A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Byggingar-, umferđar- og skipulagsnefnd - 21. mars 2011

Fundur var haldinn í Byggingar-, umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar mánudaginn 21. mars. 2011 kl. 16:00 á skrifstofu sveitarfélagsins að Höfðagötu 3. Mættir voru: Hafdís Sturlaugsdóttir, Valgeir Örn Kristjánsson, Sigurður Marinó Þorvaldsson, Einar Indriðason slökkviliðsstjóri og Ingibjörg Emilsdóttir sem ritaði fundargerð. Einnig sat fundinn Gísli Gunnlaugsson.

 

Á dagskrá var eftirfarandi:

 

1. Byggingarfulltrúi, Gísli Gunnlaugsson, fer yfir ný mannvirkjalög

2. Umsókn um að breyta útliti á gluggum í Húsvík, erindi dags. 14. mars 2011

3. Önnur mál

 

Þá var gengið til dagskrár.

 

1. Byggingarfulltrúi, Gísli Gunnlaugsson, fer yfir ný mannvirkjalög

Gísli fór yfir ný mannvirkjalög með nefndinni. Helsta breytingin er sú að ekki er nauðsynlegt að hafa byggingarnefnd í sveitarfélaginu. Nefndin vill bóka það að byggingarfulltrúa sé gefin heimild til að gefa út byggingarleyfi á minni mál sem ekki þurfa sérstaka umfjöllun og séu í samræmi við gildandi skipulag.

 

2. Umsókn um að breyta útliti á gluggum í Húsvík, erindi dags. 14. mars 2011


Hafdís vék af fundi. Erindi samþykkt. Hafdís kom aftur á fundinn.

 

3. Önnur mál


a. Erindi barst frá húsfélaginu að Víkurtúni 1-11 vegna klæðningu gafla á raðhúsinu. Nefndin vill benda eigendum á að hægt er að brjóta klæðninguna upp með skillistum t.d. við risið. Að öðru leiti er erindið samþykkt.


b. Erindi varðandi lóð fyrir stöðvarhús Orkubús Vestfjarða inn á landi sem tilheyrir Háafelli á Nauteyri. Meirihluti nefndarinnar vill að landið verði ekki tekið undan leigusamningi við Háafell. Orkubúinu er hins vegar bent á landið við lóðarmörkin sunnan við lóð Háafells ef þeir hafa hug á að byggja stærra stöðvarhús.


c. Erindi varðandi lóðaskiptingu á Skeiði. Lóð undir Skeiði 1 er rétt af og aðlöguð að núverandi landfyllingu og lóðarmörk undir Skeiði 3 er staðfest.


d. Kynning varðandi lóð undir Víðidalsá.


e. Erindi frá Sævari Benediktssyni varðandi lóð við sumarbústaðinn Brekkusel. Máli frestað til næsta fundar. Jafnframt er óskað eftir skýringum umsækjanda á hvaða frekari framkvæmdir hann hefur í huga á svæðinu.


f. Erindi varðandi breytingu á skráningu eignarinnar að Höfðagötu 1 úr einbýlishúsi í gistihús. Breyting á skráningu eignarinnar á Arngerðareyri úr geymslu í einbýlishús. Lagt fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert fundi slitið kl. 18:16

 

Valgeir Örn Kristjánsson (sign)

Sigurður Marinó Þorvaldsson (sign)

Ingibjörg Emilsdóttir (sign)

Hafdís Sturlaugsdóttir (sign)
 

Einar Indriðason og Gísli Gunnlaugsson sátu einnig fundinn. 

ATH: Fundargerðin var tekin fyrir á fundi sveitarstjórnar 23. mars 2011.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón