A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd - 13. ágúst 2012

Fundur var haldinn í Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd Strandabyggðar mánudaginn 13. ágúst 2012. Á fundinn voru mætt Jón Jónsson formaður sem ritaði fundargerð, Árný Huld Haraldsdóttir, Rúna Stína Ásgrímsdóttir og Matthías Lýðsson. Á dagskrá voru eftirfarandi mál:


1. Fjallskilaseðill 2012
Farið yfir drög að fjallskilaseðli Strandabyggðar fyrir árið 2012 og gerðar breytingar. Fjallskilaseðillinn samþykktur og vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar. Því er beint til sveitarfélagsins og réttarstjóra að gerðar verði nauðsynlegar lagfæringar á réttum og réttargirðingum fyrir réttir.


2. Umræða um samþykkt um búfjárhald í Strandabyggð
Rætt um hvort þörf sé á að setja samþykkt um búfjárhald í sveitarfélaginu. Niðurstaða nefndarinnar er að vinna undirbúningsvinnu fyrir slíka samþykkt.


3. Minkaveiðar, erindi frá Jóni Gísla Jónssyni
Matthías Lýðsson víkur af fundi. Lagt fram minnisblað frá Jóni Gísla Jónssyni um minkaveiðar í gildrur í Strandabyggð og beiðni fyrirtækisins Vasks á Bakka um samning við sveitarfélagið um slíkar veiðar. Nefndin beinir því til sveitarstjórnar að taka stefnumótandi ákvörðun um fyrirkomulag minkaveiði til framtíðar, með hliðsjón af starfi nefndar um refa- og minkaveiðar sem skilaði niðurstöðu til sveitarfélagsins síðastliðið vor. Matthías kemur til fundar að nýju.


4. Staða hafnarframkvæmda
Framkvæmdum í smábátahöfninni á Hólmavík sem ákveðnar voru á síðasta fundi er lokið. Ný 30 metra flotbryggja hefur verið sett niður og önnur flutt til, þannig að legupláss hefur aukist. Framkvæmdir við lagnir og þekju á hafskipabryggu standa yfir.


5. Önnur mál
a) Nefndin leggur til að send verði inn styrkumsókn til Framkvæmdasjós ferðamannastaða til að undirbúa og hanna gönguleiðir og upplýsingamiðun um sögustaði og minjar á Hólmavík.


Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða. Fundi slitið kl. 18:40.


Jón Jónsson
Árný Huld Haraldsdóttir
Matthías Lýðsson
Rúna Stína Ásgrímsdóttir

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón