A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefnd - 11. júní 2008

Miðvikudaginn 11. júní  var haldinn fundur í Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefnd Strandabyggðar á skrifstofu sveitarfélagsins og hófst hann kl.17:00. Mætt voru Jóhann L. Jónsson, Ingibjörg Emilsdóttir, Snorri Jónsson og Hannes Leifsson. Einnig sátu fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri og Einar Indriðason slökkviliðsstjóri. Fyrir fundinum lá eftirfarandi dagskrá.

1. Beiðni frá Mílu ehf. um heimild til uppsetningu fjarskiptamasturs í landi Kollafjarðarness. 
2. Umsókn frá Selhaus ehf. um stækkun sumarhúss að Kirkjubóli í Staðardal.
3. Umsókn um byggingarleyfi frá Viðari Guðmundssyni og  Barböru Guðbjartsdóttur.
4. Undirskriftarlisti varðandi lokunar á Vitabrekku.
5. Samþykkt um gatnagerðargjald í þéttbýli Hólmavíkur.
6. Önnur mál.

Þá var gengið til dagskrár.

1. Beiðni frá Mílu ehf. um heimild til uppsetningu fjarskiptamasturs í landi Kollafjarðarness. 
Borist hefur erindi frá Mílu ehf. um heimild til að setja upp fjarskiptamastur í landi Kollafjarðarness svo koma megi m.a. upp loftnetum fyrir farsímakerfi. Erindið var samþykkt samhljóða.

2. Umsókn frá Selhaus ehf. um stækkun sumarhúss að Kirkjubóli í Staðardal. 
Borist hefur erindi frá Selhaus ehf. um leyfi til að stækka sumarhús í landi Kirkjubóls í Staðardal ásamt teikningu og skráningartöflu. Samþykkt var að verða við erindinu með fyrirvara um að send verði teikning af rýmingarleið af svefnlofti.

3. Umsókn um byggingarleyfi frá Viðari Guðmundssyni og  Barböru Guðbjartsdóttur. 
Borist hefur umsókn um leyfi til að byggja nýtt íbúðarhús á jörðinni Miðhúsum ásamt teikningum. Samþykkt var að verða við erindinu með fyrirvara um að send verði inn skráningartafla.

4. Undirskriftarlisti varðandi lokunar á Vitabrekku. 
Borist hefur undirskriftalisti þar sem farið er fram á lokun brekkunnar yfir sumartímann til að auka öryggi barna í hverfinu. Tillaga var borin upp um að loka brekkunni frá 1. júní til 31. ágúst ár hvert og greiddu tveir atkvæði með tillögunni, einn á móti og einn sat hjá. Telst tillagan samþykkt.

5. Samþykkt um gatnagerðargjald í þéttbýli Hólmavíkur. 
Lögð er fram tillaga að samþykkt um gatnagerðargjald í þéttbýli Hólmavíkur. Samþykkt var að fresta samþykktinni til næsta fundar.

6. Önnur mál. 
Samþykkt var að fela sveitarstjóra að falast eftir nýju deiliskipulagi fyrir húsnæðið að Fiskislóð sem er í eigu Sævars Benediktssonar. 

Þá eru enn eftir áburðapokar á bryggjunni og fer nefndin þess á leit að þeir verði fjarlægðir fyrir vikulokin. 

Þá var samþykkt að senda bréf til Ágústs Guðjónssonar og krefjast þess að hann fjarlægi allt af lóðinni við flugvöllinn sem tilheyri ekki steypuvinnslu. 

Einnig samþykkt að senda hlutaðeigandi aðilum á Skeiði bréf og krefjast þess að þeir taki til hjá sér og haldi sér innan lóðarmarka. 

Þá var rætt um hvar sé hægt að leggja stórum bifreiðum á þar til merktum svæðum og var mikil umræða hvort hægt væri að koma slíkum stæðum við vigtina. Starfsmönnum áhaldahúss falið að búa til stæði í samræmi við umræður.

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og hún samþykkt og fundi slitið kl. 19:10.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón