A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd, 10. október 2022

Atvinnu- dreifbýlis- og hafnarnefnd

Fundur mánudaginn 10. október 2022 kl. 17.00, í kaffistofu skrifstofu sveitarfélagsins, Hafnarbraut 25.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 

 1. Hótelbygging á Hólmavík – kynning á stöðu verkefnisins
 2. Haustfundur um atvinnumál
 3. Endurskoðun á vinnusvæði á Tanganum
 4. Staða landbúnaðar í Strandabyggð
 5. Endurskoðun á reglum um refa- og minkaveiði í Strandabyggð
 6. Önnur mál

 

Fundur settur kl 17.06 og gengið til dagskrár.  Engar athugasemdir við fundarboðun.  Eftirtaldir sátu fundinn: Marta Sigvaldadóttir (varamaður fyrir Óskar Hafstein Halldórsson), Henrike Stuehff, Björk Ingvarsdóttir, Þórður Halldórsson og Þorgeir Pálsson sem ritaði fundargerð.

 

Umræða:

 

 1. Hótelbygging á Hólmavík – kynning á stöðu verkefnisins

Formaður sagði frá fyrirhuguðum fundi 21.10 n.k. með forsvarsmönnum um hótelbyggingu á Jakobínutúni á Hólmavík.  Rætt var um staðsetningu, aðgengi, bílastæðamál ofl. Einnig hvaða áhrif þessi rekstur hefði hugsanlega á starfsemi stofnanna, félagsheimilis ofl. og hvaða áhrif það hefði fyrir samfélagið að ráðstafa lóðinni undir hótel.  Mikilvægt að ræða húsnæðismál samhliða, mönnun, launamál ofl, samhliða þessari uppbyggingu.

 

 1. Haustfundur um atvinnumál

Búið er að ræða við formann samtaka atvinnurekenda á Ströndum, sem er áhugasamur um aðkomu að þessum haustfund.  Verður Björk Ingvarsdóttir áfram í samskiptum við félagið.  Rætt var um fyrirkomulag svona fundar, tímaramma og áherslur.  Rætt var um möguleika á aukinni matvælaframleiðslu í ljósi umræðu um matvælaöryggi vegna stríðsreksturs í Evrópu og hvort sú umræða ætti erindi á svona haustfund (sjá einnig umræðu við lið 4). Rætt um möguleika á aukinni eða eflingu matvælaframleiðslu á svæðinu, leyfisveitingar eða lagabreytingar opinberra aðila ofl í þeim dúr. Rætt um möguleika á að nýta eldhús félagsheimilisins í því sambandi. Samþykkt að vinna áfram að slíkum fundi, þó svo tímasetning sé ekki ákveðin.

 

 1. Endurskoðun á vinnusvæði á Tanganum

Rætt um að halda fund með hlutaðeigandi og formanni falið að boða til slíks fundar.  Rætt skyldur hlutaðeigandi sem og sveitarfélagsins.

 

 1. Staða landbúnaðar í Strandabyggð

Rætt um tengingu við haustfund (sjá lið 2) og samþykkt að móta tillögur að slíkum fundi.  Rætt um það hvernig mætti fylgja eftir ályktunum sveitarstjórnar og m.a. Fjórðungsþings um stöðu landbúnaðar í landinu.  Mikilvægt að umræðan nái til alls atvinnulífs, en einskorðist ekki við landbúnað einan og sér.

 

 1. Endurskoðun á reglum um refa- og minkaveiði í Strandabyggð

Rætt var um greiðslur sveitarfélagsins og viðmiðunargjald Umhverfisstofnunar.  Þótti fundarmönnum þessar greiðslur of lágar og viðmið óraunhæf.  Fram kom það sjónarmið að allir ættu að fá greitt fyrir veiddan mink.  Einnig kom fram það sjónarmið, að ef Strandabyggð ætlar sér að taka þátt í þessum veiðum og fá til þess veiðimenn, þurfi að endurskoða þessa gjaldskrá.  Formanni falið að leggja til við sveitarstjórn, að endurskoða þessa gjaldskrá í tengslum við fjárhagsáætlanagerð sem er framundan.

 

 1. Önnur mál
  1. Fram kom hugmynd um að beita kindum á opin svæði og t.d. á lúpinu innan Strandabyggðar. 

 

Fleira ekki rætt, fundargerð lesin og staðfest. Fundi slitið kl: 18:50.

 

  

Strandabyggð 10. október 2022

Þorgeir Pálsson, Oddviti, formaður ADH nefndar.

 

 

 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón