A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Ungmennaráđsfundur 14. júní

Ungmennaráð Strandabyggðar Fundargerð Hólmavík 14. júní 2023

Mættir eru: Benedikt Jónsson, Jóhanna Rannveig Jánsdóttir, Ólöf Katrín Reynisdóttir, Þorsteinn Óli Viðarsson, Unnur Erna Viðarsdóttir. Fundarritari er Hrafnhildur Skúladóttir, íþrótta- og tómstundafulltrúi.
Fundur er settur: 15:06
Dagskrá:
1. Okkar virkni sem áheyrndarfulltrúar
2. Nýr staður fyrir litla róló
3. Hvetja Strandabyggð að opna fyrir matarvagna í sumar
4. Fræðslur/fyrirlestrar
5. Nýsköpunarverkefni
6. Önnur mál

Þá var gengið til dagskrár:
1. Okkar virkni sem áheyrndarfulltrúar
➢ Benedikt fór yfir þá fundi sem hann hefur setið sem áheyrnarfulltrúi hjá fræðslunefnd. Ungmennaráð ályktaði um nafngift á sameinaðan skóla og leggur til að hann fái nafnið ,,Hólmavíkurskóli“ en sú tillaga var samþykkt samhljóða.
➢ Jóhanna Rannveig fór yfir setu á fundum hjá TÍM nefnd. Ungmennaráði finnst afar leitt að ekki verði haldnir Hamingjudagar í ár og ætlar að skoða framkvæmd hátíðarhalda.
➢ Ólöf Katrín gerir grein fyrir fundum í Atvinnu- dreifbýlis- og hafnarnefnd. Ungmennaráð spyr hvernig verður með girðingarvinnu í sumar, frá Hrófá út að Grjótá, hvort girðingarvinnan verði boðin út eða hvort starfsfólk Strandabyggðar eigi að girða.
Ungmennaráð vill ekki að hleðslustöðvar fyrir Teslu verði staðsettar tjaldsvæðamegin við aðalgötu. Sú staðsetning verður til þess að umferð gangandi vegfarenda yfir aðalbraut og í þjónustu Krambúðar megin og mun auka slysahættu. Ungmennaráð telur ekki vera svigrúm fyrir þessa auknu umferð á þessu svæði. Ungmennaráð leggur til að Teslu hleðslustöðvarnar verði staðsettar
a) á svæði túni í framhaldi af núverandi hleðslustöðvum
b) þar sem þvottaplanið er staðsett núna
c) þar sem flutningabílarnir leggja yfirleitt núna á bílastæði við Krambúðina
➢ Þorsteinn Óli fékk ekki fundaboð á síðasta fund hjá umhverfis- og skipulagsfund en hefur setið einn fund. Þar var talað um að breyta gamla vatnstakninum í útsýnispall.
➢ Ungmennaráðið biður en og aftur formenn ráða Strandabyggðar að passa að áheyrndarfulltrúar fái fundarboð.

2. Nýr staður fyrir lilla róló
➢ Ungmennaráðið leggur til að lillaróló verður færður á milli félagsheimilis og íþróttamiðstöðvarinnar.

3. Hvetja Strandabyggð að opna fyrir matarvagna í sumar
➢ Ungmennaráðið væri til í að fá matarvagna til Hólmavíkur í sumar. Hugmyndir um matarvagna eru:
a. Pylsuvagn
b. Fish&chips
c. Tasty (hamborgarar)
➢ Hægt er að skoða fleiri vagna á reykjavikstreetfood.is
➢ Ungmennaráðið hefur sent fyrirspurn um kostnað og tíma á reykjavikstreetfood.is

4. Fræðslur/fyrirlestrar
➢ Ungmennaráðið ætlar að vera með augun opin fyrir skemmtilegum fyrirlestrum fyrir ungmenni í sumar og vera kominn með uppástungur á næsta ungmennaþingi sem verður haldið eftir sumarið.

5. Nýsköpunarverkefni
➢ Nýsköpunarverkefni verður tilkynnt á næsta ungmennaþingi sem verður haldið eftir sumarið.

6. Önnur mál
➢ Ungmennaþing
a. Næsta ungmennaþing verður haldið 11. ágúst klukkan 16:00-18:00.

Fundargerðin yfirfarin og samþykkt. Ekki var fleira tekið fyrir og fundi slitið kl: 16:34 

Unnur Erna Viðardóttir (sign)
Benedikt Jónsson (sign)
Þorsteinn Óli Viðarsson (sign) 
Ólöf Katrín Reynisdóttir (sign) 
Jóhanna Rannveig Jánsdóttir (sign) 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón