A A A

Valmynd

Fréttir

Söfnun fyrir ærslabelg

| 04. júlí 2018
« 1 af 3 »
Íbúar Strandabyggðar söfnuðu saman fyrir ærslabelg á Hamingjudögum. Söfnunarbaukar voru á víð og dreif um hátíðarsvæðið og svo var haldið rjómatertukast. 

Sveitarstjórn bauð sig fram til að leyfa gestum að kasta í sig rjómatertum ef greitt var fyrir og fór ágóðinn í söfnun fyrir ærslabelg. Hægt var svo að bjóða pening í að kasta í aðra einstaklinga og tóku margir þátt í þessum skemmtilega fíflaskap. 

Hólmadrangur var svo með sína eigin söfnun hjá sér og Íris Björg seldi söluvarningi sem hún framleiddi sjálf, geisladisk, húfur og tuskur og lét ágóðan af því fara í söfnunina.

Reikningur hefur verið gerður fyrir söfnunina nr.1161-15-202018 kt.570806-0410. Þeir sem voru eftir að greiða fyrir rjómakastið geta lagt inn og svo er enn tekið á móti frjálsum framlögum.

Skipulags- og umhverfisnefnd mun svo taka fyrir staðsetningu ærslabelgsins á sínum fysta fundi mánudaginn 9.júlí. Það verður spennandi að fylgjast með þessu sameiginlega verkefni okkar.

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón