A A A

Valmynd

Fréttir

Hátíđlegur sveitarstjórnarfundur á föstudagskvöldi

| 04. júlí 2011
Sveitarstjórn samţykkir hamingjustefnu - ljósm. IV
Sveitarstjórn samţykkir hamingjustefnu - ljósm. IV
« 1 af 2 »

Sveitarstjórnarfundur 1185 var haldinn á Klifstúni í kvöld. Fundurinn var hátíðarfundur í tilefni af Hamingjudögum og voru þrjú mál á dagskrá: Hamingjusamþykkt Strandabyggðar, götuheiti á Hólmavík og heiðursborgarar í Strandabyggð. Er það mál manna að þetta hafi verið fjölmennasti sveitarstjórnarfundur sem haldinn hefur verið í manna minnum í Strandabyggð en sveitarstjórnarfundir eru opnir öllum sem á þá vilja hlýða.

Hamingjusamþykkt var samþykkt einróma fyrir sveitarfélagið Strandabyggð, götuheitinu Norðurtún var breytt í Jakobínutún til heiðurs Jakobínu Thorarensen og götuheitinu Fiskislóð breytt í Skjaldbökuslóð sem er tilvitnun í hinn merka skjaldbökufund árið 1963. Ólafía Jónsdóttir og Sverrir Guðbrandsson fengu útnefninguna heiðursborgarar Strandabyggðar og eru vel að því komin.
 

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón