A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Hreinsunarátak í Strandabyggð!

| 25. maí 2009

 

Fimmtudaginn 28. og föstudaginn 29. maí  mun Strandabyggð standa fyrir hreinsunarátaki með íbúum sveitarfélagsins.  Íbúar Strandabyggðar taki saman höndum við fegrun og snyrtingu þannig að ásýnd sveitarfélagins verði hrein og snyrtileg fyrir sumarið.   Íbúar eru hvattir til að hafa samráð innan sinna hverfa um hvað má fegra og bæta.  Kl. 19:00 á föstudeginum hittast svo allir upp við Félagsheimilið þar sem starfsmenn sveitarfélagsins munu hafa heitt grill til staðar.  Fólk þarf að hafa  með sér mat á grillið, tjaldborð, stóla (ef veður leyfir til að borða úti), drykkjarföng og góða skapið. 

 

Starfsmenn áhaldahúss munu um og eftir helgina hirða rusl og garðaúrgang sem er settur út við lóðamörk.  Mikilvægt er að halda öllu járnarusli sér.  Eigendur fyrirtækja og stofnana eru einnig hvött til að taka þátt í átakinu þannig að Strandabyggð verði orðin hrein og snyrtileg fyrir Hvítasunnuhelgina. 

 

Íbúar í dreifbýli geta haft samband við starfsmenn áhaldahúss vegna hreinsunarátaks þó ekki sé reiknað með að sækja rusl í miklu magni á sveitabæi.

 

Eigendur fyrirtækja og stofnana eru einnig hvött til að taka þátt í átakinu og koma úrgangi sjálfir á viðeigandi stað í samráði við starfsmenn áhaldahúss.  Tökum nú höndum saman og gerum Strandabyggð enn fegurri!!  Hægt verður að ná í starfsmenn áhaldahúss í símum 861-4806 og 894-4806

 

 

 

 

 

 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón