A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Atvinnumálanefnd - 27. maí 2008

Fundur haldinn í Atvinnumálanefnd Strandabyggðar þriðjudaginn 27. maí 2008 kl. 17:00 á skrifstofu sveitarfélagsins. Ásta Þórisdóttir setti fundinn og stjórnaði honum en aðrir fundarmenn voru Lára G. Agnarsdóttir (ritari), Þorsteinn Sigfússon og Eysteinn Gunnarsson. Einnig sat fundinn Ásdís Leifsdóttir. 

Eftirfarandi dagskrá lá fyrir fundinum:


1. Staða atvinnumála
2. Erindi frá Elísabetu Pálsdóttir
3. Önnur mál

Þá var gengið til dagskrár.


1. Staða atvinnumála
Rætt var atvinnuástand Strandabyggðar og komu upp spurningar hvort að erfiðara væri að ráða í sumarstörf þetta sumarið eða hvort að sumarstörfum hefði fjölgað. Einnig var rætt um stöðu atvinnumála almennt og hefur Atvinnumálanefnd áhyggjur af að engin hafi sótt um störf við leikskólann.


2. Erindi frá Elísabetu Pálsdóttur
Tekið var fyrir erindi frá Elísabetu Pálsdóttur varðandi byggingu gistihúsa við Fiskislóð. Atvinnumálanefnd styður eindregið þessa hugmynd þar sem þessi hús myndu verða atvinnuskapandi og væri mjög góð viðbót við ferðamannaþjónustuna. Þessi hús myndi hýsa ferðamenn sem kæmu til að stunda sjóstangaveiðar.
Vonast nefndin að þessi framkvæmd komist á og að sátt náist um framkvæmdina. Nefndin skorar á sveitastjórn að vinna að framgangi málsins sem fyrst.


3. Önnur mál
Atvinnumálanefnd lýsir ánægju sinni yfir opnuna Þróunarseturs á Hólmavík.


Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og hún samþykkt. Fundi slitið kl. 18:15.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón