A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Kveikt á jólatrénu frá Noregi!

| 06. desember 2010
   

Þriðjudaginn 7. desember fer fram afhending á jólatré frá vinabænum Hole í Noregi. Kveikt verður á jólatrénu við hátíðlega athöfn við Grunn- og Tónskólann á Hólmavík. Barna- og unglingakór Hólmavíkurkirkju mun syngja og flutt verða stutt ávörp.  Athöfnin hefst kl. 18:00 og eru allir íbúar Strandabyggðar hvattir til að mæta.

 

Góðir gestir flytja okkur tréð alla leið frá Noregi, þær Ingeborg Hoy og Sissel Landel Dæhli. Þær koma til Hólmavíkur í dag og dvelja hér þangað til á fimmtudaginn. Þær munu kynna sér líf og starf á Ströndum þessa vikuna og munu m.a. heimsækja félagsstarf eldri borgara, leikskólann Lækjarbrekku, Grunn- og Tónskólann, fara í skoðunarferð í Galdrasafnið og í Strandakúnst auk þess sem þær fara í útsýnisferð um Bjarnafjörð og nágrenni. Sveitarfélagið Strandabyggð sendir íbúum Hole hlýjar þakkir fyrir vinahug á liðnum árum. 

Frábært tækifæri: Leikskólastjóri á Ströndum

| 03. desember 2010

Leikskólinn Lækjarbrekka á Hólmavík auglýsir eftir leikskólastjóra. Í skólanum eru um 30 börn í tveimur deildum og þar dvelja börn frá 1 árs aldri. Einkunnarorð skólans eru: Gleði - Virðing - Vinátta.

 

Meginhluverk leikskólastjóra er að:

# Veita skólanum faglega forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi 
# Stýra og bera ábyrgð á daglegri starfsemi, fjármálum og rekstri skólans
# Bera ábyrgð á stefnumörkun skólans í samstarfi við sveitarstjórn

 

Menntunar- og færnikröfur:
# Leikskólakennaramenntun áskilin
# Menntun, hæfni og reynsla í stjórnun æskileg
# Færni í mannlegum samskiptum

# Áhugi á börnum og samskiptum við þau

# Sjálfstæð vinnubrögð, skipulagshæfileikar, frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi

 

Hólmavík er í 234 km fjarlægð frá Reykjavík og tilheyrir sveitarfélaginu Strandabyggð sem rúmlega 500 manns búa í. Þar er góð þjónusta, öflugur grunn- og tónlistaskóli, fjölbreytt menningarstarf og góð íþrótta- og útivistaraðstaða í einstaklega fallegu umhverfi. Nánar á www.strandabyggd.is og www.123.is/laekjarbrekka.

 

Umsóknarfrestur er til 15. desember næstkomandi. Umsóknir, ásamt ferilskrá og meðmælendum, berist á skrifstofu Strandabyggðar, Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík, netfang: holmavik@holmavik.is, sem einnig gefur nánari upplýsingar í s. 451-3510.

Nýtt starf: Félagsmálastjóri á Ströndum og Reykhólahreppi

| 02. desember 2010
 

Sveitarfélögin Árneshreppur, Kaldrananeshreppur, Strandabyggð og Reykhólahreppur auglýsa nýtt og spennandi starf sameiginlegs félagsmálastjóra laust til umsóknar. Sveitarfélögin  bjóða upp á heillandi mannlíf, einstaka náttúrufegurð og fjölbreytt starfsumhverfi. Um er að ræða 70% starf með möguleikum á viðbótarverkefnum hjá sveitarfélögunum. 


Helsta starfssvið félagsmálastjóra:

  • Almenn fagleg félagsleg ráðgjöf
  • Yfirumsjón með málefnum fatlaðra
  • Móttaka og úrvinnsla á umsóknum um fjárhagsaðstoð
  • Mannaforráð og skipulag félagslegrar heimaþjónustu
  • Forvarnir, fræðsla og samskipti við íbúa í sveitarfélögunum
  • Önnur málefni félagsþjónustu sem upp koma á svæðinu

 

Hæfniskröfur:

  • Félagsráðgjöf, þroskaþjálfun eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla og framhaldsmenntun í stjórnun æskileg
  • Reynsla af starfi við félagsþjónustu, málefni fatlaðra eða sambærilegum störfum mikilvæg
  • Hæfni í mannlegum samskiptum, forystu- og skipulagshæfileikar
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Góð tölvukunnátta
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti

Leitað er eftir einstaklingi sem hefur áræðni og dug til að vera leiðandi í uppbyggingu og þróun á félagsþjónustu á svæðinu. Félagsmálastjóri vinnur náið með nýrri sameiginlegri velferðarnefnd sveitarfélaganna fjögurra.  Starfið krefst ferðalaga um svæðið og þarf félagsmálastjóri að hafa bílpróf og bíl til umráða. Staðsetning meginsstarfsstöðvar félagsþjónustunnar verður ákveðin í samráði við nýjan félagsmálastjóra. 


Umsóknum ásamt ferilskrá skal skilað til:  Skrifstofu Strandabyggðar, Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík.
S: 451-3510. Netfang:
holmavik@holmavik.is  

Umsóknarfrestur er til 12. desember 2010.

Kjörsókn í Strandabyggð

| 30. nóvember 2010

Enn er beðið eftir niðurstöðum úr kosningum til Stjórnlagaþings sem fram fóru s.l. laugardag, 27. nóvember 2010. Kjörsókn var víðast hvar dræm. Í Strandabyggð var kjörsókn 33,5%. Enginn frambjóðandi var í framboði til Stjórnlagaþings úr Strandabyggð.

Tómstundafulltrúi í Strandabyggð

| 26. nóvember 2010

Sveitarfélagið Strandabyggð óskar eftir umsóknum um nýtt starf tómstundafulltrúa í sveitarfélaginu.  Um er að ræða 75-100% starf eftir samkomulagi.

 

Tómstundafulltrúi mun sinna fjölbreyttum og áhugaverðum verkefnum sem tengjast menningarmálum, tómstunda- og íþróttastarfi í sveitarfélaginu og hafa yfirumsjón með þeim málaflokkum.

 

Mikilvægur hluti af verksviði tómstundafulltrúa er að veita Félagsmiðstöðinni OZON á Hólmavík forstöðu, vinna að stefnumörkun fyrir starfsemina og bera ábyrgð á fjármunum félagsmiðstöðvarinnar.

 

Hugmynda-, undirbúnings- og skipulagsvinna verður viðamikill þáttur í starfi tómstundafulltrúa. Hann á að vinna að því að efla félagslíf og tómstundastarf ólíkra aldurshópa í sveitarfélaginu og annast samskipti við félagasamtök og stofnanir. Tómstundafulltrúi mun einnig sinna viðburðastjórnun við atburði og uppákomur á vegum sveitarfélagsins eftir því sem við á og taka þátt í stýrihóp sveitarfélagsins um forvarnir. Þá er tómstundafulltrúa ætlað að vinna að fjármögnun verkefna og undirbúa skapandi starf vinnuskóla og sjálfboðaliðasamtaka í sveitarfélaginu.

 

Hæfnis- og menntunarkröfur:

 

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af stjórnun og rekstri er æskileg
  • Hæfni í mannlegum samskiptum, forystu- og skipulagshæfileikar
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
  • Frumkvæði og hugmyndaauðgi

 

Umsóknum ásamt ferilskrá skal skilað til:

 

Skrifstofu Strandabyggðar, s. 451-3510

Hafnarbraut 19

510 Hólmavík
Netfang: holmavik@holmavik.is

 

Umsóknarfrestur er til 10. desember 2010.

Eldri færslur

Facebook

Vefumsjón