A A A

Valmynd

Fréttir

Söfnun fyrir ćrslabelg

| 04. júlí 2018
« 1 af 3 »
Íbúar Strandabyggðar söfnuðu saman fyrir ærslabelg á Hamingjudögum. Söfnunarbaukar voru á víð og dreif um hátíðarsvæðið og svo var haldið rjómatertukast. ...
Meira

Hnallţóruverđlaunin

| 04. júlí 2018
Hamingjusamasta kakan
Hamingjusamasta kakan
« 1 af 5 »
Hnallþóruverðlaun voru veitt þessa Hamingjudaga sem endranær.

Veitt voru verðlaun að vanda fyrir hamingjusömustu kökuna, flottustu kökuna og girnilegustu kökuna. Í ár í fyrsta skipti voru svo veitt verðlaun í barnaflokki fyrir skemmtilegustu kökuna og frumlegustu kökuna. Í dómnefnd sátu útvaldir íbúar Strandabyggðar og dyggir sjálfboðaliðar; Kristjana Eysteinsdóttir, Gunnar Jónsson og Chang Lee....
Meira

Brúarvíglsa

| 04. júlí 2018
Einn af viðburðum Hamingjudaga var að víga nýbyggða brú yfir Hvítá. Félag eldri borgara bauð öllum áhugasömum að taka þátt í gönguferð með þeim en félagið fer vikulega í gönguferðir allt árið um kring. Hluti af göngunni var svo að stoppa við brúna og víga hana ásamt smiðum brúarinnar, Sverri Guðbrandssyni og Ágústi Þormari Jónssyni, og formanni skipulags- og umhverfisnefnd Eiríki Valdimarssyni. Var þessi viðburður vel sóttur en um 40 manns tóku þátt og er mikil ánægja með brúna sem ætti að nýtast vel næstu árin.

Menningarverđlaun veitt og setningathöfn Hamingjudaga

| 04. júlí 2018
Ingibjörg Benediktsdóttir setti Hamingjudaga 2018 og á sama tíma opnaði formlega ljósmyndasýning dóttur hennar Brynhildar Sverrisdóttur sem er enn opin í Hnyðju. ...
Meira

Sunnudagur til sćlu

| 30. júní 2018

Nú er formleg dagskrá laugardag að líða undir lok en örvæntið ekki við eigum einn yndislegan dag eftir af hátíðinni okkar. Á morgun sunnudaginn 1.júlí verður í boði að horfa inn á við og hugleiða bæði í úti-fjölskyldumessu í Tröllutungu og í jóga á Galdratúninu. Svo verður hægt að taka andstæðuna og fá útrás í fíflaskap og hreyfingu á Furðuleikunum á Sauðfjársetrinu Sævangi. Eigið yndislegt kvöld og ennþá yndislegri morgundag.

Sunnudagsdagskrá

11:00 Úti-fjölskyldumessa í Tröllatungu

11:00 Jóga á Galdratúninu

11:30-14:00 Morgunverðarhlaðborð á Café Riis

13:00 Furðuleikar í Sævangi 

Karnival á Galdratúninu og dagskrá dagsins

| 30. júní 2018

Hamingjudagurinn er í dag með sprelli og skemmtun svo allir ættu að finna eitthvað við hæfi.

Hamingjumarkaðurinn opnar kl.12 í Hnyðju þar sem verður hægt að versla ýmsan varning sem dæmi barnaföt, gærur og húðvörur. Frjáls ljósmyndasýning Brynhildar Sverrisdóttur verður opin á sama tíma í Hnyðju.

Afmælissýning leikskólans Lækjarbrekku í leikskólanum opnar kl.13 og þá byrjar líka bílasýning á planinu fyrir framan Braggan. Vegagerðin, Orkubúið, Þórður Sverrisson (Ninni), slökkvuliðið og björgunarsveitin ætla að vera með til sýnis vinnuvélar, bíla og búnað.

Hólmadrangur byrjar að bjóða upp á vöfflur kl.13 og er ilmur af vöfflunum strax farin að berast um bæinn. Starfsfólk Hólmadrangs er búið að vera til fyrirmyndar í vikunni að skreyta og byggja upp stemningu fyrir hátíðinni okkar. Eru þau æsispennt að fá ærslabelg í sveitarfélagið og hafa gert söfnunarbauk sem nú þegar er byrjað að safna í. Fleiri söfnunarbaukar verða víðsvega um hátíðarsvæðið þar sem fólk getur lagt til frjáls framlög.

Á galdratúninu verða hoppukastalar og önnur leiktæki, Blaðrarinn mætir og gerir blöðrudýr og Strandanornir verða með spádóma. Strandahesta verða á svæðinu að teyma.
Dagskrá á Galdratúninu
14:00 Strandanornir með leiksýningu
14:45 Verðlaun verða veitt í Hnallþórukeppninni

15:00 Hamingjuhlauparar mæta í mark

15:00 Hnallþóruhlaðborð byrjar

15:15 Gunnar, Gunnlaugur og Guðmundur spila fyrir gesti

15:45 Rjómatertukast

18:00 Verðlaunaafhending í Hamingjurallý

 

Föstudagurinn 29.júní

| 29. júní 2018
« 1 af 2 »

Dagskrá Hamingjudaga mun formlega byrja í dag kl.17:00 á setningarathöfn í Hnyðju þar sem menningarverðlaun verða afhent og Lions klúbburinn mun gefa sveitarfélaginu veglega gjöf.

Brynhildur Sverrisdóttir ætlar að opna formlega sína fyrstu ljósmyndasýningu, Frjáls, á sama stað í Hnyðju á sama tíma.

Hamingjugrill sameiginlegt hverfagrill verður svo kl.18:00 í Fiskmarkaðinum. Það verða grill á staðnum en allir verða að koma með sinn eigin mat og borðbúnað. Þaðan höldum við svo saman á brennu þar sem Pétur Jesú mun stýra hópsöng og strax eftir brennu verður Pétur með pub quiz á Café Riis. Einn til tveir verða í liði saman í pub quiz og vegleg verðlaun verða í boði fyrir sigurvegara í boði Café Riis.


Dagskrá 
17:00 Setning hátíðar og menningarverðlaun afhent í Hnyðju

17:00       Sýningaropnun á ljósmyndasýningunni Frjáls eftir Brynhildi Sverrisdóttur í Hnyðju

18:00       Nerf-byssubardagi 10 ára og eldri í Íþróttahúsinu mætið með byssu og hlífðargleraugu

18:00-21:00Hlaðborð á Café Riis, borðpantanir í síma 451-3567

18:00        Hamingjugrill í Fiskmarkaðinum, öll hverfi grilla saman

20:00        Brenna við minnismerkið og Pétur Örn Guðmundsson (Pétur Jesú) spilar fyrir gesti

20:00        Tónleikar í Steinshúsi með Rúnari Þór, Tryggva Hübner og Erni Jónssyni

21:00        Hulda – Hver á sér fegra föðurland, tónleikar með Helgu Kvam og Þórhildi Örvarsdóttur í kirkjunni. Aðgangseyrir á  tónleikana er 3000 krónur, eldri borgarar og öryrkjar 2000 krónur, ókeypis inn fyrir 12 ára og yngri

22:00        Pub quiz fyrir 18 ár og eldri með Pétri Erni Guðmundssyni (Pétur Jesú) á Café Riis, 1.000 kr. inn              

Hamingjujóga

| 28. júní 2018
Verið hjartanlega velkomin í hamingjujóga Hvatastöðvarinnar. Fuglarnir, öldurnar og hlæjandi börn að leik sjá um undirleik og sólin mun eflaust verma á okkur kinnarnar meðan við eigum saman góða stund og opnum hjartað fyrir enn meiri hamingju. Tíminn hentar öllum, byrjendum sem lengra komnum, ungum sem öldnum. Komdu endilega í hlýjum klæðnaði sem gott er að hreyfa sig í og með teppi eða dýnu til að sitja á og jafnvel breiða yfir þig. Jógatíminn fer fram á Galdratúninu sunnudaginn 1. Júlí kl 11 en færist inn í Hnyðju ef að veðrið verður til trafala. Kennari er Esther Ösp Valdimarsdóttir jógakennari og Strandakona.

Ţjófstart

| 28. júní 2018
« 1 af 3 »

Í dag ætla nokkur félög að þjófstarta Hamingjudögum.

Í dag kl.13:00 var Náttúrubarnaskólinn með námskeið með hamingjuþema. Þar var hamingjunni breitt út, bruggað hamingjuseiði og sent flöskuskeyti.

Á eftir kl.18:00 verður HSS með fótboltamót á Grundum. Allir krakkar velkomnir að taka þátt og hvattir til að mæta.
Tilvalið er svo að enda kvöldið á tónleikum í Steinshúsi kl.20. Það verða sagðar sögur og spiluð tónlist við hæfi. Rúnar Þór, Tryggvi Hübner og Örn Jónsson koma fram.

Ljósmyndakeppni

| 28. júní 2018
Taktu mynd af því sem veitir þér hamingju, deildu myndinni á samfélagsmiðli og merktu myndina #hamingjudagar. Eigandi skemmtilegustu myndarinnar fær vegleg verðlaun.


Eldri fćrslur

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón