A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Umhverfis- og skipulagsnefnd, 7. desember 2020

Fundargerð

 

Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar mánudaginn 7 desember 2020,  kl. 18:00  í Hnyðju.

Fundinn sátu:  Eiríkur Valdimarsson formaður, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Jóhann Björn Arngrímsson, Ágúst Helgi Sigurðsson, Hafdís Sturlaugsdóttir og Grettir Örn Ásmundsson byggingarfulltrúi og ritaði hann einnig fundargerð. Auk þess mætti Valdimar Kolka Eiríksson fulltrúi ungmennaráðs.

 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

 
1.      Ágúst Guðjónsson​, umsókn um lóð á Skeiði undir tæki.

 

Umhverfis og skipulagsnefnd samþykkir umsóknina og leggur áherslu á að passað verði upp á umgengi á lóðinni og henni sé haldið snyrtilegri. Nefndin beinir því til sveitarstjórnar að gerður verði lóðaleigusamningur.

 
2.       Gunnar Jónsson, umsókn um lóð í Skeljavík undir sumarhús.

 

Umhverfis og skipulagsnefnd tekur vel í erindið, en óskar jafnframt eftir því að umsækjandi hafi samband við byggingafulltrúa varðandi nánari útfærslu á erindinu.

 
3.      Jón Jónsson, Strandagaldur, umsókn fyrir uppsetningu á upplýsingaskilti & lýsingu í kringum listaverkið Klemus.

Umhverfis og skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn að erindið verði samþykkt og verði snyrtilega verði gengið frá umhverfinu.

 
4.      Eiríkur Valdimarsson sækir um breytingar á gluggum í Snæfelli.

 

Eiríkur Valdimarsson & Valdimar Kolka Eiríksson víkja af fundi undir þessum lið. Umhverfis og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórnað samþykkja erindið.

 
5.      Ástríður Gísladóttir, f.h. Mýrebelle ehf, leggur fram umsókn um skógrækt í Steinadal.

 

Umhverfis og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að fresta afgreiðslu umsóknarinnar þar til skipulagsfulltrúi hefur leitað umsagna frá viðeigandi stofnunum.

 
6.      Ingimundur Grétarsson, f.h. Hlöðuteigs sf, leggur fram umsókn um skógrækt í landi Grafar Krossárdal.

 

Umhverfis og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að fresta afgreiðslu umsóknarinnar og felur skipulagsfulltrúa að afla frekari gagna.

7.      Viðmiðunarreglur um snjómokstur - drög til umfjöllunar.

 

Lagt til kynningar.

 
8.      Gjaldskrár byggingaleyfa og tengigjalda, og skipulags- og framkvæmdagjalda. Til umfjöllunar.

 

Lagt til kynningar.

 
9.      Önnur mál.

           

Jón Gísli Jónsson f.h. Höfða ehf sækir um lóð á Skeiði 6, undir iðnaðarhús.

 

Umhverfis og skipulagsnefnd fagnar erindinu og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið.

 

Ingimundur Grétarsson, Gröf, sækir um að breyta nafni Grafar 1 yfir í Árvöll.

 

Umhverfis og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið.

 

           

Fundi slitið kl. 19:30

 

 

 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón