A A A

Valmynd

Fréttir

Hamingjulagasamkeppnin fellur niđur í ár

| 18. maí 2012
Hamingjulagasamkeppninni sem halda átti í Félagsheimilinu laugardagskvöldið 19. maí hefur verið aflýst. Ekki bárust inn nógu mörg lög til að unnt væri að halda keppnina. Sennilega er skáldskapargyðjan bara að spara sig fyrir næsta ár :)

Í bígerð er að semja við þekktan lagahöfund á Hólmavík um að taka að sér að semja Hamingjulagið í ár - þannig að lagaþyrstir aðdáendur Hamingjudaga geta enn hlakkað til!

Sparsjóđur Strandamanna styđur viđ hátíđina

| 13. maí 2012
Fyrirtæki í heimahéraði eru dugleg að styðja við bakið á Hamingjudögum og styrkja okkur með einum eða öðrum hætti. Sparisjóður Strandamanna hefur mörg undangengin ár lagt hátíðinni lið með fjárstyrk. Árið í ár er engin undantekning. Við þökkum Sparisjóðnum innilega fyrir að vera bakhjarl og auka hamingju okkar allra!

Styrktaraðila hátíðarinnar í ár má sjá með því að smella hér

Sauđfjársetriđ leitar ađ hamingjuhúfum!

| 08. maí 2012
Furđuleikarnir eru frábćr skemmtun fyrir alla!
Furđuleikarnir eru frábćr skemmtun fyrir alla!
Furðuleikarnir eru fastur punktur á sunnudegi á Hamingjudögum. Í ár verður blásið til skemmtilegrar samkeppni um hamingjusamar furðuhúfur, en Sauðfjársetrið hefur auglýst eftir húfum til keppninnar, heimagerðum eða hönnuðum. Húfurnar mega vera prjónaðar, saumaðar, endurunnar eða gerðar úr hvaða efni sem er. Í tilkynningu kemur fram að skilafrestur er vel rúmur - skila má húfum sem eiga að taka þátt í samkeppninni til Sauðfjárseturs á Ströndum eigi síðar en laugardaginn 30. júní - daginn fyrir Furðuleika.

Það er því ekki seinna vænna en að byrja að hanna húfu og búa hana til!

Tómas Ponzi lćtur sig ekki vanta!

| 08. maí 2012
Tómas Ponzi á Hamingjudögum 2011
Tómas Ponzi á Hamingjudögum 2011
Einn af fjölmörgum góðum gestum Hamingjudaga í ár er Tómas Ponzi teiknari, en hann er Strandamönnum og gestum Hamingjudaga að góðu kunnur. Þetta verður í fjórða skiptið sem Tómas kemur til að teikna á hátíðinni, en teikningar hans hafa notið mikilla vinsælda hjá gestum og gangandi. Það ætti enginn að vera svikinn af því að setjast í stólinn, slaka á í stutta stund og láta teikna af sér eina úrvals mynd.


Hér má sjá portrettmyndir Tómasar frá árinu 2008hér eru myndir frá árinu 2009 og hér gefur að líta myndir teiknaðar á hátíðinni 2011. Við bjóðum hann innilega velkominn á Hamingjudaga!

Hrönn spámiđill mćtir snemma á Hamingjudaga

| 08. maí 2012
Hrönn Friđriksdóttir - mynd af spamidill.com
Hrönn Friđriksdóttir - mynd af spamidill.com
Einn af ástsælustu fastagestum undanfarinna Hamingjudaga er spámiðillinn Hrönn Friðriksdóttir (www.spamidill.com). Fjölmargir Strandamenn og gestir hafa nýtt sér þjónustu Hrannar sem hefur vart náð að anna eftirspurn, svo mikil hefur aðsóknin og ánægjan verið. Í sumar ætlar Hrönn að koma fyrr en venjulega á Hamingjudaga - hún kemur á miðvikudegi 27. júní og verður á Hólmavík til sunnudagsins 1. júlí.

Hrönn mun bjóða upp á heilan tíma að þessu sinni sem er 45 mínútur að lengd. Tíminn er tekinn upp og settur á disk. Í tilefni af Hamingjudögum býður Hrönn upp á sérstakt tilboð - heill tími fyrir aðeins kr. 5.000.-


Hægt er að byrja að panta tíma strax í síma 861-2505 eða í netfangið hronn@spamidill.com.

Hamingjulagasamkeppninni seinkađ til 19. maí

| 03. maí 2012
Flytjendur sigurlagsins 2011 - ljósm. AIJ
Flytjendur sigurlagsins 2011 - ljósm. AIJ
Lagasamkeppni Hamingjudaga hefur verið seinkað um viku vegna óviðráðanlegra ástæðna. Keppnin mun nú fara fram laugardaginn 19. maí, en þann sama dag er Umhverfisdagur á Hólmavík. Að sama skapi hefur skilafrestur í keppnina verið framlengdur, en nýr skilafrestur er til sunnudagsins 13. maí.

Lagahöfundar nær og fjær eru hvattir til að senda inn lag í keppnina, en allar reglur keppninnar má nálgast hér.

Hólmadrangur og KSH styđja viđ hamingjuna!

| 02. maí 2012
Merki Hólmadrangs
Merki Hólmadrangs
« 1 af 2 »
Til að halda hátíð eins og Hamingjudaga er nauðsynlegt að eiga góða bakhjarla og stuðningsaðila sem eru til í að auka hamingju heimsins í hvívetna. Fyrirtæki í Strandabyggð eru meðal þeirra sem hafa stutt vel við hátíðina í gegnum árin og ástæða er til að þakka þeim það sérstaklega. Nú þegar hafa tvö frábær fyrirtæki tekið ákvörðun um að styðja við bakið á okkur í ár; Hólmadrangur og Kaupfélag Steingrímsfjarðar á Hólmavík. Við kunnum þeim okkar bestu þakkir fyrir stuðninginn og hvetjum alla sem vettlingi geta valdið til að versla við þessu frábæru fyrirtæki.

Styrktaraðila Hamingjudaga árið 2012 má sjá með því að smella hér.

Átt ţú ljósmyndir eđa myndbönd frá snjóavetrinum 1995?

| 13. apríl 2012
Stefánsdćtur Gíslasonar viđ snjóstáliđ á Borgabraut 3 - ljósm. Stefán Gíslason
Stefánsdćtur Gíslasonar viđ snjóstáliđ á Borgabraut 3 - ljósm. Stefán Gíslason
Þeir sem voru með myndavélina á lofti snjóaveturinn mikla 1995 ættu að fara að grufla í albúmum eða skoða gömlu vídeóspólurnar. Á Hamingjudögum í sumar verður nefnilega sett upp sýning um snjóaveturinn á Hólmavík 1995. Sýningin mun samanstanda af ljósmyndum og vídeóefni, en nú þegar hefur talsvert borist af slíku efni sem er vægast sagt magnað að berja augum. Yfirskrift sýningarinnar er "Allt á kafi". 

Þeir sem luma á efni af einhverju tagi geta haft samband við Arnar S. Jónsson tómstundafulltrúa í netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is eða í síma 894-1941.


Snjóaveturinn 1995 verður lengi í minnum hafður á Hólmavík sem og annars staðar. Þessi vetur var einn sá allra snjóþyngsti í manna minnum. Veðurfar var með ágætum fyrri part vetrar, en um miðjan janúar gerði stórhríð með gríðarlegri ofankomu. Segja má að á einni nóttu hafi allt farið í kaf. Á Hólmavík voru þök húsa nálægt því að sligast undan snjóþunganum og þurftu menn þá að moka svo klukkustundum skipti. Ekki reyndist mögulegt að ferðast um á venjulegum farartækjum fyrstu dagana eftir bylinn og í blaðaviðtölum vildu sumir jafnvel meina að snjóbílar kæmust ekki einu sinni leiðar sinnar. Veturinn 1995 er greyptur í huga flestra íbúa í Strandabyggð þó ekki sé langt um liðið. Fannfergið var með hreinum ólíkindum og ljósmyndir frá þessum tíma eru lyginni líkastar og í raun er ekki hægt að lýsa þeim í orðum. 

Menningarráð Vestfjarða er styrktaraðili sýningarinnar. 

Leikhópurinn Lotta snýr aftur á Hamingjudaga!

| 13. apríl 2012
Lotta á Hamingjudögum - ljósm. af strandir.is
Lotta á Hamingjudögum - ljósm. af strandir.is
Leikhópurinn Lotta sló í gegn á Hamingjudögum í fyrra þegar þau sýndu Mjallhvíti og dvergana sjö í einmuna veðurblíðu fyrir mikinn mannfjölda. Því hefur verið ákveðið að endurtaka leikinn í sumar. Leikhópurinn Lotta kemur sem sagt með nýja leikritið sitt og sýnir gestum Hamingjudaga laugardaginn 30. júní. Uppfærsla ársins 2012 hjá þeim er Stígvélaði kötturinn. Leikritin hjá Lottu eru yfirleitt geysifjörug og full af óvæntum nálgunum og uppákomum - inn í leikritið um Stígvélaða köttinn fléttast t.d. önnur þekkt ævintýri - t.d. ævintýrin um Gullbrá og birnina þrjá og og Nýju fötin keisarans. Ókeypis verður inn á sýninguna fyrir alla gesti Hamingjudaga.


Hér er Facebook-síða Leikhópsins Lottu - endilega "lækið" við hana og fylgist með afrekum þeirra í sumar!

Mćđgur og myndir á Hamingjudögum

| 10. apríl 2012
Mćđgurnar Björk og Jóhanna - hamingjusamar!
Mćđgurnar Björk og Jóhanna - hamingjusamar!
« 1 af 4 »
Listsýningar hafa jafnan sett mikinn svið á Hamingjudaga. Komandi hátíð verður þar engin undantekning, en þó má fullyrða að nánari tenging verði við listamenn á og frá Hólmavík en oft áður. Fyrstu listamennirnir sem kynntir eru til leiks í ár eru mægðurnar Björk Jóhannsdóttir og Jóhanna Stefánsdóttir, en þær verða með samsýningu í hinu einstaka Ráðaleysi yfir Hamingjudagana.

Björk mun sýna litríkar vatn- og tússlitamyndir og einnig akrýlmyndir á striga, en Jóhanna er þessi misserin að vinna með klippimyndir sem byggja m.a. á heimsþekktum málverkum. Það verður án efa gaman að fylgjast með þessari skemmtilegu sýningu og óvenjulegu blöndu þeirra mæðgna á Hamingjudögum.


Rétt er að minna á að eiginmaðurinn og pabbinn - Stefán Gíslason - verður með æði langan gjörning á laugardeginum. Hann ber nafnið Hamingjuhlaupið.

Eldri fćrslur

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón