A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Vikan ađ baki

Ţorgeir Pálsson | 15. október 2023

Kæru íbúar Strandabyggðar,

Nokkrar línur um vikuna að baki og upphaf skólaárs.  Vegna veikinda hafa undanfarnar vikur verið hálf undarlegar.  Ég er núna í 50% veikndaleyfi og litast dagarnir auðvitað af því.

En það er sem fyrr nóg að gera, verkefnin skemmtileg og krefjandi.  Vikan byrjaði á eftirfylgni við nýafstaðið Fjórðungsþing, sem ég gerði grein fyrir í pistli í byrjun vikunnar.  Síðan tóku við verkefni sem tengjast endurbótum á Grunnskólanum, sem miðar vel  Nú eru gluggar og hurðir komnar hingað til Hólmavíkur og er það næsti stóri verkþátturinn í ferlinu að skipta um og laga.  Sveitarstjórnarfundur var haldinn í liðinni viku og gerði ég einnig grein fyrir helstu punktum þess fundar í sérstökum pistli.

Upphaf skólaárs

Mig langar að fara nokkrum orðum um upphaf skólaársins þó svo nokkuð sé liðið á það.  Skólaárið hófst frábærlega og fá umskónarkennar og starfsmenn skólans mikið hrós fyrir. Fyrsta vikan fór í útikennslu með mjög fjölbreyttri dagskrá.  Veðrið lék við okkur og krakkarnir voru yfir sig glaðir með þessa byrjun. 

Í byrjun september var samningi okkar við rekstraraðila Café Riis varðandi skólamáltíðir sagt upp af þeirra hálfu og réði þar úrslitum að börnum sem skráðu sig í mat hafði fækkað úr um 40 í um 20.  Fyrir hafði Hólmadrangur lokað með tilheyrandi tekjumissi.  Við stóðum frammi fyrir því að hugsa hratt og finna aðrar lausnir og skólastjóri, skrifstofustjóri og starfsmenn grunnskólans stóðu sig sérlega vel í því ferli.  Fljótlega eftir að samningur okkar við Riis var laus, barst tilboð í rekstur mötuneytis frá fyrirtæki í sveitarfélaginu, en samningar náðust ekki.  Það var því úr að samið var við starfsmenn skólans um að taka að sér mötuneytið og er það nú rekið af sveitarfélaginu.  Hefur nemendum í mötuneytinu fjölgað aftur í kjölfar þessa.

En þetta er ekki eina áskorunin.  Illa hefur gengið að manna nokkrar lykilstöður í tengslum við grunnskólann og má þar nefna stöður tónlistarkennara, deildarstjóra í leikskóla, þroskaþjálfa ofl.  Við munum reyna áfram en því miður bitnar þetta á þjónustuframboði, enda augljóslega ekki hægt að bjóða fram þjónustu ef enginn starfsmaður er til að sinna starfinu.  Við reynum hins vegar áfram eins og hægt er.

En þá aftur að liðinni viku. 

Sterkar Strandir

Ég gerði mér ferð á Sauðárkrók á fimmtudag til að fylgja eftir umsókn sveitarstjórnar um áframhaldandi aðild að verkefninu Brothættar byggðir, sem hjá okkur heitir Sterkar Strandir.   Þar hitti ég m.a. forstjóra Byggðastofnunar, sem og formann og nefndarmann verkefnastjórnar Sterkra Stranda. Við erum sammála um mikilvægi verkefnisins fyrir Strandabyggð og ég geri mér því vonir um að verkefnið verði framlengt.  Einnig ræddi ég hugsanlega úthlutun sértæks byggðakvóta til Strandabyggðar, en það er hluti þeirra verkefna og lausna sem komið hafa upp í umræðunni í kjölfar lokunar Hólmadrangs.  Ég bind vonir við jákvæðan tón og velvilja sem ég fann í okkar garð á þessum fundi, þó svo engin niðurstaða sé komin. 

Hótelbygging

Ég endaði vikuna í Reykjavík á fundi með forsvarmönnum Fasteignaumsýslunar ehf, og ræddum við þróun mála varðandi Hótelbyggingu á Hólmavík.  Unnið er að hönnun hótelsins og eins gerð afstöðumyndar og skipulagsbreytinga sem sýna hvernig allt svæðið í kring um staðsetningu hótelsins, íþróttamiðstöðina, félagsheimilið o.s.fr.v mun þróast.  Við vonumst til að geta sýnt þessar myndir á næstu vikum, hugsanlega í tengslum við íbúaþing Sterkra Stranda sem stefnt er á að halda hér í nóvember, ef stjórn Byggðastofnunr samþykkir umsókn okkar um áframhald verkefnisins.

Að auki er nú verið að undirbúa fjárhagsáætlanagerð, við erum að ræða þróun Félagsþjónustunnar, Velferðarþjónustu Vestfjarða, samgöngumál, sameiningarmál og margt fleira. 

Kveðja

Þorgeir Pálsson

oddviti

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón