A A A

Valmynd

Fréttir

Draugadagur á Galdrasýningunni

| 03. júlí 2009
Galdramaðurinn sem kemur fram á draugadegi.
Galdramaðurinn sem kemur fram á draugadegi.
« 1 af 2 »

Á laugardaginn kl 15 hefst draugadagur á Galdrasýningunni á Hólmavík. Galdramaðurinn góðkunni mun án efa kveða niður draug eins og honum einum er lagið. Þessi sami Galdramaður mun bjóða gesti Hamingjudaga velkomna á sérstakri setningarathöfn hamingjudaga sem hefst kl 23:15 á föstudagskvld við Galdrasýninguna.
Gestir Hamingjudaga eru hvattir til að sækja Galdrasýninguna heim um helgina, en þar verður meðal annars hægt að taka þátt í ratleik sem berst víðs vegar um Hólmavík. Á Kaffi galdri sem nýlega var opnað í veitingatjaldi við Galdrasýninguna er boðið upp á gómsætar veitingar, þar á meðal kraftmikla kjötsúpu sem enginn verður svikinn af.

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón