A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn Strandabyggðar 1179 - 23. mars 2011

Sveitarstjórnarfundur nr. 1179 var haldinn í sveitarstjórn Strandabyggðar miðvikudaginn 23. mars 2011 á skrifstofu sveitarfélagsins að Höfðagata 3. Oddviti sveitarstjórnar, Jón Gísli Jónsson setti fundinn sem hófst kl. 18:15. Auk hans voru á fundinum Jón Jónsson varaoddviti, Ásta Þórisdóttir, Bryndís Sveinsdóttir og Katla Kjartansdóttir. Ingibjörg Valgeirsdóttir, sveitarstjóri Strandabyggðar, sat einnig fundinn og ritaði fundargerð. 

 

Dagskrá fundarins var eftirfarandi:

 

Fundarefni:
1. Skýrsla sveitarstjóra
2. Endurnýjun samnings um barnavernd, erindi frá félagsmálastjóra Stranda og Reykhólahrepps, dags. 14. mars 2011
3. Lausn frá störfum í Fræðslunefnd Strandabyggðar, erindi Jón Jónsson, dags. 10. mars 2011
4. Samningur um rekstur Upplýsingamiðstöðvarinnar á Hólmavík, erindi frá Sigurði Atlasyni, framkvæmdastjóra Strandagaldurs ses, dags. 10. mars 2011
5. Ímyndarherferð - Jákvæð sýn á Vestfirði, erindi frá Markaðsstofu Vestfjarða, dags. 4. mars 2011.
6. Ósk eftir að fá Taflfélagshúsið leigt undir smíða- og handíðaverkstæði, erindi frá Sævari Benediktssyni, dags. 16. mars 2011
7. Lögreglusamþykkt á Vestfjörðum, erindi frá Úlfari Lúðvíkssyni, lögreglustjóra, dags. 8. mars 2011
8. Styrkbeiðni: Vegna Strandagöngu, erindi frá Skíðafélagi Strandamanna, dags. 3. mars 2011
9. Styrkveiting: Til verkefna í þágu langveikra barna og barna með ADHD-greiningu, erindi dags. 4. mars 2011
10. Styrkbeiðni: Specialisterne á Íslandi, erindi dags. Í mars 2011.
11. Fundargerð: Eigendafundur Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna, dags. 2. mars 2011.
12. Fundargerð Fjórðungssambands Vestfirðinga, dags. 11. febrúar 2011
13. Fundargerð Fjórðungssambands Vestfirðinga, dags. 4. mars 2011
14. Fundargerð Fjórðungssambands Vestfirðinga, dags. 11. mars 2011
15. Fundargerð Atvinnumála- og hafnarnendar, dags. 16. mars 2011
16. Fundargerð Bygginga-, umferðar- og skipulagsnefndar, dags. 21. mars 2011

 

Þá var gengið til dagskrár:   


1. Skýrsla sveitarstjóra


Lögð fram til kynningar.

 

2. Endurnýjun samnings um barnavernd, erindi frá félagsmálastjóra Stranda og Reykhólahrepps, dags. 14. mars 2011


Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að gerður verði nýr samningur um barnaverndarnefnd. Sveitarstjórn Strandabyggðar leggur til að samningur um barnaverndarnefnd verði gerður í nafni sveitarfélaganna en ekki í nafni Héraðsnefndar Strandasýslu. Sveitarstjóra og félagsmálastjóra er falið að vinna að nýjum samningi um barnaverndarnefnd í samvinnu við sveitarfélög á Ströndum, Reykhólahrepp og Húnaþing Vestra.

 

3. Lausn frá störfum í Fræðslunefnd Strandabyggðar, erindi Jón Jónsson, dags. 10. mars 2011

 

Jón Jónsson víkur af fundi.

 

Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að veita Jóni Jónssyni lausn úr Fræðslunefnd Strandabyggðar. Sveitarstjórn samþykkir einnig að Katla Kjartansdóttir taki sæti aðalmanns og Guðrún Guðfinnsdóttir sæti fyrstas varamanns í Fræðslunefnd Strandabyggðar sem fulltrúar V-lista vinstrihreyfingarinnar, græns framboðs.

 

Jón Jónsson kemur aftur inn á fund.

 

4. Samningur um rekstur Upplýsingamiðstöðvarinnar á Hólmavík, erindi frá Sigurði Atlasyni, framkvæmdastjóra Strandagaldurs ses, dags. 10. mars 2011


Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að ganga til viðræðna um samning við Strandagaldur ses um rekstur Upplýsingamiðstöðvarinnar á Hólmavík. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að haldinn verði fundur með ferðaþjónustu- aðilum í Strandabyggð um starfsemi Upplýsingamiðstöðvarinnar.

 

5. Ímyndarherferð - Jákvæð sýn á Vestfirði, erindi frá Markaðsstofu Vestfjarða, dags. 4. mars 2011


Sveitarstjórn Strandabyggðar tekur jákvætt í þátttöku í sameiginlegri markaðssetningarherferð og felur sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga.

 

6. Ósk eftir að fá Taflfélagshúsið leigt undir smíða- og handíðaverkstæði, erindi frá Sævari Benediktssyni, dags. 16. mars 2011


Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að leigja Sævari Benediktssyni Taflfélagshúsið og felur sveitarstjóra að gera leigusamning.

 

7. Lögreglusamþykkt á Vestfjörðum, erindi frá Úlfari Lúðvíkssyni, lögreglustjóra, dags. 8. mars 2011


Lagt fram til kynningar.

 

8. Styrkbeiðni: Vegna Strandagöngu, erindi frá Skíðafélagi Strandamanna, dags. 3. mars 2011


Sveitarfélagið Strandabyggð óskar Skíðafélagi Strandamanna til hamingju með Strandagönguna og samþykkir styrkveitingu til Skíðafélags Strandamanna um kr. 100.000. 

 

9. Styrkveiting: Til verkefna í þágu langveikra barna og barna með ADHD-greiningu, erindi dags. 4. mars 2011


Sveitarfélagið Strandabyggð fagnar styrkveitingunni.

 

10. Styrkbeiðni: Specialisterne á Íslandi, erindi dags. í mars 2011


Sveitarfélagið Strandabyggð þakkar fyrir erindið en hafnar beiðninni.

 

11. Fundargerð: Eigendafundur Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna, dags. 2. mars 2011.


Lagt fram til kynningar.

 

12. Fundargerð Fjórðungssambands Vestfirðinga, dags. 11. febrúar 2011


Lagt fram til kynningar.

 

13. Fundargerð Fjórðungssambands Vestfirðinga, dags. 4. mars 2011


Lagt fram til kynningar.

 

14. Fundargerð Fjórðungssambands Vestfirðinga, dags. 11. mars 2011


Lagt fram til kynningar.

 

15. Fundargerð Atvinnumála- og hafnarnendar, dags. 16. mars 2011


Varðandi lið nr. 2: Drög að jafnréttisáætlun Strandabyggðar var lögð fyrir Ingólf V. Gíslason, dósent við Háskóla Íslands í dag sem kom með gagnlegar ábendingar. Drög að jafnréttisáætlun Strandabyggðar verður ásamt ábendingum send til umsagnar jafnréttisstofu. Að öðru leyti er fundargerðin samþykkt.

 

16. Fundargerð Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefndar, dags. 21. mars 2011


Varðandi lið nr. 3b samþykkir sveitarstjórn að fela byggingarfulltrúa Strandabyggðar að halda fund með hlutaðeigandi aðilum, fulltrúum Háafells ehf. og Orkubús Vestfjarða, varðandi afmörkun lóða á þessu svæði. Að öðru leyti skoðast fundargerðin samþykkt.

 

Fundargerð lesin upp og samþykkt samhljóða.

 

Fundi slitið kl. 20:22

 

Jón Gísli Jónsson (sign) 
Jón Jónsson (sign)
Ásta Þórisdóttir (sign)
Katla Kjartansdóttir (sign)
Bryndís Sveinsdóttir (sign)

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón