A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Atvinnumála- og hafnarnefnd - 20 júní 2011

Fundur var haldinn í Atvinnumála- og hafnarnefnd Strandabyggðar mánudaginn 20. júní 2011 kl. 20:00 á skrifstofu Strandabyggðar.

Mættir voru Matthías S. Lýðsson, Jón E. Halldórsson, Victor Örn Victorsson varamaður, Jón Vilhjálmur Sigurðsson og Kristín Sigurrós Einarsdóttir, sem ritaði fundargerð.


Dagskrá fundarins:


1. Staða hafnarframkvæmda við Hólmavíkurhöfn.

2. Ýsukvóti-staða varðandi liðkun á framsali.

3. Nytjastofnar sjávar 2010-2011, aflahorfur fiskveiðiárið 2011-2012, skýrsla Hafrannsóknarstofnunar, dags. 8. júní 2011.

4. Önnur mál.


Fundur settur kl 20:00. Matthías varaformaður nefndarinnar setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

Þá var gengið til dagskrár:


1. Staða hafnarframkvæmda við Hólmavíkurhöfn.


Þar sem hafnarvörður og hafnarstjóri sátu ekki fundinn skortir nefndina upplýsingar um stöðuna. Stálþilið er þó komið á staðinn. Stálþilið á bryggjuhausnum og að grjótgarðinum við Fiskmarkaðinn verður endurnýjað. Bryggjuþekjan verður steypt síðar. Það er inni í fjárhagsáætlun fyrir verkið. Siglingamálastofnun vinnur að útboðslýsingu. Nefndin beinir því til sveitarstjórnar að hraða framkvæmdum við nýja flotbryggju fyrir minnstu bátana.


2. Ýsukvóti-staða varðandi liðkun á framsali.


Ýsugegnd í Húnaflóa hefur aukist síðustu árin meðan Hafrannsóknarstofnum leggur til að ýsukvóti verði minnkaður. Hagsmunaaðilar og sveitarstjórn hafa sent sitthvort bréfið til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og óskað eftir liðkun á framsali ýsukvóta. Bréfin voru send í febrúar en svör hafa ekki borist. Nefndin beinir því til sveitarstjórnar að inna ráðuneytið eftir svari, enda brýtur það í bága við stjórnsýslulög að svara ekkki slíkum erindum.


3. Nytjastofnar sjávar 2010-2011, aflahorfur fiskveiðiárið 2011-2012, skýrsla Hafrannsóknarstofnunar, dags. 8. júní 2011.


Helstu niðurstöður skýrslunnar ræddar. Nefndin beinir því til sveitarstjórnar að óska eftir fundi með Jóni Bjarnasyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að ræða sjávarútvegs- og landbúnaðarmál. Einnig að óska eftir fundi með sérfræðingum Hafrannsóknarstofnunar um helstu nytjastofna í Húnaflóa.


4. Önnur mál


a. Eftirlit á smábátabryggjunni


Nefndin beinir því til sveitarstjórnar að kanna möguleika á að setja upp eftirlitsmyndavélar á smábátabryggjuna eða setja upp hlið til að takmarka umferð um bryggjuna.


b. Vinnsla á rækjuskel.


Fundarmenn spurðust fyrir um áform Hólmadrangs um úrvinnslu á rækjuskel. Jón Eðvald upplýsti að verið væri að athuga möguleika á vinnslu afurða úr rækjuskel hér á staðnum.

 

Fleira ekki gert, fundargerð lesin upp, fundi slitið kl 21:30.

Matthías S. Lýðsson (sign)
Jón E. Halldórsson (sign)
Victor Örn Victorsson varamaður (sign)
Jón Vilhjálmur Sigurðsson (sign)
Kristín Sigurrós Einarsdóttir (sign)

ATH: Fundargerðin var tekin fyrir á fundi sveitarstjórnar 21. júní 2011.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón