samþykkir teikningarnar fyrir sitt leyti en skila þarf lagnateikningum, skráningartöflu og upplýsingum um burðavirki.
  • 4. Teikningar af bústað og staðfesting úthlutunar við Borgabraut 35 ásamt afstöðumynd. Borist hafa teikningar af bústað sem reisa á við Borgabraut 35 en Jón Ólafsson hefur sótt um þá lóð eftir að hafa verið vísað á hana í stað lóðar í Brunngötu. Nefndin samþykkir úthlutunina og teikningar en skila þarf lagnateikningum og skráningartöflu. Már Ólafsson vék af fundi meðan á afgreiðslu málsins stóð.
  • 5. Önnur mál. Borist hefur erindi frá Guðmundi Björnssyni og Haraldi Guðmundssyni um leyfi til að setja niður bústað, sem stóð í landi Grænaness, niður við Tjaldhól í landi Stakkaness. Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti leyfið til að setja húsið niður í landi Stakkaness en skila þarf inn afstöðumynd. Þá hefur borist erindi frá Þórólfi Guðjónssyni þar sem sótt er um að einangra og klæða með alusink húsið að Innra-Ósi ásamt því að gera hurð á vesturgafl hússins og steypa þar pall. Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti framkvæmdina. Þórólfur Guðjónsson vék af fundi á meðan á afgreiðslu málsins stóð. Þá samþykkir nefndin að spennistöð við Borgabraut verði sett við enda lóðar nr. 31 í stað þess að hún verði sett við hlið lóðar nr. 25. Þá var rætt um fyrirhugaða tiltekt í Skothúsvík og víðar í Strandabyggð og til hvaða ráðstafana væri hægt að grípa til svo hreinsun geti átt sér stað.

 

Fleira ekki tekið fyir, fundargerð lesin upp og hún samþykkt.  Fundi slitið kl. 19:10.

 

 

Jóhann L. Jónsson   (sign)         Snorri Jónsson   (sign)      Már Ólafsson   (sign)

 

 

Þórólfur Guðjónsson    (sign)       Einar Indriðason   (sign)    Ásdís Leifsdóttir    (sign)

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón