A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Landbúnađarnefnd 20. apríl 2009

Fundur haldinn í Landbúnaðarnefnd mánudaginn 20. apríl 2009 á skrifstofu sveitarfélagsins og hófst hann kl. 17:00.  Mættir voru fundarmennirnir Drífa Hrólfsdóttir, Sverrir Guðbrandsson, Magnús Sveinsson, Jón Stefánsson og Marta Sigvaldadóttir.  Einnig sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.  Dagskrá fundarins var eftirfarandi:

 

 

 

1. Grenjavinnsla 2009.

2. Kynning á skýrslu milliþinganefndar Búnaðarþings um fjallskil og ný fjallskilasamþykkt fyrir Strandasýslu.

3. Önnur mál.

 

Þá var gengið til dagskrár.

 

1. Grenjavinnsla 2009. Lagt er til að sömu aðilar sjái um grenjavinnslu og síðustu ár en þeir eru:

 

Indriði Aðalsteinsson                              Mórilla/Ísafjarðará.

Magnús Steingrímsson                            Selá/Grjótá.

Þorvaldur G. Helgason                            Grjótá/Hrófá.

Ragnar Bragason                                     Hrófá/Forvaða.

Torfi Halldórsson                                    Forvaða/Ennisháls.

Þorvaldur G. Helgason                            Ennisháls/Þambárvellir.

Magnús Sveinsson                                              Þambárvellir.

 

Tillagan var samþykkt samhljóða.


2. Kynning á skýrslu milliþinganefndar Búnaðarþings um fjallskil. Lögð er fram til kynningar skýrsla milliþinganefndar Búnaðarþings um fjallskil ásamt nýrri fjallskilasamþykkt fyrir Strandasýslu. Samþykkt var að afgreiða málið að viku liðinni.


3. Önnur mál. Engin önnur mál.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón