A A A

Valmynd

Fréttir

Hrönn spámiđill mćtir snemma á Hamingjudaga

| 08. maí 2012
Hrönn Friđriksdóttir - mynd af spamidill.com
Hrönn Friđriksdóttir - mynd af spamidill.com
Einn af ástsælustu fastagestum undanfarinna Hamingjudaga er spámiðillinn Hrönn Friðriksdóttir (www.spamidill.com). Fjölmargir Strandamenn og gestir hafa nýtt sér þjónustu Hrannar sem hefur vart náð að anna eftirspurn, svo mikil hefur aðsóknin og ánægjan verið. Í sumar ætlar Hrönn að koma fyrr en venjulega á Hamingjudaga - hún kemur á miðvikudegi 27. júní og verður á Hólmavík til sunnudagsins 1. júlí.

Hrönn mun bjóða upp á heilan tíma að þessu sinni sem er 45 mínútur að lengd. Tíminn er tekinn upp og settur á disk. Í tilefni af Hamingjudögum býður Hrönn upp á sérstakt tilboð - heill tími fyrir aðeins kr. 5.000.-


Hægt er að byrja að panta tíma strax í síma 861-2505 eða í netfangið hronn@spamidill.com.

Facebook

Hamingjumyndir

Viđ gamla bćinn í Gröf í Bitru viđ upphaf Hamingjuhlaupsins 2. júlí 2011. Ţađan lögđu ţessir hraustu hlauparar af stađ upp úr kl. 16 ţennan laugardag áleiđis til Hólmavíkur, ţar sem Hamingjudagar Á Hólmavík stóđu sem hćst.

F.v. Gunnlaugur Júlíusson, Stefán Gíslason, Finnur Dagsson, Hafţór Benediktsson, Birkir Ţór Stefánsson, Ingimundur Grétarsson og Guđmann Elísson. 

(Ljósm. Rögnvaldur Gíslason og © Stefán Gíslason)
Vefumsjón