A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Skólanefnd Grunnskóla og Tónskóla - 6. maí 2010

Fundur haldinn í skólanefnd 6. maí 2010  á skrifstofu Strandabyggðar og hófst hann kl. 19.45.  Mættir eru: Ingimundur Pálsson, Jóhann Áskell Gunnarsson, Sverrir Guðbrandsson, Steinunn Þorsteinsdóttir og Halldór Jónsson varamaður Esterar Sigfúsdóttur formanns sem sagði sig frá afgreiðslu málsins vegna tenglsa við annan umsækjandann.  Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri sat einnig fundinn og ritaði fundargerð.

 

  • 1. Ráðning skólastjóra.

 

Búið var að boða til viðtals þá tvo umsækjendur sem sótt höfðu um stöðu skólastjóra Grunn- og Tónskólans á Hólmavík.  Var búið að semja 5 spurningar sem leggja átti fyrir umsækjendur og mætti fyrst Bjarni Ómar Haraldsson.  Voru spurningarnar lagðar fyrir hann og honum síðan gefinn kostur á að koma með lokaorð.  Að því loknu mætti Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir og voru sömu spurningar lagðar fyrir hana og henni síðan gefið tækifæri til að koma með lokaorð.

 

Fundarmenn voru sammála um að erfitt væri að gera upp á milli þessarra tveggja mjög svo hæfu einstaklinga en eftir umræður var það samþykkt samhljóða að gera tillögu til sveitarstjórnar um að Bjarni Ómar Haraldsson verði ráðinn skólastjóri.

 

Fleira var ekki tekið fyrir, fundagerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 21:50.

 

Jóhann Áskell Gunnarsson (sign)       Ingimundur Pálsson (sign)

Steinunn Þorsteinsdóttir (sign)                       Halldór Jónsson (sign)

Sverrir Guðbrandsson  (sign)                          Ásdís Leifsdóttir  (sign)

 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón