A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefnd - 15. maí 2008

Fundur haldinn í Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefnd Strandabyggðar fimmtudaginn 15. maí 2008 kl. 17:00 á skrifstofu sveitarfélagsins. Mættir voru Jóhann L. Jónsson formaður, Ingibjörg Emilsdóttir, Hannes Leifsson og Þórólfur Guðjónsson. Einnig sátu fundinn Einar Indriðason slökkviliðsstjóri og Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri.

Eftirfarandi dagskrá lá fyrir fundinum:


1. Beiðni frá Jóhanni Á. Gunnarssyni og Guðrúnu Guðfinnsdóttur um byggingu sólpalls og nýs glugga að Borgabraut 13.
2. Beiðni frá Jóni Vilhjálmssyni og Svanhildi Jónsdóttur um setningu geymsluskúrs að Hafnarbraut 21.
3. Beiðni frá Brynju, Indriða Rúnari og Elvari Þór Þorsteinsbörnum um þrjár lóðir í landi Víðidalsár undir hjólhýsi.
4. Beiðni frá Golfklúbbi Hólmavíkur um leyfi til að byggja 25 m2 timburhús sem aðstöðu fyrir þá og Ungmannafélagið Geislann.
5. Beiðni frá Salbjörgu Engilbertsdóttur og Sverri Guðbrandssyni um byggingu sólpalls og skjólveggs við Víkurtún 2.
6. Beiðni frá Hannesi Leifssyni um byggingu sólpalls og skjólveggs að Borgabraut 9.
7. Önnur mál.


Þá var gengið til dagskrár:


1. Beiðni frá Jóhanni Á. Gunnarssyni og Guðrúnu Guðfinnsdóttur um byggingu sólpalls og nýs glugga að Borgabraut 13. 
Erindið er samþykkt samhljóða.


2. Beiðni frá Jóni Vilhjálmssyni og Svanhildi Jónsdóttur um setningu geymsluskúrs að Hafnarbraut 21.
 
Vilja Jón og Svanhildur fá leyfi til að setja kassa af sendibíl, sem sett yrði ris á í stíl við húsið og málaður í sama lit, til að geyma tæki s.s. snjósleða. Nefndin hafnar erindinu þar sem hún telur það afar fordæmisgefandi að veita leyfi til að setja niður slík hús. Hins vegar bendir nefndin á að hægt sé að fá lóð í Skothúsvík undir geymslur eða gáma.


3. Beiðni frá Brynju, Indriða Rúnari og Elvari Þór Þorsteinsbörnum um þrjár lóðir í landi Víðidalsár undir hjólhýsi.
Nefndin hafnar erindinu að svo stöddu þar sem verið er að gera aðalskipulag fyrir Strandabyggð en áætlað er að þeirri vinnu ljúki í árslok 2009.


4. Beiðni frá Golfklúbbi Hólmavíkur um leyfi til að byggja 25 m2 timburhús sem aðstöðu fyrir þá og Ungmannafélagið Geislann. 
Nefndin samþykkir erindið samhljóða með fyrirvara um að skilað verði inn teikningum, skráningartöflu og betri afstöðumynd er sýnir fyrirhugaða staðsetningu hússins. Jóhann L. Jónsson og Þórólfur Guðjónsson viku af fundi meðan á afgreiðslu erindisins stóð.


5. Beiðni frá Salbjörgu Engilbertsdóttur og Sverri Guðbrandssyni um byggingu sólpalls og skjólveggs við Víkurtún 2. 
Erindið er samþykkt samhljóða.


6. Beiðni frá Hannesi Leifssyni og Önnu Guðlaugsdóttur um byggingu sólpalls og skjólveggs að Borgabraut 9. 
Erindið er samþykkt samhljóða. Hannes Leifsson vék af fundi meðan á afgreiðslu erindisins stóð.


7. Önnur mál. 

A) Erindi frá Ásdísi Jónsdóttur um að Höfðagötu verði lokað þar sem steypta gatan endar þar sem mikill hraðakstur eigi sér stað á malarveginum. Einnig vill hún láta flytja ruslagáminn sem stendur fyrir neðan húsið að Höfðagötu 2. Nefndin samþykkti samhljóða að benda Ásdísi á sem og öllum þeim er vitni verða af hraðakstri, að taka niður númer og hafa samband við lögregluna svo hún geti brugðist við slíkum akstri. Þá mun verða tekin til skoðunar ný staðsetning á umræddum ruslagám. 

B)  Formaður fer þess á leit að samband verði haft við eigendur hússins að Lækjartúni 23 til að tryggja frágang á kanti vegna byggingu vinnuskúrs en mold hefur verið ausið niður kantinn í átt að læk. Er sveitarstjóra falið að senda eigendum bréf. 

C)  Formaður vill að gengið verði endanlega frá lóð Olíudreifingar og öll ummerki fjarlægð en búið er að rífa olíutankana að mestu leyti. Eftir er að fjarlægja lagnir og skipta um jarðveg og sá síðan í svæðið eða tyrfa og er gerð sú krafa að þeirri vinnu verði lokið fyrir 15. júní nk. 

D) Gerð er athugasemd varðandi kartöflugarð sem staðsettur er út á Skeiði en þar hefur einhver tekið sér land án leyfis. Sveitarstjóra er falið að kanna málið. 

E) Sveitarstjóra er falið að tryggja lóð fyrir Olíudreifingu í samvinnu við þá, undir olíutank sem nú er staðsettur við áhaldahús.  

F) Setja þarf upp merki við gangstíg við enda Vitabrautar sem bannar öll vélknúin ökutæki á gangstígnum. 

G) Beina þarf til Mótorkrossfélags Geislans að hafa einhver tímamörk á umferð í brautinni sem verið er að útbúa. 

H) Ýta þarf á eftir niðurrifi á vatnstanki fyrir ofan skólann þar sem hann er orðinn mjög hættulegur og hefur mikið fokið af honum í vetur. 

I) Nefndin leggur til við sveitarstjórn að Taflhúsið verði rifið hið fyrsta.


Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og hún samþykkt.  Fundi slitið kl. 19:15.

Jóhann Lárus Jónsson          
Þórólfur Guðjónsson             
Hannes Leifsson          
Ingibjörg Emilsdóttir                
Einar Indriðason                
Ásdís Leifsdóttir                   

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón