A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd - 23. október 2014

Fundur var haldinn í Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar mánudaginn 23. október kl. 20:00 í Hnyðju, Höfðagötu 3 á Hólmavík. Mætt voru Ingibjörg Benediktsdóttir, Ásta Þórisdóttir, Júlíana Ágústsdóttir og Salbjörg Engilbertsdóttir. Lýður Jónsson mætti sem varamaður fyrir Júlíus Frey Jónsson. Esther Ösp Valdimarsdóttir tómstundafulltrúi sat einnig fundinn og ritaði fundargerð.

 

Ingibjörg Benediktsdóttir formaður setti fundinn.

 

  1. 1.      Formaður Skíðafélags Strandamanna boðaður á fundinn

a. Rósmundur Númason formaður Skíðafélags Strandamanna mætir á fundinn og kynnir verkefnastöðu félagsins.

b. Rætt um byggingu skíðaskála í Selárdal og fjáröflunarleiðir. Gert er ráð fyrir að byggingin kosti um 12 milljónir en Sparisjóðurinn hefur veitt lán auk þess sem Strandabyggð hefur styrkt verkefnið um 2 milljónir og Héraðssambandið um 250  þúsund. Gert er ráð fyrir að húsið, sem er braggi byggður úr einingum verði kominn upp fyrir veturinn en í honum verður kaffistofa, salernisaðstaða og geymsla fyrir troðara, sleða og skíði.

c. Húsið mun án efa efla starfið og auka möguleikann á því að halda mót. Aðgengi er fyrir fatlaða og möguleikinn á að setja milliloft t.d. fyrir svefnaðstöðu er fyrir hendi.

d. Eins er fjallað um vetrarstarfið en ráðgert er að hafa 2-3 æfingar vikulega í vetur með sömu þjálfara og undanfarin ár. Til að byrja með verður ein inniæfing á línuskautum og önnur úti. Sjö skíðamót verða haldin á vegum félagsins í vetur auk Strandagöngunnar. Enginn fer í Vasagönguna í ár eins og almennt er.

e. Skíðafélagið er næststærsta íþróttafélagið í Héraðssambandi Strandamanna. Í því eru á að giska 70 skráðir iðkendur en um 30 eru virkir.

f. Rætt um möguleikann á því að setja upp skíðalyftu þegar fram líða stundir.

g. Ræddur sá möguleiki að byggja upp skíðaaðstöðu í Brandskjólum að því gefnu að þar snjói nægilega, enda bíður það upp á að fleiri geti stundað íþróttina.

h. Kynningaræfingar voru haldnar síðastliðinn vetur. Það gekk mjög vel og ráðgert er að endurtaka það aftur í vetur.

i. Snjódagurinn verður einnig haldinn hátíðlegur.

j. Skíðafélagið er með heimasíðuna www.skidafelag.123.is og er líka á Facebook.

k. Stjórn Skíðafélagsins skipa Rósmundur Númason, Ragnar Bragason, Vala Friðriksdóttir, Vignir Örn Pálsson og Aðalbjörg Óskarsdóttir.

l. Árgjaldið í skíðafélagið er 2000 kr. en 1000 kr. fyrir börn. Engin æfingagjöld eru í skíðafélaginu.

m. Öll vinna í skíðafélagi Strandamanna er gerð í sjálfboðavinnu.

n. Nefndin þakkar fyrir góða heimsókn.

 

  1. 2.      Trúnaðaryfirlýsing

Nefndarmeðlimir skrifa undir trúnaðaryfirlýsingu

 

  1. 3.      Bæjarhátíðir árið 2015

Menningarviðburðir ársins 2015 dagsettir

a. Hörmungardagar 20.–22. febrúar

b. Hamingjudagar 26.-28. júní

c. Kvikmyndahátíðin Skjaldbakan 10.-16. ágúst

 

  1. 4.      SEEDS samstarf

Rætt og lagt fram til kynningar.

 

  1. 5.      Endurnýjun styrktarsamninga

Kynnt að flestir styrktarsamningar renni út nú um áramót og að tímabært sé fyrir félög að sækja um endurnýjun þeirra til sveitarstjóra.

 

  1. 6.      Samfelldur dagur barnsins

Vinnuhópur undir forystu Ástu Þórisdóttur hefur hafið störf og kannar nú hvernig þessum málum er háttað í öðrum sveitarfélögum og mögulegar útfærslur í Strandabyggð.

 

 

 

  1. 7.      Málefni Ungmennahúss

a. Ungmennahús hefur flutt og deilir nú húsnæði með Dreifnámsbrautinni að Hafnarbraut 19. Starfið í nýja húsnæðinu er þegar hafið samkvæmt skipulagi húsráðs sem hefur háleitar hugmyndir.

b. Húsráðið hefur fengið styrk til að sækja Starfsdaga Ungmennahúsa á vegum Samfés á Selfossi 31. október – 2. nóvember.

c. Nefndin óskar eftir því að haldinn verði opinn viðburður í Ungmennahúsinu sem fyrst auk þess að birt verði dagskrá.

 

  1. 8.      Málefni Ozon

Enn hafa ekki náðst samningar við Kaldrananeshrepp og Árneshrepp um aðild að Ozon. Nefndin er þeirrar skoðunar að réttast sé að sveitarstjóri sendi formlegt erindi um efnið á viðkomandi sveitarstjórnir.

 

  1. 9.      Ljóða- og bókmenntavika

Lagt fram til kynningar. Auðbókin kynnt sérstaklega auk ljóða- og smásagnakeppni þar sem Andri Snær Magnason, Eiríkur Örn Nordahl og Bára Örk Melsted verða í dómnefnd. Andri Snær verður enn frekur með dagskrá í vikunni.

 

  1. 10.  Árshátíð starfsmanna Strandabyggðar

a. Kynnt að ákveðið hefur verið að hálfu sveitarstjórnar að halda ekki sameiginlegan starfsdag að þessu sinni en að engu að síður eigi að halda árshátíð skipulagða af TÍM nefnd 14. nóvember og þá helst í heimabyggð.

b. Nefndinni þykir eðlilegt að sveitarfélagið greiði árshátíðina niður fyrir starfsmenn sína ef svo er ekki þá telur nefndin enga fyrirstöðu vera fyrir því að halda árshátíð í öðru sveitarfélagi.

c. Tómstundafulltrúa er gert að kynna dagsetninguna og nánari útfærslur um leið og þær eru tilbúnar.

d. Formaður nefndar og tómstundafulltrúi taka að sér að skipuleggja dagskrána en allar deildir eiga að leggja til skemmtiatriði.

e. Lagt til að starfsdagur Strandabyggðar og árshátíð Strandabyggðar árið 2015 verði haldin 30. október og þá skipulögð af Atvinnumálanefnd.

 

  1. 11.  Önnur mál

a. Ákveðið að boða fulltrúa Kvenfélagsins á næsta fund TÍM nefndar.

b. HSS á 70 ára afmæli þann 19. nóvember. Nefndin fagnar því og óskar þeim velfarnaðar að tilefni þessara tímamóta.

c. Magnús Rafnsson og Ólafur Engilbertsson úr stjórn Baskavinafélagsins hafa sent bréf þess efnis um hvort áhugi gæti verið á því að Strandabyggð gerist vinabær San Sebastian í Baskahéruðum Spánar enda saga byggðanna tengd í gegn um Jón Lærða. San Sebastian verður menningarhöfuðborg Evrópu árið 2016. Nefndin hvetur stjórn Baskavinafélagsins til að senda formlegt erindi til sveitarstjórnar.

 

Fundi slitið kl. 22:30

 

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

 

Ingibjörg Benediktsdóttir

Ásta Þórisdóttir

Júlíana Ágústsdóttir

Salbjörg Engilbertsdóttir

Lýður Jónsson

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón