A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Atvinnu- dreifbýlis- og hafnarnefnd - 15. júní 2016

Fundur var haldinn í Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd Strandabyggðar miðvikudaginn 15. júní 2016, kl. 17:00, í Sævangi Strandabyggð.

 

Mættir: Haraldur V. A. Jónsson, Guðrún Elínborg Þorvaldsdóttir, Bryndís Sveinsdóttir, og Sverrir Guðmundsson. Jóhann L. Jónsson mætti ekki til fundar og ekki tókst að boða varamann í hans stað. Andrea K. Jónsdóttir ritaði fundargerð.

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 1. Undirbúningur fyrir fund með bændum vegna nýrrar Kirkjubólsréttar
 2. Önnur mál

Þá var gengið til dagskrár:

 1. Undirbúningur fyrir fund með bændum vegna nýrrar Kirkjubólsréttar

  a) Haraldur lagði fram drög að teikningu að nýrri Kirkjubólsrétt sem unnin er útfrá teikningu af nýrri rétt í Þingvallasveit, Heiðarbæjarrétt.

  Nefndin samþykkir að leggja teikningadrögin fyrir boðaðan fund með bændum kl. 17.

  b) Fjallskilaseðill 2016. Ákveðið að óska eftir athugasemdum frá bændum um fyrirkomulag fjallskilaseðils frá fyrra ári ef gera á breytingar fyrir leitir 2016.

 2. Önnur mál

  a) Sverrir Guðmundsson er með hugmynd um breytingu á olíu/tankstæði í Hólmavíkurhöfn og nefnir t.d. hvernig aðstaðan er á Patreksfirði. Þar eru flotprammar sem fylgja sjávarföllum sem gæti hentað vel fyrir alla báta. Einnig mætti færa tankstæðið á annan stað þar sem núverandi stæði er gott legustæði fyrir smábáta. Óskað er eftir því að þetta verði athugað og bragarbót gerð.

  b) Sverrir talar um að höfnin sé að fyllast af sandi og bátar geti og hafa lent í vanddræðum á fjöru. Óskað er eftir því að þetta verði athugað og bragarbót gerð.

Fundi slitið kl. 16.47

 

 

Fundur með bændum í Sævangi kl. 17

 

Mættir á fundinn auk ADH nefndar eru: Guðjón á Heydalsá, Guðbrandur á Smáhömrum, Matthías í Húsavík, Birkir og Sigga Drífa í Tröllatungu, Reynir í Miðdalsgröf, Unnsteinn á Klúku og Ragnar á Heydalsá

 

Haraldur setur fund og býður alla velkomna.

 

Haraldur leggur fyrir fundinn teikningu af nýrri rétt sem er við Heiðarbæ í Þingvallasveit, uppdrætti að núverandi Kirkjubólsrétt og jafnframt drögum að nýrri Kirkjubólsrétt sem unnin er af fyrrnefndri teikningu. Óskar hann eftir því við fundinn að bændur geri athugasemdir við framlagðar teikningar. Teikningar eru skoðaðar og ræddar og nokkur samhljómur um réttarteikninguna og samþykkt að leggja til við sveitarstjórn að farið verði í byggingu nýrrar Kirkjubólsréttar í útfærslu teikningar frá Haraldi.

 

Undir önnur mál leggur Haraldur til að fjallskil 2016 verði rædd. Óskar hann eftir athugasemdum frá bændum ef breyta á tilhögun fjallskilaseðils. Samkomulag er meðal bænda í Tungusveit um að dreifa mannskap betur á stór mannfrek svæði. Lagt er til að drög að fjallskilaseðli verði unnin og send á bændur til yfirferðar fyrir lok júlí þannig að færi gefist til athugasemda áður en lokaútgáfa fer fyrir sveitarstjórn.

 

Fundi slitið kl.  18:20

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón