A A A

Valmynd

Fréttir

Hátíđlegur sveitarstjórnarfundur á föstudagskvöldi

| 04. júlí 2011
Sveitarstjórn samţykkir hamingjustefnu - ljósm. IV
Sveitarstjórn samţykkir hamingjustefnu - ljósm. IV
« 1 af 2 »

Sveitarstjórnarfundur 1185 var haldinn á Klifstúni í kvöld. Fundurinn var hátíðarfundur í tilefni af Hamingjudögum og voru þrjú mál á dagskrá: Hamingjusamþykkt Strandabyggðar, götuheiti á Hólmavík og heiðursborgarar í Strandabyggð. Er það mál manna að þetta hafi verið fjölmennasti sveitarstjórnarfundur sem haldinn hefur verið í manna minnum í Strandabyggð en sveitarstjórnarfundir eru opnir öllum sem á þá vilja hlýða.

Hamingjusamþykkt var samþykkt einróma fyrir sveitarfélagið Strandabyggð, götuheitinu Norðurtún var breytt í Jakobínutún til heiðurs Jakobínu Thorarensen og götuheitinu Fiskislóð breytt í Skjaldbökuslóð sem er tilvitnun í hinn merka skjaldbökufund árið 1963. Ólafía Jónsdóttir og Sverrir Guðbrandsson fengu útnefninguna heiðursborgarar Strandabyggðar og eru vel að því komin.
 

Vinnustofa um hamingjuna tókst vel

| 04. júlí 2011
Ţátttakendur á vinnustofu á fimmtudegi - ljósm. IV
Ţátttakendur á vinnustofu á fimmtudegi - ljósm. IV

Ásdís Olsen leiddi gesti ljúflega inn í núvitund fyrir utan Félagsheimilið á Hólmavík á fimmtudagskvöldið. Veðurblíða var með eindæmum og götugrill í hverfum Hólmavíkur settu svip á bæinn þetta sama kvöld. Ásdís leggur í störfum sínum áherslu á jákvæða sálfræði og mikilvægi þess að við séum meðvituð um að staldra við í áreiti hversdagsins og upplifa líðandi stundu. Þátttaka í vinnustofu Ásdísar á Hamingjudögum var ágæt og þeir sem mættu fengu mikið út úr smiðjunum og þeim aðferðum sem þar voru kynntar. Við þökkum Ásdísi innilega fyrir hennar góða framlag til hátíðarinnar árið 2011!

Svavar Knútur spilađi á Heilbrigđisstofnuninni

| 04. júlí 2011
Svavar slćr á strengi - ljósmynd IV
Svavar slćr á strengi - ljósmynd IV
« 1 af 2 »

Hamingjutónar hljómuðu um Heilbrigðisstofnunina á Hólmavík sl. fimmtudag þegar tónlistarmaðurinn Svavar Knútur sló þar á fallega strengi fyrir heimilisfólk. Svavar Knútur fékk hlýjar móttökur og var þetta ógleymanleg stund fyrir þá sem voru viðstaddir. Tónlistarmaðurinn kom færandi hendi og færði heimilisfólkinu að gjöf geisladisk sinn sem ber nafnið Amma. Sama kvöld hélt hann vel sótta tónleika fyrir gesti í Hólmavíkurkirkju þar sem allar ömmur fengu frítt inn, en um 60 manns mættu á atburðinn. Við þökkum Svavari innilega fyrir hans framlag til Hamingjudaga og óskum honum velfarnaðar og hamingju!

Hamingjuhlaupiđ - allir geta tekiđ ţátt!

| 29. júní 2011
Hamingjusamur hlaupari - www.hamingjudagar.is
Hamingjusamur hlaupari - www.hamingjudagar.is
Einn af föstu punktum Hamingjudaga á Hólmavík síðustu ár er Hamingjuhlaupið, sem er skemmtihlaup um dali og fjöll, stokka og steina. Elstu menn trúa því að hver sá sem taki þátt í hlaupinu öðlist við það meiri hamingju heldur en sá sem sleppir því að hlaupa. Yngri menn taka þetta trúanlegt.

Það stefnir í góða þátttöku í hlaupinu í ár, en frést hefur af allmörgum sem ætla að koma inn í hlaupið á mismunandi stigum þess, enda er alls engin skylda að hlaupa frá upphafi til enda. Einn af þeim sem munu stefna á þátttöku í hlaupinu er engin annar en ofurhlauparinn Gunnlaugur Júlíusson. Gunnlaugur er fyrir löngu landsþekktur fyrir glæsta frammistöðu í ofurmaraþonhlaupum þar sem hann hefur oftar en ekki hlaupið mörg hundruð kílómetra í einu. Hlaupið hefst kl. 16:00 við Gröf í Bitrufirði og lýkur kl. 20:25 við hátíðarsvæðið á Hólmavík. Koma hlauparanna markar upphaf Hnallþóruhlaðborðs Hamingjudaga, en ekki verður snert á tertunum fyrr en allir eru komnir í mark.   ...
Meira

Barţraut á Café Riis í kvöld

| 29. júní 2011
Góđa veđriđ nálgast óđfluga!
Góđa veđriđ nálgast óđfluga!
Það eru sannkallaðir hamingjustraumar sem leika um íbúa í Strandabggð þessa stundina. Fyrir stuttu síðan birti til á Hólmavík og menn litu heiðbláan og bjartan himinn í fyrsta skipti í allnokkurn tíma. Veðurspáin fyrir helgina er góð og bendir margt til þess að einna mestu hlýindin á landinu verði einmitt á Hamingjudögum á Hólmavík.

Í gær var frábært námskeið í hláturjóga í félagsheimilinu sem var vel sótt af konum á öllum aldri (en engum karlpeningi). Í kvöld verður hátíðinni haldið áfram, en þá fer fram Pub Quiz í Pakkhúsinu á Café Riis. Atburðurinn hefst kl. 21:00, en stjórnandi og spyrill er hin góðkunna Halla Steinólfsdóttir, bóndi í Ytri-Fagradal. Strandamenn eru hvattir til að mæta á atburðinn, ekkert kostar inn en til mikils er að vinna!
 

Fáđu ţér hamingjulag - í dag!

| 29. júní 2011
Söngsnillingarnar Allý og Elín - ljósm. Arnţór Ingi Jónsson
Söngsnillingarnar Allý og Elín - ljósm. Arnţór Ingi Jónsson
« 1 af 4 »
Nú er diskurinn með Hamingjulaginu 2011, Vornótt á Ströndum, loksins kominn út og í sölu. Lagið vann fimm önnur lög í lagasamkeppni sem var haldin á Hólmavík þann 20. maí, en höfundur lags og texta er Ásdís Jónsdóttir á Hólmavík. Lagið var tekið upp í frábærum gæðum af Sigurþóri Kristjánssyni í Stúdíó Gott hljóð í Borgarnesi en meðlimir í hljómsveitinni Festival spiluðu lagið. Útsetning lagsins er að miklu leyti sú sama og í keppninni, en þar var lagið útsett af Bjarna Ómari Haraldssyni á Hólmavík. Flytjendur eru yngismeyjarnar Aðalheiður Lilja Bjarnadóttir og Elín Ingimundardóttir.

Diskurinn kostar kr. 1.200.- og verður til sölu víða um Hólmavík, m.a. í Kaupfélaginu og á handverksmarkaði Strandakúnstar í Þróunarsetrinu. Einnig er hægt að panta diska í s. 894-1941 eða í netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is.

Hægt er að heyra örstutt sýnishorn af laginu með því að smella hér.
 

Stefnt ađ Íslandsmeti í hópplanki á Hamingjudögum

| 28. júní 2011
Sveitarstjóri plankar á brúninni - ljósm. Arnar S. Jónsson
Sveitarstjóri plankar á brúninni - ljósm. Arnar S. Jónsson
« 1 af 2 »
Menn gera sér ýmislegt til gamans. Eitt af því sem  hefur farið sigurför um Ísland og heiminn að undanförnu er plankið svokallaða. Plankið snýst í stuttu máli um að menn leggjast á magann, helst á óvenjulegum stað eða aðstæðum, með andlit á grúfu, hendur meðfram síðum með lappir og tær beinar. Plankið er síðan skýrt einhverju nafni og því deilt á internetinu. Fyrirbærið er sannkallaður og óvenjulegur gleðigjafi og skemmtilegt áhugamál svo lengi sem menn fara sér ekki að voða.  

Á föstudegi á Hamingjudögum á Hólmavík er stefnt að því að setja formlegt Íslandsmet í hópplanki með því að fá sem flesta gesti á kvöldvöku á Klifstúni til að planka í einu. Menn eru hvattir til að æfa sig úti í garði fram að hópplankinu. Þeir sem þjást af frjókornaofnæmi ættu þó að fara varlega í að planka í grasinu og rétt er að minna menn á að planka ekki á hættulegum stöðum.  

Meðfylgjandi þessari frétt er mynd sem sýnir hárrétt plank; rétta og fallega líkamsstöðu, óvenjulegan stað og aðstæður og sannkallaða plankgleði og hamingju. Plankarinn er enginn annar en Ingibjörg Valgeirsdóttir, sveitarstjóri Strandabyggðar. Vettvangur sveitarstjóraplanksins er Galdrasýning á Ströndum. Ingibjörg mun einmitt halda setningarræðu Hamingjudaga á kvöldvökunni á föstudagskvöldið næsta.  

Sjáið dagskrá Hamingjudaga með því að smella hér.
 

Ljósmyndasýningin "Una" eftir Tinnu Schram í Hólmakaffi

| 28. júní 2011
Ljósmyndasýningin Una - ljósm. Tinna Schram.
Ljósmyndasýningin Una - ljósm. Tinna Schram.
Þrjár flottar listsýningar koma til með að prýða Hamingjudaga í ár. Sú fyrsta sem kynnt var til leiks hér á vefnum var mósaikverkasýning og vinnustofa Ernu Bjarkar Antonsdóttur á neðstu hæð Þróunarsetursins og önnur sýningin var samsýning feðginanna Valgerðar Þóru Elfarsdóttur og Elfars Guðna Þórðarsonar. Hér er þriðja sýningin kynnt til leiks.

Una er ljósmyndasýning eftir reykvíska ljósmyndarann með Strandahjartað, Tinnu Schram. Tinna útskrifaðist úr Tækniskólanum síðastliðið vor með burtfararpróf í ljósmyndun. Sýningin sem hún  setur nú upp á Hólmakaffi var áður uppi á kaffihúsinu Öndinni í Ráðhúsi Reykjavíkur.    

Myndirnar á sýningunni eru 9 talsins og eru allar af Unu Gíslrúnu Kristinsdóttur Schram, ungri blómarós sem er einmitt búsett á Hólmavík.  Myndirnar eru allar teknar á einni kvöldstund í leik, gleði og hamingju.

Sýningin verður uppi í Hólmakaffi 1.-3. júlí og hægt verður að skoða hana milli kl. 10:00 og 18:00 alla dagana.

Listverkasýning Valgerđar Elfarsdóttir og Elfars Ţórđarsonar á Hamingjudögum

| 27. júní 2011
Valgerđur og Elfar verđa í Ráđaleysinu
Valgerđur og Elfar verđa í Ráđaleysinu
« 1 af 4 »

Þrjár flottar listsýningar koma til með að prýða Hamingjudaga í ár. Sú fyrsta sem kynnt var til leiks hér á vefnum var mósaikverkasýning og vinnustofa Ernu Bjarkar Antonsdóttur á neðstu hæð Þróunarsetursins. Hér er önnur sýningin kynnt til leiks.

Feðginin Elfar Guðni Þórðarson og Valgerður Þóra Elfarsdóttir frá Stokkseyri verða með samsýningu í Ráðaleysinu á Hamingjudögum. Sýningin verður opin frá kl. 13:00-18:00 dagana 1.-3. júlí.

Elfar Guðni Þórðarson er sjálfmenntaður í myndlist og hefur verið að mála síðan 1974. Hann málar olíumálverk í öllum stærðum og gerðum og hefur einnig t.d. málað á möppur sem eru nýttar sem gestabækur. Elfar hefur haldið margar sýningar víða um land og vakið athygli, m.a. fyrir geysistórt verk, Brennið þið vitar, sem hann málaði og útbjó í minningu Páls Ísólfssonar tónskálds. Hann er með vinnustofu og gallerí í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri.  

Valgerður Þóra Elfarsdóttir byrjaði að vinna mósaikverk fyrir ellefu árum. Hún hefur síðan þá unnið fjölbreytt verk og notar gjarnan efni úr náttúrunni til sköpunar; t.d. rekavið, grjót og sand úr fjörum landsins. Því má segja að hún sé á heimavelli í fjörunum á Ströndum. Valgerður hefur þróað listaverk sín í gegnum tíðina og prófað nýjan efnivið á borð við fjöruugler, kuðunga, skeljar og fjörusand. Eins og Elfar er hún með vinnuaðstöðu í Menningarverstöðinni á Stokkseyri.

Skráđu ţig á hláturjóganámskeiđ... núna :)

| 26. júní 2011
Nú styttist í að fyrsti atburður Hamingjudaga renni upp - menn þurfa að skrá sig til leiks sem allra fyrst! Það er námskeið í hláturjóga, en tilgangurinn með slíku jóga er að efla og styrkja líkama, huga og sál með hláturæfingum af margvíslegu tagi.  Það er Ásta Valdimarsdóttir sem kennir, en hún lærði hláturjóga í Noregi 2001 og hefur síðan haldið fjölmörg námskeið um fyrirbærið á Íslandi og í Noregi. Námskeiðið fer fram þriðjudaginn 28. júní, hefst kl. 19:00 og tekur þrjá tíma. Vísindalegar rannsóknir hafa sýnt að jákvæð viðbrögð líkamans eru þau sömu hvort sem hláturinn er sjálfsprottinn eða kallaður fram án tilefnis.    

Skráning á námskeiðið fer fram í síma 894-1941 eða í netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is. Verð á námskeiðið er kr. 2.900, en afrakstur þess nýtist fólki alla ævi. Ekki missa af þessu!!
 
Eldri fćrslur

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón