A A A

Valmynd

Fréttir

Dagskráin uppfćrđ og hengdd upp á helstu viđkomustöđum

| 03. júlí 2009
Felix Bergsson kynnir hátíđardagskrána í Klifstúni á laugardaginn
Felix Bergsson kynnir hátíđardagskrána í Klifstúni á laugardaginn
Dagskrá Hamignjudaga hefur verið uppfærð hér á vefnum og verða veggspjöld með henni hengd upp á helstu viðkomustöðum og öðrum áberandi stöðum í bænum í dag. Í dagskránni er einnig að finna upplýsingar um fjölbreytta afþreyingu í boði á Hamingjudögum, opnunartíma þjónustufyrirtækja á staðnum, sýningar sem eru opnar yfir Hamingjudaga, ásamt vefslóðum með nánari upplýsingum um Strandabyggð og Hamingjudaga.

Hamingjudiskur á Café Riis

| 03. júlí 2009
Það hefur verið venja að bjóða upp á sérstakan Hamingjudisk á Cafe Riis  um Hamingjudaga. Þessi girnilegi diskur inniheldur úrval gómsætra smárétta úr eldhúsi snilldarkokksins Báru á Riis. Menningarmálanefnd Strandabyggðar, sem stendur að baki Hamingjudögum, tók smá forskot á sæluna  nú í vikunni. Síðasti fundur nefndarinnar ásamt fulltrúa  frá áhaldahúsi og skrifstofu og framkvæmdastjóra Hamingjudaga, var haldinn á Café Riis og gæddu fundarmenn sér á Hamingjudisk í blíðskaparveðri á pallinum fyrir utan Café Riis.

Draugadagur á Galdrasýningunni

| 03. júlí 2009
Galdramađurinn sem kemur fram á draugadegi.
Galdramađurinn sem kemur fram á draugadegi.
« 1 af 2 »

Á laugardaginn kl 15 hefst draugadagur á Galdrasýningunni á Hólmavík. Galdramaðurinn góðkunni mun án efa kveða niður draug eins og honum einum er lagið. Þessi sami Galdramaður mun bjóða gesti Hamingjudaga velkomna á sérstakri setningarathöfn hamingjudaga sem hefst kl 23:15 á föstudagskvld við Galdrasýninguna.
Gestir Hamingjudaga eru hvattir til að sækja Galdrasýninguna heim um helgina, en þar verður meðal annars hægt að taka þátt í ratleik sem berst víðs vegar um Hólmavík. Á Kaffi galdri sem nýlega var opnað í veitingatjaldi við Galdrasýninguna er boðið upp á gómsætar veitingar, þar á meðal kraftmikla kjötsúpu sem enginn verður svikinn af.

"Hver á sér fegra föđurland" vel fagnađ

| 03. júlí 2009
Svavar Knútur
Svavar Knútur
Tónleikunum "Hver á sér fegra föðurland" sem fram fóru í Hólmavíkurkirkju fyrr í kvöld var gríðarlega vel tekið. Á tónleikunum komu fram Svavar Knútur, Helgi Valur og hljómsveitin Árstíðir. Voru þessir tónleikar hluti af ferð þeirra um landið og þeirra áttundu tónleikar á sjö dögum. Þeir fimmtíu gestir sem komu í kirkjuna fögnuðu ákaft í lok tónleika, enda sérlega einlægir tónlistarmenn þarna á ferð og flutningur þeirra vandaður. Myndir frá tónleikunum eru í myndasafni hér á vef Hamingjudaga.

Vel mćtt á Vestfjarđavíkinginn

| 02. júlí 2009
Einn af kraftajötnunum kemur tunnunni upp á sundlaugarbakkann.
Einn af kraftajötnunum kemur tunnunni upp á sundlaugarbakkann.
Fyrsta keppnisgreinin í Vestfjarðavíkingnum fór fram í sundlauginni á Hólmavík í dag. Fjöldi fólks lagði leið sína þangað til að fylgjast með átökum kraftajötnanna sem fengu það verkefni að flytja tunnur með 120 lítrum af vatna úr miðri sundlauginni og koma þeim upp á bakkann. Ellefu keppendur taka þátt í þessari kraftakeppni í ár og héldu þeir ásamt fylgdarliði og sjónvarpsfólki áfram för sinni í Heydal strax eftir að keppni lauk á Hólmavík í dag. Blíðskaparveður var á Hólmavík í allan dag, eins og sjá má á myndum frá Vestfjarðavíkingnum sem er að finna í myndaalbúmi hér á vef Hamingjudaga.

Ljósmyndasýning Listaháskóla unga fólksins

| 02. júlí 2009
Ţátttakendur í ljósmyndanámskeiđi ásamt Ágústi Atlasyni leiđbeinanda.
Ţátttakendur í ljósmyndanámskeiđi ásamt Ágústi Atlasyni leiđbeinanda.
Ljósmyndasýning Listaháskóla unga fólksins hefur nú verið sett upp utandyra skammt frá gatnamótum Vitabrautar og Hafnarbrautar á Hólmavík. Þar gefur að líta afrakstur þátttakenda í námskeiðí í stafrænni ljósmyndun sem fram fór í byrjun júní. Fimm tóku þátt í námskiðinu, þau Arnór Jónsson, Ásdís Jónsdottir, Dagrún Ósk Jónsdóttir, Gunnur Arndís Halldórsdóttir og Stella Guðrún Jóhannsdóttir.

Handverkssýning eldri borgara

| 01. júlí 2009
Eldri borgara í Strandabyggð er nú í óða önn að setja upp handverkssýningu í Þróunarsetrinu við Höfðagötu á Hólmavík. Sýningin verður á neðstu hæð hússin og er gengið inn þar sem pakkhúsverslun KSH var síðast til húsa. Munirnir á sýningunni eru flestir afrakstur félagsstarf eldri borgara sem hefur verið í gangi í vetur undir leiðsögn Lilju Sigrúnar Jónsdóttur á Fiskinesi. Opið verður á föstudaginn kl 15-17 og laugardaginn kl 11-17.

Bjarni Ómar og Stebbi spila á Café Riis

| 30. júní 2009
Bjarni Ómar Haraldsson
Bjarni Ómar Haraldsson
Hólmvísku tónlistarmennirnir Bjarni Ómar Haraldsson og Stefán Steinar Jónsson munu spila á veitingastaðnum Café Riis á Hólmavík á föstudags- og laugardagskvöld. Þeir félagar hafa staðið í stórræðum á tónlistarsviðinu að undanförnu. Bjarni Ómar gaf út geisladiskinn Fyrirheit í haust og hefur hann hlotið góðar viðtökur, enda um afar ljúfa tónlist að ræða og vandaða útgáfu. Stefán er um þessar mundir að gefa út sitt fyrsta frumsamda lag, en hefur áður komið við sögu í útgáfu með öðrum tónlistarmönnum. Í Kastljósi í kvöld var skemmtilegt viðtal við Stefán, sem hægt er að nálgast á vef RÚV. Þeir félgarnir hafa svo ný lokið tónleikaferð um Vestfirði þar sem þeir fluttu lög af Fyrirheitum á afar einlægan og eftirminnilegan hátt.
Á föstudagskvöldið verður dansleikur með Bjarna og Stefáni og kostar kr 1200 inn. Á laugardagskvöldið leika þeir einnig fyrir gesti Café Riis en þá er frítt inn.

Veitingastaðurinn Café Riis lætur ekki sitt eftir liggja varðandi Hamingjudaga og þar verður meðal annars hægt að panta sérstakan Hamingjudisk af matseðli í allt sumar. Þá verður grillveilsa á laugardagskvöldið, þar sem menn fá lambakjöt á diskinn sinn og gómsætt meðlæti með.

Brynjólfur býđur upp á bowen, lífheilun og dáleiđslu

| 29. júní 2009
Brynjólfur Einarsson
Brynjólfur Einarsson
Brynjólfur Einarsson hefur boðað komu sína á Hamingjudaga. Þar ætlar hann að bjóða upp á bowen, lífheilun og dáleiðslu, á sama stað (Höfðagötu 7) og sama tíma og Hrönn spámiðill. Síminn hjá Brynjólfi er 866-0007. Á heimasíðu Brynjólf, www.lifoglikami.is, segir:
Brynjólfur Einarsson er fæddur 20.júní 1965.
Hann er með meðferðarstofu í Háholti 14 í Mosfellsbæ.

Brynjólfur hefur áralanga reynslu í meðferð með Japönsku Shiatsu nuddi (þrýstipunktanuddi.)
24 Janúar 2008 útskrifaðist hann sem Bowen Tæknir.
Árið 2005 hóf hann nám í Cranio Höfuðbeina og spjaldhryggsmeðferð og er kominn á 4. stig í því.
Brynjólfur lærði einnig reiki árið 1997 og hefur þar meistaragráðu frá því árið 1999.
Brynjólfur er einnig í transmiðilsþjálfun og hefur verið í transtilraunahóp síðan 1997.

Söngkeppni barna 6-14 ára

| 27. júní 2009
Söngkeppni barna 6-14 ára (fædd 1997-2003) verður á útiskemmtun á laugardegi á Hamingjudögum. Verið er að vinna að því að fá undirleikara fyrir keppnina en gangi það ekki verða þau að hafa karókíútgáfu af laginu sem þau ætla að syngja með sér á staðinn. Skráning í söngkeppnina er til kl 13:00 þriðjudaginn 30.júní í síma 8673164 eða á netfanginu stina@holmavik.is.
Eldri fćrslur

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón