A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Byggingar-, umferđar- og skipulagsnefnd - 14. apríl 2010

 

Miðvikudaginn 14. apríl 2010 var haldinn fundur í byggingar-, umferðar- og skipulagsnefnd Strandabyggðar.  Fundurinn var haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins og hófst hann kl.17:00.  Mættir voru Jóhann L. Jónsson, Snorri Jónsson, Hannes Leifsson og Þórólfur Guðjónsson.

 

Fyrir fundinum lá eftirfarandi dagskrá.

 

  • 1. Beiðni um að fjarlægja skorstein að Hafnarbraut 20.
  • 2. Umsókn um byggingaleyfi til að reisa nýtt íbúðarhús að Gröf í Bitrufirði.
  • 3. Önnur mál.

 

Þá var gengið til dagskrár.

 

  • 1. Beiðni um að fjarlægja skorstein að Hafnarbraut 20. Borist hefur beiðni frá eigendum Hafnarbrautar 20 um að fjarlægja skorstein þegar skipt verður um járn á þaki hússins. Samþykkt var samhljóða að verða við erindinu.
  • 2. Umsókn um byggingarleyfi til að reisa nýtt íbúðarhús að Gröf í Bitrufirði. Borist hefur umsókn um byggingarleyfi til að reisa nýtt íbúðarhús að Gröf í Bitrufirði. Samþykkt var samhljóða að verða við erindinu.
  • 3. Önnur mál. a) Samþykkt var að settur yrði upp ljósastaur á Hvolsmýrarbraut. b) Rætt var um fyrirhugað geymslusvæði í Skothúsvíkinni en talið er afar mikilvægt af bygginganefnd að svæðið verði vel skipulagt og allur frágangur góður. c) Rætt var um hvort möguleiki sé á að lækka hámarkshraða beggja vegna Hólmavíkur en gera má ráð fyrir talsvert meiri umferð með tilkomu Arnkötludalsvegar. Þar sem mikið er um gangandi vegfarendur þykir það bjóða hættunni heim að þarna sé ekið á 90 km. hraða. d) Þórður Sverrisson kom á fund nefndarinnar og kynnti mögulega efnistöku í nágrenni Hólmavíkur. Einnig var lagður fram hugsanlegur flutningskostnaður miðað við þau svæðið sem Þórður benti á. Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð send fundarmönnum og hún samþykkt. Fundi slitið kl. 18:30.

 

 

 Jóhann L. Jónsson   (sign)                  Snorri Jónsson  (sign)              Hannes Leifsson   (sign) 

 Þórólfur Guðjónsson  (sign)

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón