A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

ADHD-vitundarvika í Grunnskólanum á Hólmavík

| 22. nóvember 2011
Blíðviðri á Hólmavík - ljósm. ASJ
Blíðviðri á Hólmavík - ljósm. ASJ
Dagana 23.-30. nóvember í Grunnskólanum á Hólmavík verða helgaðir fróðleik og vitundarvakningu nemenda og foreldra um ADHD; athyglisbrest og ofvirkni. Skipulagning hefur staðið yfir í skólanum undanfarna daga, en það eru þær Hildur Guðjónsdóttir og Jóhanna Hreinsdóttir sem annast undirbúninginn í samvinnu við starfsmenn skólans, foreldra og aðra áhugasama. Markmið með verkefninu er að auka fræðslu og skilning samfélagsins á ADHD röskun sem leiðir til betri hegðunar, líðan og viðhorfi allra í samfélaginu. Á vef Grunnskólans kemur m.a. fram að með þessu átaki sé ætlunin að byggja upp jákvætt og uppbyggjandi umhverfi fyrir einstaklinga með ADHD þannig að þeir fari út í framtíðina með góða sjálfsmynd sem er forsenda velgengni.

Allir nemendur og starfsfólk Grunnskólans á Hólmavík munu leggja sitt af mörkum til vitundarvikunnar, en viðfangsefnið verður samtvinnað við hefðbundið nám og kennslu í skólanum þessa daga. Þá munu starfsmenn og aðrir áhugasamir sitjs námskeiðið Skólaganga barna með athyglisbrest og ofvirkni á fimmtudag og föstudag.


Íbúar í Strandabyggð eru hvattir til að nýta þetta góða tækifæri og kynna sér málefnið eins vel og kostur er. Frekari upplýsingar er að finna á vefsíðu Grunnskólans á Hólmavík.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón