A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórnarfundur 1313 í Strandabyggđ, 12.01.21

 

Sveitarstjórnarfundur 1313 í Strandabyggð

Fundur nr.  1313 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 12. janúar 2021 í Hnyðju, Höfðagötu 3. kl. 16:00. Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sátu fundinn:  Jón Gísli Jónsson, Ásta Þórisdóttir, Eiríkur Valdimarsson, Guðfinna Lára Hávarðardóttir og Pétur Matthíasson. Þorgeir Pálsson ritaði fundargerð.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 

 1. Staðfesting á lánasamningum vegna endurfjármögnunar lána hjá Lánasjóði sveitarfélaga
 2. Forstöðumannaskýrslur og verkefni sveitarstjóra
 3. Nefndarfundir
  1. Tómstunda- og íþróttanefnd, 11.01.21
 4. Gjaldskrárbreytingar, reglur
  1. Gjaldskrá fráveitu
  2. Gjaldskrá vatnsveitu
  3. Gjaldskrá byggingarleyfa ofl
  4. Gjaldskrá fyrir gáma- og geymslusvæði
  5. Reglur um gáma- og geymslusvæði
 5. Sterkar Strandir – fundargerð frá 22.12.20 - til kynningar
 6. Vestfjarðastofa – fundargerðir 31 og 32 frá 27.10.20 og 16.12.20 – til kynningar
 7. Vestfjarðastofa, starfsáætlun 2021 – til kynningar
 8. Samband íslenskra sveitarfélaga – fundargerð 892 frá 11.12.20 – til kynningar
 9. Hafnarsamband Íslands – fundargerðir 429 og 430 frá 26.11.20 og 11.12.20 – til kynningar.

 

Þá var gengið til dagskrár.  Oddviti setti fundinn kl. 16.05 og bauð fundarmenn velkomna.

 

Oddviti tilkynnti um afbrigði vegna erindis um skógrækt í Steinadal sem verður liður nr. 10 í dagskrá.  Sveitarstjórn samþykkti afbrigðið

 

 

 1. Staðfesting á lánasamningum vegna endurfjármögnunar lána hjá Lánasjóði sveitarfélaga

 

Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:

 

„Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi 1313 að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 75.689.520,  með útgreiðslufjárhæð allt að kr. 84.210.375 með lokagjalddaga þann 15. nóvember 2055, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér.

 

Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

 

Er lánið tekið til endurfjármögnunar á eldri lánum hjá Lánasjóðnum sem upphaflega voru tekin vegna framkvæmda sveitarfélagsins sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

 

Jafnframt er Þorgeiri Pálssyni, sveitarstjóra kt. 100463-5989, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Strandabyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.“

 

Einnig var um að ræða lán Veitustofnunar:

 

„Ákvörðun um veita einfalda ábyrgð, veðsetningu í tekjum til tryggingar ábyrgð og veiting umboðs til að undirrita lánasamning og taka að sér þær skuldbindingar sem greinir í lánsamningi vegna láns Veitustofnun Strandabyggðar frá Lánasjóði sveitarfélaga:

 

Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 1. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Veitustofnun Standabyggðar hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstólsfjárhæð allt að kr. 14.922.355,  með útgreiðslufjárhæð allt að kr. 16.602.259,  með lokagjalddaga þann 15. nóvember 2055, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir.

 

Er lánið tekið til endurfjármögnun eldri lána hjá Lánasjóðnum sem upphaflega voru tekin vegna framkvæmda sveitarfélagsins sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

 

Jafnframt er Þorgeir Pálsson, sveitarstjóra, kt. 100463-5989, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Strandabyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.“

 

Sveitarstjórn staðfestir lánasamningana.

 

 1. Forstöðumannaskýrslur og verkefni sveitarstjóra

Sveitarstjórn áréttar ósk um ítarlegri upplýsingar í forstöðumannaskýrslum.

 

 1. Nefndarfundir
  1. Tómstunda- og íþróttanefnd, 11.01.21

Formaður rakti efni fundarins.  Umræða spannst um sameiningu alls félagsstarfs í félagsheimili.

 

Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina.

 

 1. Gjaldskrárbreytingar, reglur
  1. Gjaldskrá fráveitu
  2. Gjaldskrá vatnsveitu
  3. Gjaldskrá byggingarleyfa ofl
  4. Gjaldskrá fyrir gáma- og geymslusvæði
  5. Reglur um gáma- og geymslusvæði

 

Í ljósi nýrra upplýsinga er afgreiðslu á lið 4 frestað til næsta fundar.

 

 1. Sterkar Strandir – fundargerð frá 22.12.20 - til kynningar

Oddiviti tilgreindi breytingar í verkefnastjórn. Einnig kom fram að verkefnastjórn óskar eftir fundum með sveitarstjórn og forstöðumönnum stofnanna.

 

 1. Vestfjarðastofa – fundargerðir 31 og 32 frá 27.10.20 og 16.12.20 – til kynningar

Sveitarstjórn ítrekar óskir um að fundargerðir berist fyrr. Lagt fram til kynningar.

 

 1. Vestfjarðastofa, starfsáætlun 2021 – til kynningar

Lagt fram til kynningar.

 

 1. Samband íslenskra sveitarfélaga – fundargerð 892 frá 11.12.20 – til kynningar

Lagt fram til kynningar.

 

 1. Hafnarsamband Íslands – fundargerðir 429 og 430 frá 26.11.20 og 11.12.20 – til kynningar.

Lagt fram til kynningar.


10 Skógrækt í Steinadal.

Fyrir liggur erindi um skógrækt í Steinadal en afgreiðslu málsins var frestað á síðasta fundi þar sem umsögn frá Minjastofnun um svæðið lá ekki fyrir. Umsögn Minjastofnunar hefur nú borist.

 

Sveitarstjórn telur að skógræktaráformin séu ekki háð framkvæmdaleyfi þar sem skógræktarsvæðið er innan við 200 ha. Hins vegar er þörf á því að gera fornleifaskráningu á svæðinu sbr. umsögn Minjastofnunar, dags. 12. janúar 2021.

 

 

Fundargerð lesin yfir og ekki fleira tekið fyrir.  Fundi slitið kl. 17.25.

 

Ásta Þórisdóttir

Eiríkur Valdimarsson

Guðfinna Lára Hávarðardóttir

Jón Gísli Jónsson

Pétur Matthíasson

 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón