A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Atvinnumála- og hafnarnefnd - 16. mars 2011

Fundur haldinn í Atvinnumála- og hafnarnefnd Strandabyggðar miðvikudaginn 16. mars 2011  kl. 17:00 á skrifstofu Strandabyggðar. Elfa Björk Bragadóttir formaður setti fundinn. Auk hennar voru mættir Matthías Lýðsson og Jón Eðvald Halldórsson. Ingibjörg Valgeirsdóttir hafnarstjóri og Sigurður Marinó Þorvaldsson hafnarvörður sátu við umræðu fyrsta liðar fundarins. Eftirfarandi dagskrá lá fyrir fundinum:

 
1. Fyrirhugaðar framkvæmdir við Hólmavíkurhöfn
2. Jafnréttisáætlun Strandabyggðar
3. Skýrsla iðnaðarráðuneytisins um orkuöryggi á Vestfjörðum
4. Önnur mál

 

Þá var gengið til dagskrár:


1. Fyrirhugaðar framkvæmdir við Hólmavíkurhöfn

Ingibjörg sveitarstjóri og Sigurður Marinó hafnarvörður hafa undanfarna mánuði reynt að fá framkvæmdum við Hólmavíkurhöfn flýtt. Borist hefur tilboð í stálþil sem notuð var við byggingu tónlistarhússins Hörpu, og nýtast stálþilin ekki lengur þar. Um mjög hagstæð kjör eru að ræða í samanburði við fjárfestingu í nýju stálþili að mati Siglingamálastofnunar. Samþykkt hefur verið í sveitarstjórn að festa kaup á umræddri stálþekju en ekkert hefur verið ákveðið hvenær hafist verði handa við framkvæmdir. Um er að ræða 169 tonn af stálþilsplötum og heildarverð á þeim um 13,7 milljónir króna með virðisaukaskatti. Þar af er heimahlutur um 4,4 milljónir króna.
Atvinnu- og hafnarmálanefnd fagnar frumkvæði sveitarstjórnar að ganga frá kaupum á stálþilsplötum á skömmum tíma og styður framkvæmdina.

2. Jafnréttisáætlun Strandabyggðar

Ingibjörg og Sigurður Marinó viku af fundi.

Atvinnu- og hafnarmálanefnd hefur frá 1. janúar 2011 sinnt verkefnum jafnréttisnefndar samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar. Nefndin hefur útbúið og samþykkt drög að jafnréttisáætlun fyrir sveitarfélagið Strandabyggð og vísar þeirri áætlun til afgreiðslu hjá sveitarstjórn.

3. Skýrsla iðnaðarráðuneytisins um orkuöryggi á Vestfjörðum

Skýrslan lögð fram til kynningar.

4. Önnur mál

Engin atriði falla undir liðinn önnur mál.

 

Ekki voru tekin fyrir fleiri mál. Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl.18:00

 

Elfa Björk Bragadóttir (sign)

Jón Eðvald Halldórsson (sign)

Matthías S. Lýðsson (sign)

Sigurður Marinó Þorvaldsson (sign)

ATH: Fundargerðin var tekin fyrir á fundi sveitarstjórnar 23. mars 2011.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón