A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd - 27. maí 2013

Fundargerð TÍM-fundar

  

Fundur var haldinn Tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar mánudaginn 27.5.2013 kl. 18:00 í Hnyðju að Höfðagötu 3 á Hólmavík. Mætt voru Ásta Þórisdóttir formaður, Salbjörg Engilbertsdóttir, Kristjana Eysteinsdóttir, Jóhann Lárus Jónsson,  Barbara  Guðbjartsdóttir varamaður og. Júlíus Freyr Jónsson boðaði forföll. Salbjörg ritaði fundargerð.

 

 

Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:

 

1.              Hamingjudagar.

 

Lögð var fram til kynningar skýrsla tómstundafulltrúa þar sem fram kemur hverju er lokið af vinnu við Hamingjudaga. Salbjörg vék af fundi.   Nefndin vill leggja til að Salbjörg Engilbertsdóttir verði ráðin í hlutastarf sem framkvæmdastjóri í samstarfi við nýráðin Tómstundafulltrúa.  Salbjörg kom aftur inn á fundinn  Ýmis dagskráratriði rædd og skipulag hátíðarinnar.   

           

2.              Önnur mál. 

a)     Strandabyggð hefur sótt um að halda Landsmót 50+ árið 2015 og sat sveitarstjórn nýverið fund með U.M.F.Í.

b)     Barbara varamaður óskar eftir að varamenn fái send gögn eins og aðalmenn.

 

 

Næsti fundur áætlaður kl. 20.00 12. júní

 

 

 

 

 

Fundi slitið kl. 19:50.

 

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón