A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn Strandabyggðar 1244 - 19. janúar 2016

Fundur nr.  1244 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 19. janúar 2016 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson (J) bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn. Auk Jóns Gísla sátu fundinn  Ásta Þórisdóttir (J) og Ingibjörg Emilsdóttir (J),  Ingibjörg Benediktsdóttir (E) og Haraldur V. A. Jónsson (F). Andrea Kristín Jónsdóttir sveitarstjóri ritaði fundargerð. 

 

Jón Gísli boðar afbrigði við boðaða dagskrá og undir lið 10 verði fjallað um rammasamning um ráðgjafaþjónustu vegna vinnu Alta við gerð svæðisskipulags Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar. Var það samþykkt samhljóða.

 

 

Fundardagskrá er því svohljóðandi:

 

  1. Erindi frá Sýslumanninum á Vestfjörðum, óskað er eftir afgreiðslu á afskriftarbeiðnum, dagsett 16/12/2015
  2. Póstur frá Guðjóni Bragasyni hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi framlengingu ákvæðis um B-gatnagerðargjöld, dagsett 23/12/2015
  3. Bréf frá Jóni Halldórssyni er varðar skerta póstþjónustu í Strandabyggð og Kaldrananeshreppi, dagsett 5/1/2016
    Samantekt frá Aðalsteini Óskarssyndi f.h. FV um skerta póstþjónustu á landsbyggðinni, dagsett 8/1/2016
  4. Erindi frá verkefnisstjóra BsVest: Staða mála BsVest, dagsett 8/1/2016
  5. Fundargerð Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða frá 21/12/2015
  6. Fundargerð stjórnar Hafnarsambands Íslands frá 14/12/2015
  7. Fundargerð svæðisskipulagsfundar með Alta, Dalabyggð, Reykhólum og Strandabyggð frá 13/1/2016
  8. Fundargerð Tómstunda- íþrótta- og menningarnefndar frá 13/1/2016
  9. Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar frá 18/1/2016
  10. Rammasamningur um ráðgjafaþjónustu vegna vinnu Alta við gerð svæðisskipulags Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar


Þá var gengið til dagskrár.

 

  1. Erindi frá Sýslumanninum á Vestfjörðum, óskað er eftir afgreiðslu á afskriftarbeiðnum, dagsett 16/12/2015

    Sveitarstjórn fjallar um erindið og samþykkir tillögu sýslumanns um afskrift á þeim kröfum sem  lagt er til.
  2. Póstur frá Guðjóni Bragasyni hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi framlengingu ákvæðis um B-gatnagerðargjöld, dagsett 23/12/2015

    Lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn er sammála um að leita leiða til að halda áfram vinnu við gatnagerð þar sem B-gatnagerðargjald er óinnheimt.

  3. Bréf frá Jóni Halldórssyni er varðar skerta póstþjónustu í Strandabyggð og Kaldrananeshreppi, dagsett 5/1/2016
    Samantekt frá Aðalsteini Óskarssyni f.h. FV um skerta póstþjónustu á landsbyggðinni, dagsett 8/1/2016

    Eftirfarandi ályktun var samþykkt:

    „Sveitarstjórn Strandabyggðar hafa borist upplýsingar þess efnis að Íslandspóstur hafi sagt upp verktakasamningi við starfandi landpóst í sveitarfélaginu og nágrannasveitum. Er uppsögnin til komin vegna fyrirhugaðrar skerðingar á póstþjónustu í sveitum en samkvæmt reglugerðarbreytingu frá október 2015 er fyrirtækinu heimilt að fækka dreifingardögum í viku hverri um helming.

    Sveitarstjórn fordæmir þessa ákvörðun Íslandspóst og mótmælir henni harðlega.

    Bent skal á að flestir þeir sem skert póstþjónusta bitnar á hafa ekki kost á annarri þjónustu af sama toga þar sem ekki er um aðra dreifingaraðila að ræða  auk þess sem sömu svæði búa við lítið sem ekkert netsamband. Önnur afleiðing skertrar póstþjónustu er enn meiri fækkun starfa á landsbyggðinni og má líkja ákvörðun sem þessari við það að enn einn naglinn sé rekinn í líkkistu dreifbýlis á landsbyggðinni.

    Sveitarstjórn Strandabyggðar skorar á forsvarsmenn Íslandspósts um að endurskoða ákvörðun sína um skerðingu á póstdreifingu í sveitum sem og uppsagnir á verktakasamningum við Landpósta.

    Sveitarstjórn Strandabyggðar skorar jafnframt á ráðamenn þjóðarinnar að endurskoða breytingar á reglugerðum sem heimila skerta póstþjónustu í sveitum og að koma í veg fyrir allar slíkar skerðingar þar til önnur þjónusta hefur verið tryggð, s.s. með því  að tryggja aðgang að netþjónustu í allar dreifðar byggðir.“
  4. Erindi frá verkefnisstjóra BsVest: Staða mála BsVest, dagsett 8/1/2016

    Tap á rekstri Byggðasamlags Vestfjarða (BsVest) nam á 72 milljón króna árið 2015 og þurfa sveitarfélögin á Vestfjörðum með aðkomu BsVest, að greiða niður tap ársins. Ljóst er að fámennið, dreifðar byggðir og mikil þjónustuþörf koma illa niður á svæði BsVest og ekki er tekið að fullu tillit til þessara þátta þegar að úthlutun fjár til málaflokksins er gerð úr Jöfnunarsjóði.

    Sveitarstjórn stendur við skuldbindingar sínar og greiðir sinn hlut í rekstri BsVest en skorar um leið á stjórnvöld að leiðrétta framlög vegna fyrri ára sem og tryggja hæfilegar árlegar greiðslur svo sómi sé af.

  5. Fundargerð Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða frá 21/12/2015

    Fundargerð lögð fram til samþykktar. Sveitarstjórn samþykkir gjaldskrárhækkun sem tekin er fyrir undir lið 1. Fundargerð að öðru leyti samþykkt samhljóða.

  6. Fundargerð stjórnar Hafnarsambands Íslands frá 14/12/2015

    Lagt fram til kynningar.

  7. Fundargerð svæðisskipulagsfundar með Alta, Dalabyggð, Reykhólum og Strandabyggð frá 13/1/2016

    Lagt fram til kynningar.

  8. Fundargerð Tómstunda- íþrótta- og menningarnefndar frá 13/1/2016

    Fundargerð lögð fram til samþykktar og samþykkt samhljóða.

  9. Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar frá 18/1/2016

    Fundargerð lög fram til samþykktar.
    Sveitarstjórn samþykkir tillögu að deiliskipulagi íþrótta- og þjónustusvæðis við Jakobínutún, dagsett í apríl 2015
    Fundargerð samþykkt samhljóða.

  10. Rammasamningur um ráðgjafaþjónustu vegna vinnu Alta við gerð svæðisskipulags Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar

    Sveitarstjórn gefur sveitarstjóra fullt umboð og heimild til að undirrita fyrirliggjandi samning við Alta vegna svæðisskipulags fyrir Dalabyggð, Reykhólahrepp og Strandabyggð.


Fundargerð yfirfarin og undirrituð og fundi slitið kl. 17:38

 

Ásta Þórisdóttir

Ingibjörg Benediktsdóttir

Ingibjörg Emilsdóttir

Haraldur V. A. Jónsson

Jón Gísli Jónsson

 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón