A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Byggingar-, umferđar- og skipulagsnefnd - 15. des. 2008

 

Mánudaginn 15. desember 2008 var haldinn fundur í byggingar-, umferðar- og skipulagsnefnd Strandabyggðar.  Fundurinn var haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins og hófst hann kl.17:00.  Mætt voru Ingibjörg Emilsdóttir, Þórólfur Guðjónsson og Haraldur V.A. Jónsson varamaður.  Einnig sat fundinn Einar Indriðason slökkviliðsstjóri og Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri.  Fyrir fundinum lá eftirfarandi dagskrá.

 

 

  • 1. Umsókn frá Orkubúi Vestfjarða um stöðuleyfi fyrir gám á Nauteyri.
  • 2. Umsókn frá Orkubúi Vestfjarða um leyfi til að setja niður rofahús við Stakkanes.
  • 3. Önnur mál.

 

 

Þá var gengið til dagskrár.

 

  • 1. Umsókn frá Orkubúi Vestfjarða um stöðuleyfi fyrir gám á Nauteyri. Nefndin samþykkir samhljóða erindið.
  • 2. Umsókn frá Orkubúi Vestfjarða um leyfi til að setja niður rofahús við Stakkanes. Nefndin samþykkir samhljóða erindið.
  • 3. Önnur mál: Borist hefur erindi frá Mótorkross félagi Geislans þar sem sótt er um stækkun brautarsvæðis Skeljavíkurbrautar. Samþykkt var að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar.

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og hún samþykkt og fundi slitið kl.17:35.

 

 

 

 

 

Ingibjörg Emilsdóttir                    Þórólfur Guðjónsson                Haraldur V.A. Jónsson

      (sign)                                                (sign)                                       (sign)

 

 

Einar Indriðason                           Ásdís Leifsdóttir

      (sign)                                                (sign)                               

 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón