A A A

Valmynd

Fréttir

Handverkssýning eldri borgara

| 01. júlí 2009
Eldri borgara í Strandabyggð er nú í óða önn að setja upp handverkssýningu í Þróunarsetrinu við Höfðagötu á Hólmavík. Sýningin verður á neðstu hæð hússin og er gengið inn þar sem pakkhúsverslun KSH var síðast til húsa. Munirnir á sýningunni eru flestir afrakstur félagsstarf eldri borgara sem hefur verið í gangi í vetur undir leiðsögn Lilju Sigrúnar Jónsdóttur á Fiskinesi. Opið verður á föstudaginn kl 15-17 og laugardaginn kl 11-17.

Bjarni Ómar og Stebbi spila á Café Riis

| 30. júní 2009
Bjarni Ómar Haraldsson
Bjarni Ómar Haraldsson
Hólmvísku tónlistarmennirnir Bjarni Ómar Haraldsson og Stefán Steinar Jónsson munu spila á veitingastaðnum Café Riis á Hólmavík á föstudags- og laugardagskvöld. Þeir félagar hafa staðið í stórræðum á tónlistarsviðinu að undanförnu. Bjarni Ómar gaf út geisladiskinn Fyrirheit í haust og hefur hann hlotið góðar viðtökur, enda um afar ljúfa tónlist að ræða og vandaða útgáfu. Stefán er um þessar mundir að gefa út sitt fyrsta frumsamda lag, en hefur áður komið við sögu í útgáfu með öðrum tónlistarmönnum. Í Kastljósi í kvöld var skemmtilegt viðtal við Stefán, sem hægt er að nálgast á vef RÚV. Þeir félgarnir hafa svo ný lokið tónleikaferð um Vestfirði þar sem þeir fluttu lög af Fyrirheitum á afar einlægan og eftirminnilegan hátt.
Á föstudagskvöldið verður dansleikur með Bjarna og Stefáni og kostar kr 1200 inn. Á laugardagskvöldið leika þeir einnig fyrir gesti Café Riis en þá er frítt inn.

Veitingastaðurinn Café Riis lætur ekki sitt eftir liggja varðandi Hamingjudaga og þar verður meðal annars hægt að panta sérstakan Hamingjudisk af matseðli í allt sumar. Þá verður grillveilsa á laugardagskvöldið, þar sem menn fá lambakjöt á diskinn sinn og gómsætt meðlæti með.

Brynjólfur býđur upp á bowen, lífheilun og dáleiđslu

| 29. júní 2009
Brynjólfur Einarsson
Brynjólfur Einarsson
Brynjólfur Einarsson hefur boðað komu sína á Hamingjudaga. Þar ætlar hann að bjóða upp á bowen, lífheilun og dáleiðslu, á sama stað (Höfðagötu 7) og sama tíma og Hrönn spámiðill. Síminn hjá Brynjólfi er 866-0007. Á heimasíðu Brynjólf, www.lifoglikami.is, segir:
Brynjólfur Einarsson er fæddur 20.júní 1965.
Hann er með meðferðarstofu í Háholti 14 í Mosfellsbæ.

Brynjólfur hefur áralanga reynslu í meðferð með Japönsku Shiatsu nuddi (þrýstipunktanuddi.)
24 Janúar 2008 útskrifaðist hann sem Bowen Tæknir.
Árið 2005 hóf hann nám í Cranio Höfuðbeina og spjaldhryggsmeðferð og er kominn á 4. stig í því.
Brynjólfur lærði einnig reiki árið 1997 og hefur þar meistaragráðu frá því árið 1999.
Brynjólfur er einnig í transmiðilsþjálfun og hefur verið í transtilraunahóp síðan 1997.

Söngkeppni barna 6-14 ára

| 27. júní 2009
Söngkeppni barna 6-14 ára (fædd 1997-2003) verður á útiskemmtun á laugardegi á Hamingjudögum. Verið er að vinna að því að fá undirleikara fyrir keppnina en gangi það ekki verða þau að hafa karókíútgáfu af laginu sem þau ætla að syngja með sér á staðinn. Skráning í söngkeppnina er til kl 13:00 þriðjudaginn 30.júní í síma 8673164 eða á netfanginu stina@holmavik.is.

Hnallţóruhlađborđ undirbúiđ

| 25. júní 2009
Hnallþóruhlaðborð hefur undanfarin ár verið eitt helsta stolt og sérkenni Hamingjudaga. Enda eru Strandakonur og menn rómuð fyrir gestrisni og glæsilegan kökubakstur. Nú eru allir sem vettlingi geta valdið hvattir til að "sletta í form" og leggja til köku á hlaðborðið. Á næstu dögum munu röskar konur ganga í hús á Hólmavík til að óska eftir kökum en hringt verður í þá sem búa í dreifbýlinu. Kökuhlaborðið stendur frá kl 20-22 á laugardeginum og verður í Klifstúni (fyrir neðan kirkjuna) ef veður leyfir.
Þá vantar sjálfboðaliða til að taka við kökunum, hella upp á kaffi og hafa umsjón með hlaðborðinu. Þeir sem sjá sér fært að taka þetta að sér (2-4 einstaklingar) geta sett sig í samband við framkvæmdastjóra í síma 8673164 eða gegnum netfangið stina@holmavik.is.

Gunnar Ţórđarson međ tónleika á Hamingjudögum

| 23. júní 2009
Hljómagangur Gunnars Ţórđarsonar kom út fyrir síđustu jól
Hljómagangur Gunnars Ţórđarsonar kom út fyrir síđustu jól
Gunnar Þórðarson verður með tónleika í Bragganum á Hólmavík kl 21:00 á föstudagskvöldi á Hamingjudögum. Það er vel við hæfi að fá Gunnar á svæðið en hann er eins og margir vita Hólmvíkingur að uppruna og heldur mikilli tryggð við æskuslóðirnar. Undanfarið hefur hann ferðast um með tónleika og fylgt eftir útgáfu ævisögu sinnar Hljómagangur og geisladisks sem fylgdi henni, en bókin kom út fyrir síðustu jól. Góður rómur hefur verið gerður að þessum tónleikum Gunnars og er því mikið tilhlökkunarefni fyrir gesti Hamingjudaga að hlýða á hann í Bragganum.

Íbúar farnir ađ ráđa ráđum sínum međ skreytingar

| 22. júní 2009
Hamingjusöm hjón úr bláa hverfinu.
Hamingjusöm hjón úr bláa hverfinu.
Íbúar Hólmavíkur eru farnir að ráða ráðum sínum með skreytingar fyrir Hamingjudaga. Frést hefur af vinnufundi rauða hverfisins í bílskúr einum í Vesturtúni í gærkveldi. Salbjörg Engilbertsdóttir skreytingastjóri rauða hverfisins verst hins vegar allra frétta og vill ekkert gefa upp um áform þeirra "rauðhverfinga". Sýnt þykir þó að þar stendur mikið til, enda var rauðum fána flaggað fyrir all nokkru á áberandi stað í hverfinu.
Í kvöld hefur svo verið boðað til vinnufundar bláa hverfisins í Kvenfélagshúsinu kl 20:30. Bláa hverfið blés til sóknar í fyrra og var í fyrsta sinn með sameiginlegt skreytingaátak sem þótti heppnast vel.

Strandahestar bjóđa upp á skemmtiferđir á Hamingjudögum

| 22. júní 2009
Anna Lena Victorsdóttir međ ungan viđskiptavin á hestbaki.
Anna Lena Victorsdóttir međ ungan viđskiptavin á hestbaki.
Fyrirtækið Strandahestar hefur nú hafið fullu starfsemi að nýju og ætlar að bjóða upp á stuttar hestaferðir frá Víðidalsá (rétt sunnan Hólmavíkur) á Hamingjudögum. Það er Victor Örn Victorsson sem nýverið tók sér ársleyfi sem skólastjóri við Grunnskólann á Hólmavík, sem er í forsvari fyrir Strandahesta. Þessa viku stendur yfir reiðnámskeið hjá honum svo þeir sem taka þátt í því ættu að vera komnir í góða þjálfun fyrir Hamingjudaga. Vefsíða strandahesta er strandahestar.is, netfangið strandahestar@strandahestar.is og símanúmerin 8623263 og 4513262.

Hrönn spámiđill verđur á stađnum

| 19. júní 2009
Hrönn Friđriksdóttir spámiđill hefur stađfest komu sína á Hamingjudaga á Hólmavík. Hrönn heldur úti heimasíđunni spamidill.com og ţar segir:
Ég hef veriđ skyggn frá fćđingu, og hef haft spámiđlun ađ ađalstarfi síđan 2000. Ţó ég sé skyggn einbeiti ég mér ađ ţeim einstaklingum sem til mín koma. Ég legg áherslu á ađ skođa nútíđ og framtíđ, leitast viđ ađ finna út hćfileika og styrkleika hvers og eins, og hvernig best er ađ nýta ţá. Ástarmál, vinna, fjármál, heilsa, fjölskylda og framtíđ barna eru skođuđ svo dćmi séu tekin. Viđ vinnu mína nota ég kristalskúlu og blóma-, sígauna- og zenspil.
Hrönn ćtlar ađ bjóđa upp á styttri og ódýrari tíma fyrir gesti hamingjudaga og verđur međ ađstöđu viđ Höfđagötu, í húsi Ásdísar Jónsdóttur. Hćgt er ađ setja sig í samband viđ hana gegnum netfangiđ hronn@spamidill.com eđa í síma 861 2505. Tímasetningar verđa nánar auglýstar í dagskrá Hamingjudaga.

Dagskráin uppfćrđ

| 19. júní 2009
Frá Hamingjudögum. Ljósm.: Jón Halldórsson
Frá Hamingjudögum. Ljósm.: Jón Halldórsson
Dagskrá hamingjudag er nú óðum að mótast og eru uppfærslur á henni gerðar nánast daglega, jafnharðan og upplýsingar um viðburðir og atriði berast og eru staðfestar. Dagskrána er að finna undir hnappnum dagskrá, sem kemur í ljós þegar smellt er á hnappinn Hamingjudagar vinstra meginn á vefnum. Í byrjun næstu viku verður gengið endanlega frá tónlistaratriðum þeirra heimamanna sem færa okkur Hamingjutóna þetta árið. Ef einhverjir luma ennþá að tónlist eða öðrum skemmtiatriðum í pokahorninu eru þeir hinir sömu hvattir til að setja sig í samband við framkvæmdastjóra.
Prentaðri dagskrá verður dreift í 5000 eintökum í nágrannabyggðarlög í lok næstu viku og einnig verður henni dreift á hátíðinni. Þá stendur til að setja prentvæna útgáfu hér á vefinn þegar nær líður.
Eldri fćrslur

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón