A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Atvinnu-dreifbýlis- og hafnarnefnd - 3. maí 2018

Fundur var haldinn í Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd Strandabyggðar fimmtudaginn 3. maí 2018, kl. 16:00, á skrifstofu sveitarstjóra, Höfðagötu 3 á Hólmavík.

Til fundarins voru boðaðir fulltrúar ADH nefndar: Haraldur V. A. Jónsson, Jóhann L. Jónsson, Sverrir Guðmundsson, Bryndís Sveinsdóttir og Guðrún E. Þorvaldsdóttir.

Birna Karen Bjarkadóttir er boðuð sem áheyrnarfulltrúi Ungmennaráðs Strandabyggðar.

Guðrún E. Þorvaldsdóttir og Jóhann L. Jónsson boðuðu forföll og voru Barbara Guðbjartsdóttir og Matthías Lýðsson boðuð í þeirra stað.

Fundardagskrá er svohljóðandi:

  1. Ráðning refaveiðimanna á svæðum 5 og 6
  2. Skeljavíkurrétt
  3. Önnur mál

 

Þá var gengið til dagskrár.

  1. Ráðning refaveiðimanna á svæðum 5 og 6

    Auglýst var eftir refaveiðimönnum á svæðum 5 og 6. Tvær umsóknir bárust á svæði 6 en engin á svæði 5. Ákveðið var að auglýsa svæði 5. á ný. Sveitarstjóra er falið að gera samning við Guðmund Valdimarsson sem var annar umsækjenda á svæði 6.

  2. Skeljavíkurrétt


Haraldur er kominn með tilboð í efni í nýja Skeljavíkurrétt og lagði hann jafnframt fram drög að teikningu. Efniskostnaður gæti losað 800 þúsund. Lagt er til að hafist verði handa við að fjarlægja gömlu réttina svo hægt sé að hefjast handa við að reisa nýja rétt.

  1. Önnur mál


a) Sverrir óskar eftir upplýsingum varðandi dýpkun á höfn.
b) ADH leggur til að sveitarstjórn sendi fyrirspurn á sláturleyfishafa sem
bændur í Strandabyggð skipta við, þar sem óskað er eftir upplýsingum um hvernig þeir sjái rekstur fyrirtækja sinna næstu 5 árin. Á þeim upplýsingum geta sauðfjárbændur, sem leggja inn afurðir sínar hjá þessum sláturleyfishöfum, byggt áætlanir um rekstur búa sinna næstu árin.

c) ADH leggur til við sveitarstjórn sendi ályktun til yfirvalda um að gætt verði að umferðaröryggimálum á Innstrandavegi þar sem ekið er með skólabörn alla virka skóladaga.

 

Fundi slitið kl. 17:25

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón