A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Dýralæknir verður á Hólmavík 18. nóvember

| 08. nóvember 2021


Daníel Haraldsson sinnir hreinsun á hundum og köttum fimmtudaginn 18. nóvember n.k. í Áhaldahúsinu milli kl. 16:00 og 18:00.

Gott væri ef hundaeigendur gætu komið á milli 16:00 og 17:00 kattaeigendur á milli 17:00 og 18:00. Hundar þurfa að vera í taumi og kettir í búri en einnig er í boði að sækja lyfin fyrir kettina á auglýstum tíma til Daníels.

Kattaeigendur eru einnig minntir á að hreinsun katta er ekki innfalin í leyfisgjaldinu, skammurinn kostar 1.700 kr og verður innheimt með leyfisgjaldinu í lok nóvember. 

Hunda og kattaeigendur í Strandabyggð, bæði þéttbýli og dreifbýli eru hvattir til að mæta og nýta sér þjónustuna.

Allir hundar og kettir innan þéttbýlis skulu skráðir og bera merkingar skv. reglugerð um hunda og kattahald sem finna má á vef Strandabyggðar. Skylt er að færa hunda og ketti til hreinsunar árlega.

Þeir sem óska eftir annari dýralæknisþjónustu eða upplýsingum er velkomið að hafa samband við Daníel í síma 434-1122 á milli 9 og 11 alla virka daga eða á netfangið dannidyralaeknir@gmail.com

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón