A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Stćrri skólabíll keyptur í Strandabyggđ

| 08. mars 2012
Myndir af nýja skólabílnum í Strandabyggđ.
Myndir af nýja skólabílnum í Strandabyggđ.
« 1 af 2 »

Nýr og stærri skólabíll hefur verið keyptur fyrir sveitarfélagið Strandabyggð. Með kaupunum er unnt að þjónusta betur íbúa í dreifbýli Strandabyggðar en akstur leikskólabarna var eitt af brýnustu málunum sem kom fram á opnum íbúafundi um áframhaldandi uppbyggingu í dreifbýli á Ströndum.

Bifreiðin sem er af gerðinni Mercedes Benz er fjórhjóladrifin, árgerð 2000 og ekin 120.000 km. Hún tekur 22 farþega auk bílstjóra- og fararstjórasætis en í núverandi bifreið eru 16 farþegasæti auk bílstjóra- og fararstjórasætis. Lagt verður til að þeir nemendur sem búa fjærst leikskólanum á akstursleiðinni suður Strandir munu hafa forgang í skólabílinn. Nýjar reglur um skólaakstur verða teknar fyrir á fundi sveitarstjórnar þriðjudaginn 13. mars n.k. og verður haft samband við foreldra/forráðamenn nýrra farþega á næstu dögum.

Núverandi skólabifreið af gerðinni M. Benz Sprinter sem auglýst var til sölu í síðustu viku er seld og fara eigendaskipti á báðum bifreiðunum fram um næstu helgi.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

« September 2020 »
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nćstu atburđir

Vefumsjón