A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórnarfundur 1321 í Strandabyggđ - 10. ágúst 2021

Sveitarstjórnarfundur nr. 1321 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 10. ágúst 2021 í Hnyðju, Höfðagötu 3, og hófst kl. 16:00. Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sátu fundinn: Jón Gísli Jónsson, Ásta Þórisdóttir, Guðfinna Lára Hávarðardóttir, Pétur Matthíasson og Jón Jónsson sem jafnframt ritaði fundargerð.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi: 

 1. Fjallskilaseðill 2021. 
 2. Fyrirspurn frá Þorgeiri Pálssyni varðandi þjónustukaup, útboð og styrki, dags. 12. júlí 2021 
 3. Aðalfundur Sorpsamlags Strandasýslu ehf frá 6. ágúst 2021 
 4. Fundargerð Fræðslunefndar Strandabyggðar frá 5. ágúst 2021  
 5. Samningur við Vestfjarðastofu um stuðning við Þróunarsetrið á Hólmavík á árinu 2021, í tengslum við styrktarflokkinn: Nýsköpunar- og samfélagsmiðstöðvar  

Oddviti bauð fundarmenn hjartanlega velkomna og spurði hvort athugasemdir væru við fundarboðið. Ekki voru gerðar athugasemdir.

 

Þá var gengið til dagskrár: 

 1. Fjallskilaseðill 2021

Lögð voru fram drög að fjallskilaseðli fyrir árið 2021. Samþykkt að birta þær dagsetningar á leitum og réttum sem þar koma fram, á vef sveitarfélagsins hið fyrsta. Pétri Matthíassyni formanni Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefndar er falið að ganga frá seðlinum þegar upplýsingar um fjáreign sem óskað hefur verið eftir berast og halda fund um fjallskilaseðilinn hjá Atvinnu-, dreifbýlis og hafnarnefnd sem síðan er falið að senda hann út.  
 

 1. Fyrirspurn frá Þorgeiri Pálssyni varðandi þjónustukaup, útboð og styrki, dags. 12. júlí 2021 

Tekið var fyrir erindi frá Þorgeiri Pálssyni dags. 12. júlí 2021. Þar leggur hann fram eftirfarandi fyrirspurnir:

 

„Ég óska hér með formlega eftir því að sveitarstjórn Strandabyggðar fjalli um þetta erindi mitt á sveitarstjórnarfundi í ágúst og svari eftirfarandi spurningum: 

 1. Hver er heildarupphæð þeirrar þjónustu sem Strandabyggð hefur keypt af Trésmiðjunni Höfða kt 501105-1200 sl. 20 ár?
 2. Í hve mörgum tilvikum var um útboð verkefna að ræða?
 3. Var viðgerð á Grunnskóla Hólmavíkur boðin út?
 4. Var viðbygging leikskólans Lækjarbrekku á Hólmavík boðin út?
 5. Hver er heildarupphæð styrkveitinga (beinna og óbeinna) sveitarfélagsins Strandabyggðar til Galdrasýningar á Ströndum (Galdrasafnsins) kt. 540300-2080 sl. 20 ár?
 6. Hver er heildarupphæð styrkveitinga (beinna og óbeinna) til Sauðfjárseturs á Ströndum, kt 580209-1570 sl. 20 ár?“


Svar sveitarstjórnar við bréfi Þorgeirs:

 

Samkvæmt samantekt skrifstofustjóra Strandabyggðar er um eftirfarandi upphæðir að ræða: 

 1. Samtals 175.062.792.- Meðal verkefna á tímabilinu eru viðbygging við leikskólann, ýmis viðhaldsverkefni við grunnskólann, réttarbyggingar, þjónustuhús á tjaldsvæði, framkvæmdir í Þróunarsetri og fleira.
 2. Við skiljum spurninguna þannig að átt sé við verkefni sem Trésmiðjan Höfði fékk eftir útboð og þau eru þrjú talsins.
 3. Nei, viðgerða- og viðhaldsverkefnin við grunnskólann voru ekki boðin út.
 4. Já, báðar viðbyggingarnar sem ráðist hefur verið í síðastliðin 20 ár voru boðnar út.
 5. Samtals 53.446.462.- Upphæðin byggist að langmestu leyti á styrktar- og þjónustusamningi vegna reksturs Upplýsingamiðstöðvar ferðamála fyrir Strandabyggð, frá árinu 2008 til 2020. Áður rak sveitarfélagið sjálft Upplýsingamiðstöðina í áratug í anddyri félagsheimilisins. Samningurinn var ekki framlengdur í lok árs 2020, en þá var samþykktur rekstrarstyrkur til stofnunarinnar 2 millj. á ári til þriggja ára frá og með 2021. Framlög sveitarfélagsins til Strandagaldurs ses utan þessa samnings á tímabilinu eru samtals 315 þúsund.
 6. Samtals 7.662.500.- Sauðfjársetur á Ströndum ses hefur samkvæmt styrktarsamningum fengið 850 þús á ári í rekstrarstuðning frá sveitarfélaginu frá árinu 2015 og áður 600 þús á ári fjórum sinnum. Þess utan framlög að upphæð 162.500.- Til viðbótar afsalaði Strandabyggð sér þriðjungshlut í félagsheimilinu Sævangi, sem kom frá Ungmennafélaginu Hvöt þegar það var lagt niður, til Sauðfjárseturs á Ströndum ses á árinu 2020. Áður hafði sveitarfélagið afsalað sér 2/3 hlutum hússins árið 2007 til Félags áhugamanna um Sauðfjársetur, þeim hlutum sem áður tilheyrðu Kirkjubólshreppi, Kvenfélaginu Björk og Lestrarfélagi Tungusveitar.

Oddvita falið að senda svar við erindi Þorgeirs.

 

 1. Aðalfundur Sorpsamlags Strandasýslu ehf frá 6. ágúst 2021 

Lögð fram til kynningar fundargerð frá aðalfundi Sorpsamlags Strandasýslu ehf frá 6. ágúst 2021. Sveitarstjórn óskar eftir að fundargerðin verði birt á vef sveitarfélagsins.


     4. Fundargerð Fræðslunefndar Strandabyggðar frá 5. ágúst 2021  

Lögð fyrir fundinn fundargerð Fræðslunefndar Strandabyggðar frá 5. ágúst 2021. Sveitarstjórn tekur eindregið undir þær hugmyndir sem settar eru fram í lið 1. Varðandi lið 4 þá samþykkir sveitarstjórn samhljóða skóladagatöl grunnskóla og leikskóla, með þeirri breytingu sem nefndin lagði til um fækkun vetrarfrísdaga úr fjórum í tvo. Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina að öðru leyti.

 
    5. Samningur við Vestfjarðastofu um stuðning við Þróunarsetrið á Hólmavík á árinu 2021, í tengslum við styrktarflokkinn: Nýsköpunar- og samfélagsmiðstöðvar 

Lagður fram samningur við Vestfjarðastofu um stuðning við sveitarfélagið Strandabyggð á árinu 2021 um verkefnið Þróunarsetrið á Hólmavík. Framlagi Vestfjarðastofu fagnað og oddvita falið að skrifa undir samninginn. Sigurði Líndal þakkað fyrir veitta aðstoð.

 

Fundargerðin yfirfarin og samþykkt.  

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 16:36.

 

Jón Gísli Jónsson

Guðfinna Lára Hávarðardóttir

Ásta Þórisdóttir

Pétur Matthíasson

Jón Jónsson

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón