A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sjálfbođaliđi óskast til ađ sjá um SEEDS verkefni

| 08. maí 2018

Sveitarfélagið Strandabyggð auglýsir eftir sjálfboðaliðum til að sjá um SEEDS verkefni sumarið 2018. SEEDS eru íslensk frjáls félagasamtök sem taka á móti erlendum sjálfboðaliðum til þess að sinna umhverfis- og menningarmálum í samstarfi við sveitarfélög, samtök og einstaklinga. Frá árinu 2005 hefur SEEDS tekið á móti næstum 8000 manns í verkefni um allt land. Þetta hafa verið um 140 mismunandi verkefni víðsvegar um landið sem tengdust öll umhverfi eða menningu á einn eða annan hátt. Verkefnin voru meðal annars hreinsun strandlengjunnar t.d á Langanesi, Arnarfirði, Reykjanesskagaog Viðey, gróðursetning í Dýrafirði og Bláfjöllum, lagning og viðhaldgöngustíga m.a í Vatnajökulsþjóðgarði, Þórsmörk og Fjarðabyggð, aðstoð við ýmsar hátíðir og menningaratburði víðs vegar um landið, viðhald minja og fornleifa, torfvinna ásamt ýmsu fleiru. SEEDS samtökin voru stofnuð haustið 2005 og hafa SEEDS hópar unnið fjölmörg uppbyggileg verkefni í Strandabyggð í gegnum tíðina. 


Sveitarfélagið Strandabyggð auglýsir eftir áhugasömu og öflugu fólki sem er tilbúið til að taka að sér sjálfboðahóp frá SEEDS í tvær viku sumarið 2018:

- Umsjón með skipulagningu SEEDS verkefnisins í samráði við tómstundafulltrúa
- Umsjón og ábyrgð á sjálfboðaliðahópnum allan þann tíma sem hann dvelur á Ströndum
- Koma með tillögur að verkefnum sem hópurinn getur unnið að í Strandabyggð sumarið 2018
- Annað sem til fellur vegna verkefnisins

Tekið verður á móti umsóknum í netfangið iris@strandabyggd.is eða í síma 846-0281.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón