A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Tómstunda-,íþrótta- og menningarnefnd 23.1.2023


Fundur var haldinn í Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd
mánudaginn 23. janúar í Hnyðju, Höfðagötu 3 á Hólmavík, og hófst fundurinn kl. 17:00.
Eftirtaldir nefndarmenn sátu fundinn: Sigríður Jóndóttir formaður, Kristín Anna Oddsdóttir,
Jóhanna Rósmundsdóttir, Jóhann Björn Arngrímsson, Magnús Steingrímsson.
Hrafnhildur Skúladóttir íþrótta- og tómstundafulltrúi sem ritar fundargerð. Jóhanna Rannveig
Jánsdóttir er forfölluð.

Fundarefni:
1. Val á íþróttamanneskju ársins
2. Niðurstöður fjárhagsáætlunar
3. Innra mat og úrbótaáætlun íþróttamiðstöðvar
4. Yfirferð íþróttastarfs almennt
5. Hátíðardagskrá ársins
6. Önnur mál

Þá var gengið til dagskrár:

1. Val á íþróttamanneskju ársins
Stjórn TÍM nefndar var einhuga um val á Íþróttamanni ársins í Strandabyggð og
tilnefningu til Hvatningarverðlauna Strandabyggðar.

2. Niðurstöður fjárhagsáætlunar
a. Nefndin gerir athugasemd við að ekki er gert ráð fyrir neinu fjármagni í
sumarnámskeið Strandabyggðar, Sumarbörn, næsta sumar.
b. Nefndin bendir á að ekkert fjármagn er eyrnamerkt Lillaróló, sem á að færa.

3. Innra mat og úrbótaáætlun íþróttamiðstöðvar
Ástand og úrbætur íþróttamiðstöðvar kynntar fyrir nefndinni.

4. Yfirferð íþróttastarfs almennt.
Almennt íþróttastarf kynnt og rætt. Nefndin leggur til að opnun íþróttamiðstöðvar
verði færð í það horf að aftur verði lokað kl 16 á föstudögum en opnað í staðinn kl 10
á laugardagsmorgnum.2

5. Hátíðardagskrá ársins
a. Könnun vegna Hamingjudaga
i. Tæplega 10 % íbúa Strandabyggðar, 45 einstaklingar, tóku þátt í
könnuninni. Þar af vildu 34 einstaklingar eða 75,6% halda hátíðina
áfram en 11 einstaklingar eða 24,4% vildu leggja þessi hátíðarhöld af.
ii.
Niðurstöður könnunarinnar má sjá hérna:
34 Já - 11 Nei
22 árlega – 8 annað hvert ár – 6 þriðja hvert ár – 9 aldrei
22 árlega – 8 annað hvert ár – 6 þriðja hvert ár – 9 aldrei

Nefndin sér ekki fram á að sveitarfélagið geti staðið fyrir hátíðarhöldum um
Hamingjudaga á komandi sumri, þar sem hvorki er fjármagni til að dreifa eða
skýrum vilja íbúa Strandabyggðar, sem tóku þátt í könnuninni, til að taka þátt
í framkvæmd hátíðarhaldanna.
b. Nefndin leggur til að auglýst verði á heimasíðu Strandabyggðar hvort áhugi
sé hjá einstaklingum, fyrirtækjum eða félagasamtökum á svæðinu, á að halda
sumarhátíð undir nafni Hamingjudaga.3

6. Önnur mál.
a. Íris Björg Guðbjartsdóttir hefur óskað eftir leyfi frá nefndarstörfum út þetta
kjörtímabil. Þökkum við henni fyrir nefndarþátttöku og vel unnin
nefndarstörf. Magnús Steingrímsson kemur inn sem aðalmaður í TÍM nefnd í
hennar stað og bjóðum við hann velkominn.

Fundargerðin yfirfarin og samþykkt.

Ekki var fleira tekið fyrir og fundi slitið kl: 19:33

Sigríður Jónsdóttir
Kristín Anna Oddsdóttir
Jóhanna Rósmundsdóttir
Jóhann Björn Arngrímsson
Magnús Steingrímsson

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón