A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Umhverfis og skipulagsnefnd 6. maí 2019

 

Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar mánudaginn 6. maí 2019, kl. 17:00 á skrifstofu sveitarfélagsins.
Fundinn sátu: Aðalbjörg S. Sigvaldadóttir, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Ágúst Helgi Sigurðsson, Ingimundur Jóhannsson, Júlíana Ágústsdóttir og Gísli Gunnlaugsson byggingarfulltrúi sem ritaði fundargerð.


Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:


1. Ófeigsfjörður
Tekið fyrir að nýju bréf frá Kristjáni Inga Arnarssyni byggingarfulltrúa Árneshrepps þar sem leitað er staðfestingar Strandabyggðar á undirritaðri yfirlýsingu jarðanna Ófeigsfjarðar og Hraundals um landamerki þeirra. Samkæmt yfirlýsingunni nær Ófeigsfjörður yfir skráð sveitarfélagamörk sem nemur um 5 km2.

Erindið var áður á dagskrá nefndarinnar 1. apríl s.l. og afgreiðslu þess þá frestað.
Þar sem eigendur beggja jarðanna hafa stafest jarðarmörkin með undirritun sinni staðfestir umhverfis- og skipulagsnefnd mörkin.


2. Aðalskipulag Dalabyggðar
Lagt fram bréf frá skipulagsfulltrúa Dalabyggðar þar sem óskað er eftir umsögn um skipulags- og matslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016 í landi Hróðnýjarstaða í Dalabyggð samkvæmt 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða endurauglýsingu, en fyrri útgáfa lýsingarinnar var auglýst og send til umsagnar í desember 2017.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur áherslu á að þess verði gætt að framkvæmdin verði í samræmi við gildandi svæðisskipulag Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar 2018 – 2030. Einnig að með þessari framkvæmd verði ekki skerðing á beitarlandi á þessu sama svæði.


3. Hafnarbraut 22, rekstrarleyfi
Beiðni frá Sýslumanninum á Vestfjörðum um umsögn um umsókn TH 412 ehf. kt. 640608-0130, um leyfi til að reka gististað, stærri gististaður, í flokki IV (gististaður með áfengisveitingum) að Hafnarbraut 22, Hólmavík.

Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við útgáfu rekstrarleyfis .


4. Borgabraut 17, rekstrarleyfi
Beiðni frá Sýslumanninum á Vestfjörðum um umsögn um umsókn Bjarnveigar ehf. kt. 660706-0970, um leyfi til að reka gististað, íbúðargistingu, í flokki II (gististaður án veitinga) að Borgabraut 17, Hólmavík.

Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við útgáfu rekstrarleyfis.

5. Strandagaldur
Erindi frá Strandagaldri þar sem sótt er um leyfi fyrir áframhaldandi framkvæmdum við viðhald utanhúss á austurhúsi Galdrasafnsins, Höfðagötu 8 í samræmi við fyrri umsóknir og teikningar.

Erindið samþykkt.


6. Lækjartún 23
Fyrirspurn frá Braga Þór tónlistarkennara um pláss fyrir 40 feta geymslugám.

Umhverfis- skipulagsnefnd veitir stöðuleyfi fyrir geymslugáminn á gámasvæðinu utan við Víðidalsá.


7. Strandagaldur, rekstrarleyfi
Beiðni frá Sýslumanninum á Vestfjörðum um umsögn um umsókn Strandagaldurs ses. kt. 540300-2080, um leyfi til að reka veitingastað í flokki II (umfangslitlir áfengis-veitingastaðir ) að Höfðagötu 8 - 10, Hólmavík.

Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við útgáfu rekstrarleyfis .


8. Önnur mál
a) Aðalskipulag Dalabyggðar, jörðin Sólheimar
Lagt fram bréf frá skipulagsfulltrúa Dalabyggðar þar sem óskað er eftir umsögn um skipulags- og matslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016 í landi Sólheima í Dalabyggð samkvæmt 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur áherslu á að þess verði gætt að framkvæmdin verði í samræmi við gildandi svæðisskipulag Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar 2018 – 2030. Einnig að með þessari framkvæmd verði ekki skerðing á beitarlandi á þessu sama svæði.

 

 

Aðalbjörg S. Sigvaldadóttir
Ágúst Helgi Sigurðsson
Ragnheiður Gunnarsdóttir
Ingimundur Jóhannsson
Júlíana Ágústsdóttir
Gísli Gunnlaugsson

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón