A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fræðslunefndarfundur 17. apríl 2023


Fundargerð fræðslunefndar Strandabyggðar haldinn í Hnyðju mánudaginn 17. apríl 2023. Fundur hófst 17:11. Mættir eru Jón Sigmundsson formaður, Vignir Rúnar Vignisson, Steinunn Magney Eysteinsdóttir og Guðfinna Lára Hávarðardóttir. Guðfinna Sævarsdóttir var fjarverandi og ekki tókst að fá varamann. Steinunn Magney Eysteinsdóttir ritar fundargerð. Aðrir sem sitja fundinn eru eru Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skólastjóri, Íris Jóhannsdóttir fulltrúi foreldra grunn,- tón,- og leikskóla. Fulltrúi starfsmanna leikskóla Lína Þóra Friðbertsdóttir. Fulltrúi ungmennaráðs er Benedikt Jónsson. Vala Friðriksdóttir fulltrúi kennara grunn- og tónskóladeildar boðaði forföll.


Fundardagskrá:


1. Breytingar í tónlistarskóla. Fyrir fundinn var lögð tillaga um breytt form á tónlistarkennslu frá Braga Þór Valssyni deildarstjóra tónlistaskólans. Vignir Rúnar tók fyrstur til máls og lýsti yfir efasemdum um að þetta fyrirkomulag henti öllum nemendum. Steinunn Magney hefur einnig efasemdir og finnst þetta vera afturför. Jón lagðist gegn þessari breytingu og er á þeirri skoðun að þetta yrði frekar til að fæla nýja nemendur frá sem ekki hefðu grunn og eins að það gæti valdið brottfalli nemanda sem ekki eru komnir langt í námi. Guðfinna Lára fagnar fjölbreyttum kennsluháttum og telur þetta getað eflt tónlistarkennslu en finnst óheppilegt að þessi tillaga minnki staðkennslu eins og lagt er upp með. Hún lýsir einnig yfir áhyggjum af húsnæðismálum tónlistarskólans. Jón leggur til að sveitastjórn afgreiði þetta mál sem fyrst.


2. Drög að skóladagatali. Farið yfir drög og verður tekið fyrir í júní.


3. Ný skólastefna staða og möguleikar. Málið rætt og kom fram að stefnt er á meira samstarf við nærliggjandi sveitafélög við stefnumótun.


4. Önnur mál:


a. Leikskólalóð. Það er verið að vinna að því að afla gagna til verklýsingar. Efnið í vegriðið fyrir ofan leikskólalóð er komið og beðið er eftir verktakanum til að klára verkið. Fulltrúi foreldra vill gagnrýna lélegt upplýsingaflæði til foreldra varðandi uppbyggingu á leikskólalóð. Guðfinna Hávarðardóttir vill beina til sveitastjórnarinnar að hraða undirbúningsvinnu svo sumarið 2023 nýtist til framkvæmda. Allir taka undir með Guðfinnu Hávarðardóttur.

b. Húsnæði Grunnskólans. Guðfinna Lára Hávarðardóttir leggur fram bókun:


“Hún telur að upplýsingamiðlun varðandi myglu í grunnskólabyggingunni og samráð við nærsamfélagið á ferlinu í framhaldinu sé ábótavant. Ekki hefur verið boðað til íbúarfundar um málið eins og tilkynnt var að gert yrði á næstunni þann 30.11.2022. Stuttur fjarfundur fyrir foreldra var haldinn þar sem farið var yfir kolsvarta niðurstöðu úttektar Eflu á húsnæðinu. Hvorki hefur verið fundað í skólaráði né fræðslunefnd um málið og var á fundarboði þessarar fundar ekki áætlað að fjalla um húsnæðismál grunnskólans.

Guðfinna Lára telur að um sé að ræða tvö aðskilin mál sem ætti að meðhöndla sem slík. Annað málið er að leita lausna til að sameina skólastarf á einn stað fyrir haustið 2023 og hafa heyrst nokkrar óformlegar hugmyndir varðandi það sem vantar frekari opna umræðu um. Hitt málið er að leita framtíðarlausnar vegna kennsluhúsnæðis fyrir grunnskóla á Hólmavík. Í báðum tilfellum leggur Guðfinna Lára mikla áherslu á að farið verði að grunnskólalögum og reglugerð um gerð og búnað grunnskólahúsnæðis og skólalóða. M.a. þurfi notendur og nærsamfélag að fá tækifæri til að koma að ákvörðun um næstu skref. Einnig að horft verði til framtíðar og tækifærið verði nýtt til að nútímavæða kennsluaðstöðuna t.d. með því að tryggja aðgengi fatlaðra og aðbúnað notenda. Einnig þarf að tryggja öryggi við notkun húsnæðisins. Skoða ætti af fullri alvöru að byggja nýtt hús sem gæti verið heppilegra og hagkvæmara í rekstri í ljósi þess hversu gamalt og viðhaldsfrekt núverandi húsnæði er. Væri nýtt húsnæði staðsett við íþróttamiðstöð mætti leggja af akstur með börn innanbæjar og nýta skólatíma þeirra betur. Þennan möguleika þarf að kostnaðameta til framtíðar líkt og aðra kosti sem Efla setti fram í skýrslu sinni um ástand grunnskólans. Guðfinna Lára leggur til við sveitastjórn að vinna með samfélaginu að bestu lausninni með hliðsjón af ofansögðu.”


Vignir Rúnar, Steinunn Magney og fulltrúi foreldra taka undir með Guðfinnu.


Fundi slitið kl 18:59

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón