A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Umhverfis- og skipulagsnefnd - 18. janúar 2016

Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar  mánudaginn, 18. janúar  2016,  kl. 17:00 á skrifstofu sveitarfélagsins.

 

Fundinn sátu:  Jón Gísli Jónsson formaður,  Hafdís Sturlaugsdóttir,  Már Ólafsson, Jóhann Björn Arngrímsson og Gísli Gunnlaugsson byggingarfulltrúi sem ritaði fundargerð.

 

Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:

 

  1. Deiliskipulag við Jakobínutún

Athugasemdafrestur vegna tillögu að deiliskipulagi íþrótta- og þjónustusvæðis við Jakobínutún (Norðurtún) rann út 5. nóvember s.l.   Engar ábendingar eða athugasemdir bárust við deiliskipulagstillöguna.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulag íþrótta- og þjónustusvæðis við Jakobínutún, dagsett í apríl 2015, verði samþykkt.“ 

 

  1. Steinshús

Beiðni frá Sýslumanninum á Vestfjörðum um umsögn um umsókn vegna nýs rekstrarleyfis fyrir Steinshús á Nauteyri.  Sótt er um rekstrarleyfi til að reka veitingastað í flokki I, staður án áfengisveitinga, kaffihús.

Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfisins.

  

  1. Skipulagsstofnun

Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun þar sem tilkynnt er um ákvörðun um matsskyldu vegna allt að 800 tonna ársframleiðslu á lax- og regnbogasilungsseiðum í seiðaeldisstöð Háafells ehf. á Nauteyri.  Niðurstaða Skipulagsstofnunar er að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Niðurstaða Skipulagsstofnunar kynnt.

  

  1. Samband íslenskra sveitarfélaga

Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna vinnu um samræmda lóðaafmörkun.

Umhverfis- og skipulagsnefnd fagnar því að farið er í þessa vinnu og styður þá nálgun sem fram kemur í bréfi Sambandsins.

  

  1. Ísafjarðarbær, Kaldárvirkjun

Erindi frá Ísafjarðarbæ þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008 – 2020 sem nú er til kynningar á vinnslustigi.  Tillagan gerir ráð fyrir að heimilt verði að byggja allt að 600 kW rennslisvirkjun við Kaldá í Önundarfirði.

Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við tillöguna.

Hafdís Sturlaugsdóttir víkur af fundi við afgreiðslu erindisins.

  

  1. Ísafjarðarbær, Þverárvirkjun

Erindi frá Ísafjarðarbæ þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008 – 2020 sem nú er til kynningar á vinnslustigi.  Tillagan gerir ráð fyrir að heimilt verði að byggja allt að 600 kW rennslisvirkjun við Þverá í Önundarfirði.

Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við tillöguna.

Hafdís Sturlaugsdóttir víkur af fundi við afgreiðslu erindisins.

  

  1. Frístundabyggð í Skeljavík

Lögð fram frumdrög að deiliskipulagi frístundabyggðar í Skeljavík. Drögin eru unnin af Landmótun ehf.

Farið yfir frumdrögin og ákveðið að láta vinna tillögu með 10 frístundahúsum sem tekur mið af tillögum A og B.

 

  1. Önnur mál

Engin.  

 

 

 

Jón Gísli Jónsson

Hafdís Sturlaugsdóttir

Már Ólafsson

Jóhann Björn Arngrímsson

Gísli Gunnlaugsson

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón