A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Hamingjudagar nálgast óđfluga!

| 19. júní 2012
Allir kátir á Hamingjudögum - ljósm. Jón Jónsson
Allir kátir á Hamingjudögum - ljósm. Jón Jónsson
Hamingjudagar á Hólmavík hefjast í næstu viku og vefsíða Strandabyggðar er komin í hátíðarskap eins og sjá má á nýjum lit sem rekja má til heimasíðu Hamingjudaga, www.hamingjudagar.is. Íbúar eru farnir að huga að skreytingum og dagskrá hátíðarinnar verður birt miðvikudaginn 20. júní. Fjölmörg flott dagskráratriði hafa veirð kynnt til leiks nú þegar, m.a. töfrasýning í Félagsheimilinu, tónleikar með KK, dansleikur með Hvanndalsbræðrum, gokart-braut, Furðuleikar Sauðfjársetursins og margt annað.

Nú á næstu dögum er vert að fylgjast vel með vef Hamingjudaga, smella einu "læki" á fésbókarsíðu hennar og taka fullan þátt í hátíðinni sem mun einkennast af blíðuveðri og sólskini ef allt gengur eftir. Verið velkomin á Hamingjudaga 2012!

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón