A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Landbúnađarnefnd - 11. ágúst 2008

Fundur haldinn í Landbúnaðarnefnd mánudaginn 11. ágúst 2008 á skrifstofu sveitarfélagsins og hófst hann kl. 17:00.  Mættir voru fundarmennirnir Sverrir Guðbrandsson, Magnús Sveinsson, Jón Stefánsson, Marta Sigvaldadóttir og Haraldur V.A. Jónsson varamaður.  Einnig sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.  Dagskrá fundarins var eftirfarandi:
 
1. Fjallskil haustið 2008.
2. Önnur mál.
 
Þá var gengið til dagskrár.
 
1. Fjallskil haustið 2008. 
Farið var yfir leitarseðil síðasta árs og gerðar breytingar á dagsetningum ásamt leiðréttingum á leitarsvæðum.

2. Önnur mál. 
Á fundi í Sævangi sem haldinn var 12. júlí s.l. vegna sauðfjárveikivarna kom tillaga um að setja saman ráðgjafanefnd um sauðfjárveikivarnir og að Strandabyggð hefði frumkvæði við stofnun nefndarinnar.  Kom tillaga um að þrír verði tilnefndir í nefndina fyrir Strandabyggð, tveir frá Reykhólahreppi, einn frá Kaldrananeshreppi og einn frá Árneshreppi.  Gerð er tillaga um að fulltrúar Strandabyggðar verði:  Marta Sigvaldadóttir, Magnús Sveinsson og Jón Stefánsson.  Þá er sveitarstjóra Strandabyggðar falið að skrifa hinum sveitarfélögunum til að kanna hvort vilji sé fyrir hendi að sameinast um slíka nefnd.
 
Fundargerð lesin upp og hún samþykkt.   Fundi slitið kl. 18.25.             
 
Magnús Sveinsson                     Sverrir Guðbrandsson                       Marta Sigvaldadóttir              
      (sign)                                           (sign)                                                 (sign)   
 
Jón Stefánsson             Haraldur V.A. Jónsson             Ásdís Leifsdóttir        
      (sign)                                           (sign)                                                 (sign)

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón